Markmiðið að gera besta leikinn á heimsvísu sem kynnir forritun fyrir krökkum Ingvar Haraldsson skrifar 26. ágúst 2015 13:00 Box Island kemur til að byrja með einungis út á Íslandi. Radiant Games „Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. „Forritun skiptir gífurlega miklu máli, það má færa mjög sterk rök fyrir því að forritun sé læsi 21. aldarinnar. Rannsakendur frá Oxford-háskóla spá því að 45 prósent af störfum verði orðin sjálfvirk á innan við 20 árum,“ segir hann. Leikurinn gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ segir Vignir. Box Island verður til að byrja með aðeins aðgengilegur á Íslandi en Vignir segir að með haustinu verði leikurinn gefinn út á erlendri grundu.Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games.„Markmiðið hefur alltaf verið að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum,“ segir hann. Þeim hafi þótt umfjöllun og efni um forritun fyrir börn vera ábótavant. Okkur fannst gæðin á þeirri afþreyingu og þeim leikjum sem voru til á heimsvísu ekki nægjanlega mikil.“ Leikurinn kemur út á íslensku sem Vignir segir afar mikilvægt. „Íslenska skiptir máli í svona heilabrjót. Það getur verið aukaflækja að þýða alltaf enskuna fyrir þann sem er kannski ekki alveg kominn með fullt vald á ensku.“ Hann segir kennara hafa sýnt leiknum áhuga og á næstunni sé stefnt að því að skoða hvernig leikurinn geti nýst við kennslu í skólum. Til að byrja með verði horft á almennan markað. Radiant Games fékk 12,5 milljóna króna árlegan styrk til þriggja ára úr Tækniþróunarsjóði til að vinna að leiknum. Leikjavísir Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
„Við þurfum að skilja betur hvernig tölvur virka og miklu fyrr,“ segir Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Radiant Games sem í gær gaf út sinn fyrsta tölvuleik, forritunarleikinn Box Island sem kenna á krökkum, átta ára og eldri að forrita. „Forritun skiptir gífurlega miklu máli, það má færa mjög sterk rök fyrir því að forritun sé læsi 21. aldarinnar. Rannsakendur frá Oxford-háskóla spá því að 45 prósent af störfum verði orðin sjálfvirk á innan við 20 árum,“ segir hann. Leikurinn gerist á ævintýraeyjunni Box Island þar sem spilarar fylgja aðalsöguhetjunni Hero. „Krakkar þurfa að beita grunngildum forritunar og forrita hvaða leið Hero þarf að fara til að komast áfram,“ segir Vignir. Box Island verður til að byrja með aðeins aðgengilegur á Íslandi en Vignir segir að með haustinu verði leikurinn gefinn út á erlendri grundu.Vignir Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Radiant Games.„Markmiðið hefur alltaf verið að búa til besta leikinn á heimsvísu sem kynnir grunngildi forritunar fyrir krökkum,“ segir hann. Þeim hafi þótt umfjöllun og efni um forritun fyrir börn vera ábótavant. Okkur fannst gæðin á þeirri afþreyingu og þeim leikjum sem voru til á heimsvísu ekki nægjanlega mikil.“ Leikurinn kemur út á íslensku sem Vignir segir afar mikilvægt. „Íslenska skiptir máli í svona heilabrjót. Það getur verið aukaflækja að þýða alltaf enskuna fyrir þann sem er kannski ekki alveg kominn með fullt vald á ensku.“ Hann segir kennara hafa sýnt leiknum áhuga og á næstunni sé stefnt að því að skoða hvernig leikurinn geti nýst við kennslu í skólum. Til að byrja með verði horft á almennan markað. Radiant Games fékk 12,5 milljóna króna árlegan styrk til þriggja ára úr Tækniþróunarsjóði til að vinna að leiknum.
Leikjavísir Tengdar fréttir Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00 Mest lesið Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Sjá meira
Kynna forritun fyrir börnum með tölvuleik Leikurinn Box Island, sem er nýr íslenskur tölvuleikur fyrir spjaldtölvur, kemur út í dag. 25. ágúst 2015 11:00