Ráðherra telur ráðlegt að selja leigufélagið Klett ehf. Sveinn Arnarsson skrifar 14. janúar 2015 08:00 Ráðherra segir náið samstarf við Eftirlitsstofnun EFTA. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“ Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
„Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent