Endurbætur á Glerártorgi boðaðar fyrir 100 milljónir Sveinn Arnarsson skrifar 14. janúar 2015 10:00 Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri mun fá andlitslyftingu á árinu. Eik fasteignafélag ætlar að ráðast í miklar framkvæmdir á innviðum hússins með það að markmiði að gera verslunarmiðstöðina hlýlegri og meira aðlaðandi. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að ráðast í framkvæmdir á húsnæðinu þegar við tókum við því,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. Hluthafafundur Eikar samþykkti í janúar í fyrra að kaupa verslunarmiðstöðina Glerártorg af fyrirtækinu SMI ehf. Verslunarmiðstöðin er í heild rétt tæplega átján þúsund fermetrar að stærð. Með kaupum Eikar varð fyrirtækið eitt stærsta fasteignafélag landsins með um 270 þúsund fermetra í leigu og virði fasteigna í eigu félagsins var í janúar í fyrra um sextíu milljarðar króna. „Við gerum okkur miklar vonir um að verslunarstarfsemi á Glerártorgi verði áfram með ágætum. Til þess að svo megi verða munum við fara í framkvæmdir við húsnæðið til þess að gera miðstöðina hlýlegri og meira aðlaðandi.“, segir Garðar Hannes. „Við ákváðum einnig fyrir jólin að gera meira í skreytingum. Þetta er liður í þeim umbreytingum sem við teljum mikilvægar fyrir verslun á svæðinu.“ Fasteignafélagið hefur boðað verslanaeigendur á sinn fund í vikunni til þess að útskýra fyrir þeim í hverju endurbæturnar eru fólgnar. „Það skiptir miklu máli að gera þetta náinni samvinnu leigutaka í verslunarmiðstöðinni og upplýsa um stöðu mála. Þessar framkvæmdir munu kosta um eitt hundrað milljónir. Um mikla andlitslyftingu er að ræða fyrir verslunarmiðstöðina. Við erum í samvinnu við arkitekta í Boston sem sérhæfa sig í hönnun verslunarmiðstöðva og hafa mikla sérþekkingu á því sviði.“ Garðar Hannes segir Glerártorg vera miðstöð verslunar á Mið-Norðurlandi og miklu máli skipti að heimamenn versli í heimabyggð svo hún geti lifað og dafnað. „Í raun helst þetta í hendur. Heimamenn gera sér grein fyrir því að verslun í heimabyggð skiptir máli. Það er svo okkar verkefni að aðstæður séu þannig að heimamenn vilji versla í heimabyggð. Á Glerártorg koma bæði íbúar Akureyrar og nærsveita til að versla og við erum mjög ánægð með þann fjölda sem heimsækir verslunarmiðstöðina.“ Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
Verslunarmiðstöðin Glerártorg á Akureyri mun fá andlitslyftingu á árinu. Eik fasteignafélag ætlar að ráðast í miklar framkvæmdir á innviðum hússins með það að markmiði að gera verslunarmiðstöðina hlýlegri og meira aðlaðandi. „Við gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að ráðast í framkvæmdir á húsnæðinu þegar við tókum við því,“ segir Garðar Hannes Friðjónsson, forstjóri Eikar fasteignafélags. Hluthafafundur Eikar samþykkti í janúar í fyrra að kaupa verslunarmiðstöðina Glerártorg af fyrirtækinu SMI ehf. Verslunarmiðstöðin er í heild rétt tæplega átján þúsund fermetrar að stærð. Með kaupum Eikar varð fyrirtækið eitt stærsta fasteignafélag landsins með um 270 þúsund fermetra í leigu og virði fasteigna í eigu félagsins var í janúar í fyrra um sextíu milljarðar króna. „Við gerum okkur miklar vonir um að verslunarstarfsemi á Glerártorgi verði áfram með ágætum. Til þess að svo megi verða munum við fara í framkvæmdir við húsnæðið til þess að gera miðstöðina hlýlegri og meira aðlaðandi.“, segir Garðar Hannes. „Við ákváðum einnig fyrir jólin að gera meira í skreytingum. Þetta er liður í þeim umbreytingum sem við teljum mikilvægar fyrir verslun á svæðinu.“ Fasteignafélagið hefur boðað verslanaeigendur á sinn fund í vikunni til þess að útskýra fyrir þeim í hverju endurbæturnar eru fólgnar. „Það skiptir miklu máli að gera þetta náinni samvinnu leigutaka í verslunarmiðstöðinni og upplýsa um stöðu mála. Þessar framkvæmdir munu kosta um eitt hundrað milljónir. Um mikla andlitslyftingu er að ræða fyrir verslunarmiðstöðina. Við erum í samvinnu við arkitekta í Boston sem sérhæfa sig í hönnun verslunarmiðstöðva og hafa mikla sérþekkingu á því sviði.“ Garðar Hannes segir Glerártorg vera miðstöð verslunar á Mið-Norðurlandi og miklu máli skipti að heimamenn versli í heimabyggð svo hún geti lifað og dafnað. „Í raun helst þetta í hendur. Heimamenn gera sér grein fyrir því að verslun í heimabyggð skiptir máli. Það er svo okkar verkefni að aðstæður séu þannig að heimamenn vilji versla í heimabyggð. Á Glerártorg koma bæði íbúar Akureyrar og nærsveita til að versla og við erum mjög ánægð með þann fjölda sem heimsækir verslunarmiðstöðina.“
Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira