Sæti ekki í stjórn án laga um kynjakvóta Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 18. apríl 2015 08:00 Þóra þurfti að hugsa sig um þegar henni bauðst sæti í stjórn Arion banka. "Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég gerði.“ Mynd/Arion Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur situr í stjórn Arion banka eftir að sett voru lög um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja. Áður var hún varamaður í stjórn. Hún segist hafa þá tilfinningu að hún myndi ekki sitja í stjórninni ef ekki væri fyrir lögin. „Ég er ansi hrædd um að lögin hafi verið nauðsynleg. Ég get fullyrt að ég sæti ekki í stjórn Arion banka ef ekki væri fyrir tilstilli þeirra. Það var að minnsta kosti mín tilfinning. Fyrst þegar ég fékk boð um stjórnarsetu, þá hugsaði ég með mér af hverju mér væri boðin stjórnarseta. Hvort það væri bara fyrir tilstilli laganna. Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég og gerði.“ Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri er nú um það bil 45,5 prósent en var 31 prósent í fyrra samkvæmt nýlegri athugun Viðskiptablaðsins.Ua því að hversu erfitt það er að finna fólk með þekkingu og reynslu í stjórnir fyrirtækja.vísir/ernirUnnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir framkvæmd laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafa gengið vel. „Það hefur verið góður vilji hjá fyrirtækjum landsins. Það getur tekið tíma hjá fyrirtækjum að ná þessu takmarki.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrum konum hafi borist bréf þar sem þær eru spurðar hvort þær hafi tíma til að sinna stjórnarsetu í fyrirtækjum. Í þessum tilfellum hafa konurnar í krafti reynslu og sérþekkingar tekið að sér að sitja í stjórnum nokkurra fyrirtækja samtímis. Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk að meta hæfi einstaklinga til að sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila. Einn af þeim þáttum sem geta komið til álita, ef viðkomandi er í mjög mörgum stjórnum, er hvort hann hafi hreinlega tíma til að sinna því starfi. Stjórnarmenn sem sitja í mörgum stjórnum eru í einhverjum tilvikum beðnir skriflega um sjónarmið varðandi það hvort þeir telji sig hafa tíma til að sinna stjórnunarstörfum. Unnur segir kynið ekki skipta máli þegar kemur að stjórnarsetu í fleiri en einu fyrirtæki. Smæð samfélagsins sé ástæða þess að fólk með þekkingu og reynslu situr í nokkrum stjórnum fyrirtækja. „Samfélag okkar er svo smátt. Það getur jafnvel verið vandasamt í stærri samfélögum en okkar.“ Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þóra Hallgrímsdóttir lögfræðingur situr í stjórn Arion banka eftir að sett voru lög um kynjakvóta í stjórnir fyrirtækja. Áður var hún varamaður í stjórn. Hún segist hafa þá tilfinningu að hún myndi ekki sitja í stjórninni ef ekki væri fyrir lögin. „Ég er ansi hrædd um að lögin hafi verið nauðsynleg. Ég get fullyrt að ég sæti ekki í stjórn Arion banka ef ekki væri fyrir tilstilli þeirra. Það var að minnsta kosti mín tilfinning. Fyrst þegar ég fékk boð um stjórnarsetu, þá hugsaði ég með mér af hverju mér væri boðin stjórnarseta. Hvort það væri bara fyrir tilstilli laganna. Ég þurfti að eiga samtal við sjálfa mig og sættast við forsendurnar, sem ég og gerði.“ Hlutfall kvenna í stjórnum fyrirtækja með fimmtíu starfsmenn eða fleiri er nú um það bil 45,5 prósent en var 31 prósent í fyrra samkvæmt nýlegri athugun Viðskiptablaðsins.Ua því að hversu erfitt það er að finna fólk með þekkingu og reynslu í stjórnir fyrirtækja.vísir/ernirUnnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir framkvæmd laga um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja hafa gengið vel. „Það hefur verið góður vilji hjá fyrirtækjum landsins. Það getur tekið tíma hjá fyrirtækjum að ná þessu takmarki.“ Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrum konum hafi borist bréf þar sem þær eru spurðar hvort þær hafi tíma til að sinna stjórnarsetu í fyrirtækjum. Í þessum tilfellum hafa konurnar í krafti reynslu og sérþekkingar tekið að sér að sitja í stjórnum nokkurra fyrirtækja samtímis. Fjármálaeftirlitið hefur það hlutverk að meta hæfi einstaklinga til að sitja í stjórnum eftirlitsskyldra aðila. Einn af þeim þáttum sem geta komið til álita, ef viðkomandi er í mjög mörgum stjórnum, er hvort hann hafi hreinlega tíma til að sinna því starfi. Stjórnarmenn sem sitja í mörgum stjórnum eru í einhverjum tilvikum beðnir skriflega um sjónarmið varðandi það hvort þeir telji sig hafa tíma til að sinna stjórnunarstörfum. Unnur segir kynið ekki skipta máli þegar kemur að stjórnarsetu í fleiri en einu fyrirtæki. Smæð samfélagsins sé ástæða þess að fólk með þekkingu og reynslu situr í nokkrum stjórnum fyrirtækja. „Samfélag okkar er svo smátt. Það getur jafnvel verið vandasamt í stærri samfélögum en okkar.“
Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira