Aflaheimildir verða auknar um 1.100 tonn vegna verkefnisins „efling sjávarbyggða.“ Aflaheimildirnar eru þegar 1.800 tonn.
Sex byggðalög taka þátt í verkefninu og eru þau skilgreind sem sjávarbyggðir í vanda. Byggðastofnun skilgreint fjórar sjávarbyggðir til viðbótar í bráðum vanda. Það eru Djúpavogur, Þingeyri, Hrísey og Breiðdalsvík.
„Það háttar víða þannig til á landsbyggðinni að afkoma fólks byggist að miklu leyti á því sem úr sjó er dregið og án útgerðar og vinnslu minnkar byggðafesta. Byggðastofnunarverkefnið er ný nálgun sem mér finnst spennandi að þróa áfram, aflaheimildum er ekki úthlutað til einstakra skipa eins og almenna reglan er, heldur sérstakra uppbyggingaverkefna.“segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra.
Ákvörðunin byggist á minnisblaði Sigurðar Inga sem unnið var að hans beiðni í síðasta mánuði. Minnisblaðið var unnið vegna fyrirhugaðra lokana á fiskvinnslum á Húsavík, Djúpavogi og Þingeyri. Sú aðgerð mun hafa neikvæð atvinnuáhrif á viðkomandi stöðum, sérstaklega Djúpavogi og Þingeyri.
Aflaheimildir til verkefnisins munu koma til ráðstöfunar á fiskveiðiárinu 2014/15 og grundvallast á heimild ráðherra í 10. gr. laga nr. 106/2006 um stjórn fiskveiða um ráðstöfun aflaheimilda til stuðnings byggðarlaga í samráði við Byggðastofnun.
Auknar aflaheimildir til sjávarbyggða í vanda
Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar

Mest lesið


Verðbólgan hjaðnar þvert á spár
Viðskipti innlent

Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna
Viðskipti innlent

„Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“
Viðskipti innlent

Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús
Viðskipti innlent

Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum
Viðskipti innlent

Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar
Viðskipti innlent

Óvænt en breytir þó ekki spám
Viðskipti innlent


Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind
Viðskipti innlent