Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, ætlar að ráðast í framkvæmd hótelreksturs í miðbæ Reykjavíkur næsta vor en til stendur að reisa hótel í Hafnarstræti 17 og 19.
Skúli á fasteignafélagið Sjöstjarnan ehf. sem er í eigu Leitis eignarhaldsfélags. Skúli á alla hluti í félaginu en samkvæmt Viðskiptablaðinu á Sjöstjarnan fasteignir sem metnar eru á 3,5 milljarða. Fyrirhuguð hótel bygging er ekki þar með talin.
Þá er Skúli með fleiri járn í eldinum en meðal verkefna sem Skúli er með í gangi eru 25.000 tonna laxeldi og eldfjallasetur á Hvolsvelli, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag.
