Kröfu Icelandair og Isavia um álit EFTA hafnað

Wow kærði Isavia og Icelandair til Samkeppniseftirlitsins á síðasta ári. Wow þótti á sig hallað í úthlutun afgreiðslutíma er félagið ætlaði í samkeppni við Icelandair í flugi til Norður-Ameríku. Málinu var vísað frá héraðsdómi í maí en þeirri ákvörðun áfrýjað og úrskurðaði Hæstiréttur að það skyldi tekið fyrir á ný.
RÚV greinir frá því að kröfunni hafi verið hafnað í dag, en þar segir einnig að líklegt sé talið að ákvörðuninni verði áfrýjað.
Tengdar fréttir

Frávísunarúrskurður í máli Wow felldur úr gildi
Mál Wow air og Isavia, sem snýr að úthlutun afgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli, verður tekið aftur upp í héraðsdómi.

WOW Air þarf að hætta við Ameríkuflug
WOW Air er að öllu óbreyttu hætt við áætlunarflug til Norður-Ameríku. Forstjóri félagsins er harðorður í garð rekstaraðila Keflavíkurflugvallar.

Samkeppniseftirlitið úrskurðar WOW air í hag
Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim fyrirmælum til Isavia að tryggja WOW Air aðgang að samkeppnislega mikilvægum afgreiðslutíma fyrir flugvélar á Keflavíkurflugvelli. Isavia ber ábyrgð á rekstri flugvallarins. Þetta kom fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem birt var í dag.

Harma að Wow air sjái sér ekki fært að efna til samkeppni
Isavia sendir frá sér yfirlýsingu vegna málefna Wow air.

Sakar Isavia um að hygla Icelandair
Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, sakar rekstraraðila Keflavíkurflugvallar um að draga taum Icelandair í úthlutun á afgreiðslutímum. WOW gæti þurft að draga sig úr samkeppninni í Norður-Ameríkuflugi fái flugfélagið ekki afgreiðslutíma til jafns við Icelandair.

Geta ekki breytt afgreiðslutíma Wow Air á Keflavíkurflugvelli
Isavia segist ekki hafa valdheimildir til að hlýða ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að tryggja Wow Air sömu mikilvægu afgreiðslutíma og Icelandair.