Ráðherra telur ráðlegt að selja leigufélagið Klett ehf. Sveinn Arnarsson skrifar 14. janúar 2015 08:00 Ráðherra segir náið samstarf við Eftirlitsstofnun EFTA. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“ Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
„Það er ekki hluti af starfsemi Íbúðalánasjóðs að reka leigufyrirtæki til langs tíma,“ segir Eygló Harðardóttir húsnæðismálaráðherra. Klettur leigufélag er dótturfyrirtæki Íbúðalánasjóðs. Samkvæmt heimasíðu félagsins hefur félagið það markmið að bjóða einstaklingum og fjölskyldum upp á íbúðir til tryggrar leigu með áherslu á langtímahugsun. Með þessu er átt við að íbúar geti gert ráð fyrir að hafa húsnæðið til afnota til lengri tíma. Með nýjum lögum árið 2012 var bætt við húsnæðislög ákvæði um að verkefni Íbúðalánasjóðs væri meðal annars að eiga og reka leigufélag með íbúðarhúsnæði sem sjóðurinn hefur yfirtekið á nauðungarsölu. Ráðherra átti að setja nánari reglugerð um leigufélagið til að setja félaginu frekari skorður. Sú reglugerð sem lögin tilgreina hefur aldrei verið sett. „Við höfum verið í nánu samráði við ESA, eftirlitsstofnun EFTA, um setningu reglugerðar. Drög að reglugerð er tilbúin í ráðuneytinu hvað leigufélagið varðar,“ segir Eygló. Nýlega hefur leigufélagið auglýst íbúðir lausar til leigu þar sem ekki kemur fram að um starfsemi þess gildi tímabundnar lagaheimildir. Gagnrýni hefur verið sett fram á að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við aðila á markaði sem eru jafnframt viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. Hafa forsvarsmenn Búseta á Norðurlandi látið útbúa lögfræðiálit þess efnis og telja fulla ástæðu til að kvarta til ESA og umboðsmanns Alþingis vegna starfseminnar. Eygló er þeirrar skoðunar að hið opinbera eigi ekki að reka og eiga leigufyrirtæki, líkt og Klettur er, til langs tíma. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að selja leigufélagið Klett. Leigufélagið var sett á laggirnar til að koma til móts við það ástand sem skapaðist á húsnæðismarkaði í kjölfar hrunsins. Þessi ráðstöfun var aldrei hugsuð til langs tíma.“Benedikt telur óráðlegt að Íbúðalánasjóður eigi og reki leigufélag í samkeppni við viðskiptavini sínafréttablaðið/auðunn níelssonBenedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri Búseta á Norðurlandi, segir starfsemi Kletts fela í sér ákveðna mismunun. „Ríkissjóður hefur sett milljarða inn í Íbúðalánasjóð á fjárlögum til að greiða niður tap sjóðsins af yfirtökueignum. Sjóðurinn setti eignir inn í Klett án veðskulda. Þannig hefur Klettur notið 100 prósent markaðsstuðnings ríkisins. Íbúðalánasjóður hefur allar upplýsingar um skuldastöðu og rekstrarskilyrði flestra félaga á þessum markaði,“ segir Benedikt. Benedikt segir einnig að á sama tíma og Íbúðalánasjóður reki leigufélag geri hann ekki nægilega vel í að aðstoða félög í greiðsluerfiðleikum sem séu viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs. „Á meðan Íbúðalánasjóður heldur uppi okurvöxtum á lánum sem eiga að bera breytilega vexti og nýtir ekki allar lögbundnar heimildir til aðstoðar félögum í greiðsluerfiðleikum – þá verður þetta ójafn leikur og ekki að furða þótt Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafi ekki fallist á að sjóðurinn fari fram með þeim hætti sem stjórnendur hans hafa gert.“
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent