Baldur iðulega fullur og þörf á stærri ferju Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2014 19:45 Eigendur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs undirbúa nú kaup á helmingi stærri ferju frá Noregi, sem gæti leyst af núverandi skip síðar í sumar. Núverandi ferja hefur verið í áætlunarsiglingum milli Stykkishólms og Brjánslækjar undanfarin átta ár með viðkomu í Flatey en hún tekur 40 bíla í ferð. Hún er sjöunda skipið sem ber heitið Baldur en sá fyrsti hóf siglingar um Breiðafjörðinn fyrir 90 árum. Ferjan flutti í fyrra um 55 þúsund farþega og tólf þúsund bíla og nú er svo komið að hún annar ekki lengur flutningum. Pétur Ágústsson, skipstjóri á Baldri og framkvæmdastjóri Sæferða, segir að iðulega séu biðlistar og frá því snemma í maí hafi verið mikið að gera og skipið oft fullt. Og það er greinilegt að ferjan nýtur vaxandi ferðamannastraums því þar sem við vorum að mynda komu skipsins til Brjánslækjar virtist okkur stór hluti farþeganna vera erlendir ferðamenn á leið að skoða Vestfirði.Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Yfir vetrarmánuði eru flutningabílarnir áberandi og segir Pétur að vegna þeirra sé ferjan oft fullbókuð á veturna. Aukningin hafi verið meiri en menn hafi átt von á, ekki síst vegna erlendra ferðamanna. Margir hafa talið að eftir því sem vegirnir myndu batna um sunnanverða Vestfirði kæmi að því að ferjan yrði óþörf. En það virðist öðru nær. Bóndinn á Brjánslæk, Jóhann Pétur Ágústsson, sem jafnframt er hafnarvörður, telur að bættar vegasamgöngur, sérstaklega til norðurhluta Vestfjarða, muni jafnvel auka þörfina. Og nú er stefnt á stærra skip. Útgerð skipsins er í viðræðum um að kaupa helmingi stærri ferju frá Lófóten í Norður-Noregi sem tæki 60 bíla og vonast Pétur til að hún verði komin á Breiðafjörðinn í fyrri hluta ágústmánaðar. En þarf ríkissjóður að koma að kaupum á stærra skipi? „Nei, ekkert meira en er bara í dag. Ríkið kaupir af okkur ferðir á veturna að hluta en ekki á sumrin. Það þarf ekkert að breytast hvað það varðar,“ svarar Pétur Ágústsson. Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Eigendur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs undirbúa nú kaup á helmingi stærri ferju frá Noregi, sem gæti leyst af núverandi skip síðar í sumar. Núverandi ferja hefur verið í áætlunarsiglingum milli Stykkishólms og Brjánslækjar undanfarin átta ár með viðkomu í Flatey en hún tekur 40 bíla í ferð. Hún er sjöunda skipið sem ber heitið Baldur en sá fyrsti hóf siglingar um Breiðafjörðinn fyrir 90 árum. Ferjan flutti í fyrra um 55 þúsund farþega og tólf þúsund bíla og nú er svo komið að hún annar ekki lengur flutningum. Pétur Ágústsson, skipstjóri á Baldri og framkvæmdastjóri Sæferða, segir að iðulega séu biðlistar og frá því snemma í maí hafi verið mikið að gera og skipið oft fullt. Og það er greinilegt að ferjan nýtur vaxandi ferðamannastraums því þar sem við vorum að mynda komu skipsins til Brjánslækjar virtist okkur stór hluti farþeganna vera erlendir ferðamenn á leið að skoða Vestfirði.Baldur að koma inn til Brjánslækjar á Barðaströnd.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Yfir vetrarmánuði eru flutningabílarnir áberandi og segir Pétur að vegna þeirra sé ferjan oft fullbókuð á veturna. Aukningin hafi verið meiri en menn hafi átt von á, ekki síst vegna erlendra ferðamanna. Margir hafa talið að eftir því sem vegirnir myndu batna um sunnanverða Vestfirði kæmi að því að ferjan yrði óþörf. En það virðist öðru nær. Bóndinn á Brjánslæk, Jóhann Pétur Ágústsson, sem jafnframt er hafnarvörður, telur að bættar vegasamgöngur, sérstaklega til norðurhluta Vestfjarða, muni jafnvel auka þörfina. Og nú er stefnt á stærra skip. Útgerð skipsins er í viðræðum um að kaupa helmingi stærri ferju frá Lófóten í Norður-Noregi sem tæki 60 bíla og vonast Pétur til að hún verði komin á Breiðafjörðinn í fyrri hluta ágústmánaðar. En þarf ríkissjóður að koma að kaupum á stærra skipi? „Nei, ekkert meira en er bara í dag. Ríkið kaupir af okkur ferðir á veturna að hluta en ekki á sumrin. Það þarf ekkert að breytast hvað það varðar,“ svarar Pétur Ágústsson.
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira