Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2015 20:20 Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins. Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins.
Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00