Viðskipti innlent

2,6 milljónir söfnuðust til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í átaki Olís

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, afhenti Jóni Svanberg Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ávísun upp á 2,6 milljónir króna í höfuðstöðvum Olís.
Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, afhenti Jóni Svanberg Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ávísun upp á 2,6 milljónir króna í höfuðstöðvum Olís.
Alls söfnuðust 2,6 milljónir króna til Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í þriggja daga átaki sem Olíuverzlun Íslands stóð fyrir en þá runnu 5 krónur af hverjum lítra til Slysavarnafélagsins Landsbjargar þegar keypt var bensín eða dísel hjá Olís eða ÓB.

,,Við þökkum viðskiptavinum okkar frábærar viðtökur og þann stuðning sem þeir sýndu Slysavarnarfélaginu Landsbjörg þessa daga,” segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, en hann stóð sjálfur þjónustuvaktina ásamt Jóni Svanberg Hjartarsyni, framkvæmdastjóra Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og dældu þeir eldsneyti á bifreiðar á afgreiðslustöð félagsins í Álfheimum. 
Jón Ólafur afhenti í dag Jóni Svanberg ávísun upp á 2,6 milljónir króna í höfuðstöðvum Olís.

,,Við viljum þakka Olís fyrir þetta góða framtak og landsmönnum fyrir góðan stuðning. Olís hefur um árabil verið mikilvægur samstarfsaðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem einn af aðalstyrktaraðilum samtakanna og hefur styrkt þau með fjárframlögum og veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum,” segir Jón Svanberg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×