Ráðherra telur ráðlegt að selja leigufélagið Klett ehf. Sveinn Arnarsson skrifar 14. janúar 2015 08:00 Ráðherra segir náið samstarf við Eftirlitsstofnun EFTA. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“ Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
„Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“
Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira