Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Haraldur Guðmundsson skrifar 10. september 2014 11:30 Gagnaverið er reist á Fitjum í Reykjanesbæ en byggingu þess lauk í maí. Vísir/GVA Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“ Rafmyntir Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“
Rafmyntir Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira