Ráðherra telur ráðlegt að selja leigufélagið Klett ehf. Sveinn Arnarsson skrifar 14. janúar 2015 08:00 Ráðherra segir náið samstarf við Eftirlitsstofnun EFTA. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“ Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
„Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent