Hættumerki í heilbrigðiskerfinu Ingunn Bjarnadóttir Solberg skrifar 18. desember 2014 07:00 Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Óánægja lækna með laun og starfskjör fer hátt þessa dagana og þeir hafa gripið til aðgerða sem hafa mikil áhrif. Að mínu mati hefur þessi óánægja kraumað undir yfirborðinu í fjölda ára og kemur ekki á óvart að nú hafi soðið upp úr. Vorið 2010 var gerð rannsókn meðal allra starfandi lækna á Íslandi, þar sem 61 prósent svaraði. Sama ár var gerð rannsókn meðal 1.500 norskra lækna þar sem 67 prósent svöruðu. Strax þá sáust ýmis hættumerki um slæmt ástand heilbrigðiskerfisins á Íslandi, slæmar vinnuaðstæður, slæm launakjör og óánægju í starfi miðað við starfsbræður í Noregi. Rannsóknir hafa sýnt að líkur á að upplifa kulnun, að hætta að vinna sem læknar og að flytja af landi brott er meiri hjá læknum sem eru óánægðir í starfi en hinum. Einnig eru tengsl milli starfsánægju lækna og ánægju sjúklinga og gæða heilbrigðisþjónustu. Flestir læknar á Íslandi (77 prósent) upplifðu að sparnaðarráðstafanir í kjölfar kreppunnar hefðu áhrif á vinnu þeirra. Þetta hafði neikvæð áhrif á starfsánægju þeirra. Margir sérfræðilæknar (63 prósent) svöruðu að áhyggjur af eigin fjárhag væru streituvaldandi að litlu, einhverju eða miklu leyti. Því meiri sem streituvaldandi áhyggjur voru af eigin fjárhag því meiri líkur voru á því að sérfræðilæknar hefðu hugleitt að flytja og starfa erlendis. 63 prósent sérfræðilækna höfðu hugleitt að flytja og starfa erlendis og 4 prósent sögðust flytja utan á næstu tveimur árum. Þeir sérfræðilæknar sem störfuðu erlendis í fríum voru fimm sinnum líklegri til að hafa hugleitt að flytja og starfa erlendis. Læknar sem voru óánægðir í starfi voru líka líklegri til að hafa hugleitt þetta.Tími til að forgangsraða Hvað varðar starfsánægju íslensku læknanna voru þeir óánægðari en norskir læknar. Stærsti munurinn var varðandi launin, íslensku læknarnir voru miklu óánægðari með launin. Einnig var verulegur munur á ánægju með möguleika eða tækifæri til að nota eigin hæfileika í vinnunni og vinnutíma. Íslensku læknarnir voru líka óánægðari með vinnuaðstæður og viðurkenningu fyrir góða vinnu. Yngri læknar á Íslandi voru óánægðari í starfi en eldri. Streita tengd því að ná jafnvægi milli heimilis og vinnu var há meðal íslensku læknanna og þetta hafði áhrif á starfsánægju þeirra. Þetta var árið 2010, öllum má vera ljóst að ekki er staðan betri í dag fjórum árum síðar. Því er ljóst að kominn er tími til að forgangsraða læknum og heilbrigðiskerfinu í hag – annars tapa allir. (Greinar úr rannsókninni: Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. The impact of economic factors on migration considerations among Icelandic specialist doctors: a cross-sectional study. BMC Health Serv Res 2013; 13: 524. Solberg IB, Tómasson K, Aasland O, Tyssen R. Cross-national comparison of job satisfaction in doctors during economic recession. Occup Med (Lond) 2014. doi:10.1093/occmed/kqu114.)
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar