Nær einvaldur sparisjóðsstjóri og áhættustýring í molum Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. apríl 2014 18:30 Frumkvæði og eftirlit stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík var í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins á árunum fyrir hrun og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær.Í 5. bindi skýrslu Alþingis um sparisjóðina er sérstök umfjöllun um Sparisjóðinn í Keflavík. Þar er vitnað í úttektir sem Fjármálaeftirlitið gerði á sparisjóðnum haustið 2008 og var það mat Fjármálaeftirlitsins að stjórn sparisjóðsins virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær. Áhættustýringu var mjög ábótavant hjá Sparisjóðnum í Keflavík sem var stýrt af Geirmundi Kristinssyni en hann starfaði hjá sjóðnum 44 ár. Formlegar reglur um framkvæmd áhættustýringar voru ekki settar hjá sjóðnum fyrr en í október 2008, í miðju bankahruni, en leitað var eftir aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa við gerð þeirra.Frumkvæði og eftirlit stjórnar í algjöru lágmarki Í skýrslu Alþingis er vitnað í áhættumatsgreiningu sem FME gerði á Sparisjóðnum í Keflavík á árinu 2007. Í greiningunni segir: „Frumkvæði og eftirlit stjórnar virðist vera í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra. Sérstaklega er þetta sýnilegt þegar óskað var eftir stefnu stjórnar um áhættustýringu, sem ekki er til. Viðmið um áhættustýringu eru því ekki fyrirliggjandi, en greint er frá því að þessi mörk séu til í ársreikningi (Sparisjóðsins í Keflavík) vegna ársins 2007. Er ársreikningurinn því villandi hvað þetta varðar.“ FME gerði alvarlegar athugasemdir um að upplýsingar sem fram kæmu í ársreikningi væru ekki réttar. Slík vinnubrögð væru til þess fallin að gefa rangar og villandi upplýsingar. Fram kemur í skýrslunni að sami einstaklingurinn hafi sinnt regluvörslu, áhættustýringu og útlánaeftirliti hjá sparisjóðnum og ekkert legið fyrir um hver væri staðgengill hans sem tæki við verkefnum hans þegar hann færi í frí. Í úttekt Fjármálaeftirlitsins var einnig fjallað um útlánaáhættu og voru gæði útlánasafnsins talin vafasöm.Betra að taka sparisjóðinn niður mun fyrr Sparisjóðurinn í Keflavík var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu eftir hrunið og síðar sameinaður Landsbankanum. Áætlað tjón íslenskra skattgreiðenda vegna gjaldþrots Sparisjóðsins í Keflavík er 25-26 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, sagði fyrir nefndinni að Sparisjóðurinn í Keflavík hefði fengið starfa of lengi. „Það hefði verið betra að horfast í augu við þetta fyrr og taka starfsemi sparisjóðsins niður mun fyrr hefðu menn haft upplýsingar um hversu illa hann var staddur,“ sagði Steingrímur m.a. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Frumkvæði og eftirlit stjórnar Sparisjóðsins í Keflavík var í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins á árunum fyrir hrun og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær.Í 5. bindi skýrslu Alþingis um sparisjóðina er sérstök umfjöllun um Sparisjóðinn í Keflavík. Þar er vitnað í úttektir sem Fjármálaeftirlitið gerði á sparisjóðnum haustið 2008 og var það mat Fjármálaeftirlitsins að stjórn sparisjóðsins virtist lítið sem ekkert fylgja eftir úttektum innri endurskoðunar sparisjóðsins og virtist jafnvel ekki hafa vitneskju um þær. Áhættustýringu var mjög ábótavant hjá Sparisjóðnum í Keflavík sem var stýrt af Geirmundi Kristinssyni en hann starfaði hjá sjóðnum 44 ár. Formlegar reglur um framkvæmd áhættustýringar voru ekki settar hjá sjóðnum fyrr en í október 2008, í miðju bankahruni, en leitað var eftir aðstoð utanaðkomandi ráðgjafa við gerð þeirra.Frumkvæði og eftirlit stjórnar í algjöru lágmarki Í skýrslu Alþingis er vitnað í áhættumatsgreiningu sem FME gerði á Sparisjóðnum í Keflavík á árinu 2007. Í greiningunni segir: „Frumkvæði og eftirlit stjórnar virðist vera í algjöru lágmarki og stjórnun sparisjóðsins að mestu í höndum sparisjóðsstjóra. Sérstaklega er þetta sýnilegt þegar óskað var eftir stefnu stjórnar um áhættustýringu, sem ekki er til. Viðmið um áhættustýringu eru því ekki fyrirliggjandi, en greint er frá því að þessi mörk séu til í ársreikningi (Sparisjóðsins í Keflavík) vegna ársins 2007. Er ársreikningurinn því villandi hvað þetta varðar.“ FME gerði alvarlegar athugasemdir um að upplýsingar sem fram kæmu í ársreikningi væru ekki réttar. Slík vinnubrögð væru til þess fallin að gefa rangar og villandi upplýsingar. Fram kemur í skýrslunni að sami einstaklingurinn hafi sinnt regluvörslu, áhættustýringu og útlánaeftirliti hjá sparisjóðnum og ekkert legið fyrir um hver væri staðgengill hans sem tæki við verkefnum hans þegar hann færi í frí. Í úttekt Fjármálaeftirlitsins var einnig fjallað um útlánaáhættu og voru gæði útlánasafnsins talin vafasöm.Betra að taka sparisjóðinn niður mun fyrr Sparisjóðurinn í Keflavík var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu eftir hrunið og síðar sameinaður Landsbankanum. Áætlað tjón íslenskra skattgreiðenda vegna gjaldþrots Sparisjóðsins í Keflavík er 25-26 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi fjármálaráðherra, sagði fyrir nefndinni að Sparisjóðurinn í Keflavík hefði fengið starfa of lengi. „Það hefði verið betra að horfast í augu við þetta fyrr og taka starfsemi sparisjóðsins niður mun fyrr hefðu menn haft upplýsingar um hversu illa hann var staddur,“ sagði Steingrímur m.a.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira