Icelandic Group kaupir Ný‐Fisk í Sandgerði Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2014 10:22 Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group hefur lokið við kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Ný‐Fiskur í Sandgerði. Ný‐Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK‐113 með kvóta upp á um 800 tonn. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Group notar Ný‐Fiskur í sína framleiðslu yfir 7.000 tonn af hráefni árlega. Um 70% af framleiðslu er seld sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er komin á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný‐Fisks breytt í Icelandic Ný‐Fiskur. „Kaup okkar á Ný‐Fiski og Útgerðarfélagi Sandgerðis er mikilvægt skref fyrir okkur hjá Icelandic Group og mun styrkja aðgengi félagsins enn frekar að sjávarauðlindum, sem er einn af lykilþáttum í stefnu og framtíðarsýn félagsins. Með þessum kaupum erum við jafnframt að bregðast við auknum kröfum neytenda okkar um allan heim varðandi skýran uppruna og rekjanleika fiskafurða. Ný‐Fiskur hefur yfir 20 ára sögu félagsins verið leiðandi í framleiðslu á hágæða ferskum fiskafurðum til kröfuharðra viðskiptavina víða um Evrópu. Fyrirtækið hefur á að skipa sterku stjórnendateymi sem mun hér eftir sem hingað til halda áfram góðu starfi og vinna með okkur í að sækja fram og vinna úr öllum þeim fjölmörgu tækifærum sem við sjáum framundan,“ segir Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group. Ný‐Fiskur var stofnað árið 1989 af Birgi Kristinssyni framkvæmdastjóra félagsins. Allt frá stofnun hefur höfuðáhersla verið lögð á að selja hágæða ferskan línuveiddan fisk til viðskiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný‐Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dótturfélags Icelandic Group í Belgíu. Ný‐Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Íslandi sem hefur fengið slíkar vottanir. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns að jafnaði. „Við hjá Icelandic Ný‐Fiski erum afar ánægð og spennt með það að vera að ganga til liðs við Icelandic Group á þessum tímapunkti. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum sjávarútvegi og erum við sammála þeirri stefnu og framtíðarsýn sem Icelandic Group hefur markað sér. Ég tel að núna sé rétti tíminn fyrir Ný‐Fisk að taka saman höndum með Icelandic Group. Saman getum við náð fram auknum samlegðaráhrifum og markmiðum okkar hraðar. Icelandic Group mun styðja enn frekar við vöxt félagsins og markmiðum þess að framleiða gæða ferskfiskafurðir á sem skilvirkastan máta,“ segir Birgir Kristinsson, Framkvæmdastjóri Icelandic Ný‐Fisks. Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Icelandic Group hefur lokið við kaup á fiskvinnslufyrirtækinu Ný‐Fiskur í Sandgerði. Ný‐Fiskur sérhæfir sig í frumvinnslu og sölu á ferskum sjávarafurðum, sér í lagi þorski og ýsu. Samhliða mun Icelandic Group yfirtaka Útgerðarfélag Sandgerðis sem rekur línubátinn Von GK‐113 með kvóta upp á um 800 tonn. Í fréttatilkynningu frá Icelandic Group notar Ný‐Fiskur í sína framleiðslu yfir 7.000 tonn af hráefni árlega. Um 70% af framleiðslu er seld sem ferskar afurðir með flugi þar sem fiskurinn er komin á disk neytenda innan við 48 tímum eftir að fiskurinn kemur upp úr sjó. Í kjölfar kaupanna verður nafni Ný‐Fisks breytt í Icelandic Ný‐Fiskur. „Kaup okkar á Ný‐Fiski og Útgerðarfélagi Sandgerðis er mikilvægt skref fyrir okkur hjá Icelandic Group og mun styrkja aðgengi félagsins enn frekar að sjávarauðlindum, sem er einn af lykilþáttum í stefnu og framtíðarsýn félagsins. Með þessum kaupum erum við jafnframt að bregðast við auknum kröfum neytenda okkar um allan heim varðandi skýran uppruna og rekjanleika fiskafurða. Ný‐Fiskur hefur yfir 20 ára sögu félagsins verið leiðandi í framleiðslu á hágæða ferskum fiskafurðum til kröfuharðra viðskiptavina víða um Evrópu. Fyrirtækið hefur á að skipa sterku stjórnendateymi sem mun hér eftir sem hingað til halda áfram góðu starfi og vinna með okkur í að sækja fram og vinna úr öllum þeim fjölmörgu tækifærum sem við sjáum framundan,“ segir Magnús Bjarnason, forstjóri Icelandic Group. Ný‐Fiskur var stofnað árið 1989 af Birgi Kristinssyni framkvæmdastjóra félagsins. Allt frá stofnun hefur höfuðáhersla verið lögð á að selja hágæða ferskan línuveiddan fisk til viðskiptavina víðsvegar um Evrópu. Auk þess er Ný‐Fiskur mikilvægur birgir Icelandic Gadus, dótturfélags Icelandic Group í Belgíu. Ný‐Fiskur rekur verksmiðju sem fengið hefur BRC vottun ásamt því að reka HACCP gæðakerfi og er ein af fáum fiskvinnslum á Íslandi sem hefur fengið slíkar vottanir. Hjá fyrirtækinu starfa um 100 manns að jafnaði. „Við hjá Icelandic Ný‐Fiski erum afar ánægð og spennt með það að vera að ganga til liðs við Icelandic Group á þessum tímapunkti. Það eru spennandi tímar framundan í íslenskum sjávarútvegi og erum við sammála þeirri stefnu og framtíðarsýn sem Icelandic Group hefur markað sér. Ég tel að núna sé rétti tíminn fyrir Ný‐Fisk að taka saman höndum með Icelandic Group. Saman getum við náð fram auknum samlegðaráhrifum og markmiðum okkar hraðar. Icelandic Group mun styðja enn frekar við vöxt félagsins og markmiðum þess að framleiða gæða ferskfiskafurðir á sem skilvirkastan máta,“ segir Birgir Kristinsson, Framkvæmdastjóri Icelandic Ný‐Fisks.
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira