Valitor undirbýr aukna starfsemi erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Viðar segir að kaupin séu í takt við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á mörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi. fréttablaðið/stefán Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf. Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf.
Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira