Um 50 fyrirtæki vilja selja Rússum matvæli Haraldur Guðmundsson skrifar 18. desember 2014 07:00 Kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska er með leyfi til útflutnings á sauðfjárafurðum til Rússlands en vill nú einnig fá að selja þangað svínakjöt. Vísir/GVA Alls 51 íslenskt matvælafyrirtæki bíður nú ákvörðunar rússneskra yfirvalda vegna umsókna um innflutningsleyfi til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Mjólkursamsalan (MS), Fjarðalax, Stjörnugrís og Sláturhúsið á Hellu eru á meðal umsækjenda. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun höfðu 44 fiskvinnslu- eða fiskeldisfyrirtæki sótt um innflutningsleyfi þegar sendinefnd tollabandalagsins kom hingað til lands um miðjan nóvember til að gera úttekt á fisk-, kjöt- og mjólkurframleiðslu. Tíu starfsmenn Matvælastofnunar Rússlands unnu úttektina, sem tók tvær vikur, en á þeim tíma tókst ekki að heimsækja alla umsækjendur. Matvælastofnun gerir ráð fyrir að umsóknirnar verði afgreiddar á fyrstu mánuðum næsta árs. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir fyrirtækið líta á Rússland sem framtíðarmarkað.Einar Sigurðsson„Við erum að kanna aðeins möguleika á skyrútflutningi til Rússlands. Það hefur einnig verið töluverður áhugi þar fyrir fituríkum vörum, ostum og öðru slíku, en vegna söluaukningarinnar á þeim hér heima þá hyggjum við ekki á neinn slíkan útflutning á næstu misserum,“ segir Einar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hefur fall rúblunnar leitt til þess að íslenskir fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi sínum til Rússlands. HB Grandi og Iceland Seafood eru þar á meðal en þau eru í hópi 82 íslenskra fyrirtækja sem eru nú þegar með leyfi til útflutnings á sjávarafurðum til Rússlands. Einar segir ákvörðun MS um að sækja um leyfi ekki tengjast ákvörðun rússneskra yfirvalda um að setja innflutningsbann á flest ríki Evrópu, Noreg og Bandaríkin. „Þetta var komið af stað áður en það gerðist og við fylgjumst með efnahagsástandinu í Rússlandi. Þetta er hins vegar stór framtíðarmarkaður og við viljum vera tilbúin með viðurkenningar fyrir mjólkurstöðvar fyrirtækisins.“ Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir rússneska kaupendur hafa sýnt íslensku svínakjöti aukinn áhuga eftir að innflutningsbannið tók gildi. Því hafi kjötvinnslufyrirtækið Stjörnugrís ákveðið að sækja um innflutningsleyfi. „En svo vitum við ekkert hvernig þessu viðskiptabanni reiðir af og ef það fer eitthvað að rofa til í viðskiptum Evrópusambandsins og Rússa þá verður allt önnur staða uppi. En það gæti verið áhugavert að láta á þetta reyna og hvaða möguleikar eru þarna í stöðunni. Ég geri ráð fyrir að leyfið fáist afgreitt í byrjun næsta árs,“ segir Hörður. Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Alls 51 íslenskt matvælafyrirtæki bíður nú ákvörðunar rússneskra yfirvalda vegna umsókna um innflutningsleyfi til Tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands og Kasakstans. Mjólkursamsalan (MS), Fjarðalax, Stjörnugrís og Sláturhúsið á Hellu eru á meðal umsækjenda. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun höfðu 44 fiskvinnslu- eða fiskeldisfyrirtæki sótt um innflutningsleyfi þegar sendinefnd tollabandalagsins kom hingað til lands um miðjan nóvember til að gera úttekt á fisk-, kjöt- og mjólkurframleiðslu. Tíu starfsmenn Matvælastofnunar Rússlands unnu úttektina, sem tók tvær vikur, en á þeim tíma tókst ekki að heimsækja alla umsækjendur. Matvælastofnun gerir ráð fyrir að umsóknirnar verði afgreiddar á fyrstu mánuðum næsta árs. Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir fyrirtækið líta á Rússland sem framtíðarmarkað.Einar Sigurðsson„Við erum að kanna aðeins möguleika á skyrútflutningi til Rússlands. Það hefur einnig verið töluverður áhugi þar fyrir fituríkum vörum, ostum og öðru slíku, en vegna söluaukningarinnar á þeim hér heima þá hyggjum við ekki á neinn slíkan útflutning á næstu misserum,“ segir Einar. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær hefur fall rúblunnar leitt til þess að íslenskir fiskútflytjendur ætla að gera hlé á útflutningi sínum til Rússlands. HB Grandi og Iceland Seafood eru þar á meðal en þau eru í hópi 82 íslenskra fyrirtækja sem eru nú þegar með leyfi til útflutnings á sjávarafurðum til Rússlands. Einar segir ákvörðun MS um að sækja um leyfi ekki tengjast ákvörðun rússneskra yfirvalda um að setja innflutningsbann á flest ríki Evrópu, Noreg og Bandaríkin. „Þetta var komið af stað áður en það gerðist og við fylgjumst með efnahagsástandinu í Rússlandi. Þetta er hins vegar stór framtíðarmarkaður og við viljum vera tilbúin með viðurkenningar fyrir mjólkurstöðvar fyrirtækisins.“ Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir rússneska kaupendur hafa sýnt íslensku svínakjöti aukinn áhuga eftir að innflutningsbannið tók gildi. Því hafi kjötvinnslufyrirtækið Stjörnugrís ákveðið að sækja um innflutningsleyfi. „En svo vitum við ekkert hvernig þessu viðskiptabanni reiðir af og ef það fer eitthvað að rofa til í viðskiptum Evrópusambandsins og Rússa þá verður allt önnur staða uppi. En það gæti verið áhugavert að láta á þetta reyna og hvaða möguleikar eru þarna í stöðunni. Ég geri ráð fyrir að leyfið fáist afgreitt í byrjun næsta árs,“ segir Hörður.
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent