Viðskipti innlent

Securitas og GuardTools í Svíþjóð í samstarf

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Forsvarsmenn Securitas og GuardTools undirrita samninginn.
Forsvarsmenn Securitas og GuardTools undirrita samninginn. Vísir/Securitas
Securitas á Íslandi hefur hafið samstarf við Sænska öryggisfyrirtækið GuardTools.

Í yfirlýsingu frá Securitas segir að samstarfið geri þeim kleyft að notast við alla tækni sem GuardTools hefur upp á að bjóða. Meðal þess er hugbúnaður sem öryggisverðir Securitas munu notast við til þess að skrá inn allt sem framkvæmt er á hverri vakt ásamt því að fá upplýsingar um það sem á að vinnast á vaktinni og á hvaða tíma á að vinna hvert verkefni.

Viðskiptavinurinn hefur aðgang að öllum þessum upplýsingum og getur fengið skýrslu senda til sín reglulega.


Samstarfið mun að sögn breyta öryggisgæslu á Íslandi til muna og er dýrmæt viðbót í öryggisgæslu viðskiptavina Securitas, sem munu fá markvissari og vel upplýsta þjónustu.

GuardTools er 10 ára gamalt sænskt öryggisfyrirtæki sem er frumkvöðull í þróun á lausnum fyrir öryggisfyrirtæki. Árið 2013 var fyrirtækið valið besta öryggisfyrirtæki í Svíþjóð.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×