Litháar fá grænt ljós á upptöku evru Atli Ísleifsson skrifar 23. júlí 2014 11:56 Litháar munu kveðja núverandi gjaldmiðil sinn, litas, um áramót og notast eftir það við evru. Vísir/AFP Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Litháen fékk fyrr í dag síðasta græna ljósið á að fá að taka upp evru nú um áramót. Landið verður nítjánda aðildarríki ESB til að taka um sameiginlega mynd sambandsins. Leiðtogar aðildarríkja sambandsins, fjármálaráðherrar, Seðlabanki Evrópu og Evrópuþingið hafa nú öll veitt samþykki sitt. Ráðherrar aðildarríkja ESB ákváðu í dag að skiptigengi núverandi gjaldmiðils Litháa, litas, yrði 3,4528 gagnvart evru þegar nýi gjaldmiðillinn verður tekinn upp 1. janúar 2015. Algirdas Butkevicius, forsætisráðherra Litháens, fagnaði þessum sögulegu tíðindum og sagði að land sitt muni styðja við bakið á gjaldmiðlinum með „orku, framsýni og miklum einhug“. Utanríkisráðherrann Linus Linkevicius sagði Litháa verða trausta aðila evrusvæðisins. „Evran er ekki bara mynt eða hlutur úr málmi. Fyrir okkur snýst þetta um að vera í réttum félagsskap.“ Litháen verður síðasta Eystrasaltsríkið til að taka upp evru. Eistar tóku upp gjaldmiðilinn árið 2006 og Lettar fyrr á þessu ári. Lithár sóttu fyrst um að fá að taka upp evru árið 2006, en stóðust á þeim tímapunkti ekki kröfur sambandsins um stöðugt verðlag. Sandro Gozi, ráðuneytisstjóri ráðuneytis Evrópumála Ítalíu sem nú fer með formennsku í sambandinu, sagði upptökuna merki um að evran þróist og virki enn. Á vef Baltic Times segir að klukku verði komið upp fyrir utan Seðlabanka Litháens í höfuðborginni Vilníus þar talið verður niður til 1. janúar næstkomandi.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira