Valitor undirbýr aukna starfsemi erlendis Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Viðar segir að kaupin séu í takt við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á mörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi. fréttablaðið/stefán Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Erlent dótturfélag Valitors, Iteron Holding, hefur keypt danska greiðslumiðlunarfyrirtækið AltaPay í Kaupmannahöfn. Kaupin eru í samræmi við stefnu Valitors varðandi uppbyggingu á lykilmörkuðum á Norðurlöndum og í Bretlandi, einkum á sviði netviðskipta. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors, segir að kaupin séu jafnframt rökrétt framhald af nánu samstarfi félaganna undanfarin ár en stór hluti af viðskiptavinum AltaPay er í færsluhirðingu hjá Valitor. Viðar segir ljóst að kaupin muni auka vöruframboð á framangreindum mörkuðum og gera kleift að sækja þar fram af auknum krafti. Viðar segir að Valitor hafi byrjað í erlendum viðskiptum árið 2003 og sett aukinn kraft í þau árið 2007. Þá hafi stefna félagsins líka verið endurskoðuð og menn farið að einblína meira á Bretland og Norðurlöndin. Hann segir að frá þeim tíma hafi Valitor bæði verið í hefðbundinni þjónustu við kaupmenn og svo netviðskiptum. „Netviðskipti hafa verið að vaxa mikið í heiminum, um 15-20 prósent vöxtur og í dag eru um 20 prósent af öllum viðskiptum í Bretlandi netviðskipti,“ segir Viðar. Með kaupunum á Altapay geti Valitor aukið vöruframboð sitt. „Við erum að bæta við vöruframboði sem við höfum ekki í dag en þeir eru með. En það passar mjög vel saman og þá sér í lagi í netviðskiptum,“ segir hann. Þessi viðskipti Valitors marka kaflaskil í þrjátíu ára sögu fyrirtækisins því þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið kaupir annað fyrirtæki. „Já, alla vega erlendis,“ segir Viðar í samtali við Fréttablaðið. Hingað til hafi verið einblínt á innri vöxt fyrirtækisins. AltaPay er með skrifstofur í Kaupmannahöfn og í London og alls starfa 19 manns hjá félaginu. Mikill vöxtur er hjá AltaPay og gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsmanna félagsins á árinu. Allir núverandi stjórnendur og starfsmenn félagsins verða áfram við störf.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent