Ráðherra telur ráðlegt að selja leigufélagið Klett ehf. Sveinn Arnarsson skrifar 14. janúar 2015 08:00 Ráðherra segir náið samstarf við Eftirlitsstofnun EFTA. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“ Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
„Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“
Mest lesið „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Atvinnulíf Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira