Auður 85 manna jafn mikill og eignir helmings mannkyns Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. janúar 2014 11:30 Frá Allahabad á Indlandi. Nordicphotos/AFP Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Í nýrri skýrslu frá hjálparsamtökunum Oxfam er skorað á auðkýfingana, sem koma saman á ráðstefnu í Davos í Sviss nú í vikunni, að gera sitt til þess að draga úr misskiptingu auðs í heiminum. Í skýrslunni kemur fram að 85 auðugustu menn heims eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns, alls 3,5 milljarðar manna. Margir af þessum 85 mönnum eru nú í vikunni á leiðinni til Davos til að taka þátt í hinni árlegu ráðstefnu um efnahagshorfur í heiminum. Í skýrslunni er meðal annars skorað á þátttakendur á samkomunni í Davos að hætta að koma sér hjá því að greiða skatta, hætta að nota auð sinn til að hafa áhrif á stjórnmálamenn, birta opinberlega allar fjárfestingar í fyrirtækjum sínum og sjóðum og skora á stjórnvöld að nota skatttekjur til að tryggja heilsugæslu, menntun og almannatryggingum fyrir alla íbúa lands síns. Fram kemur í skýrslunni að sjö af hverjum tíu jarðarbúum búa í landi þar sem efnahagsleg misskipting hefur aukist á síðustu þrjátíu árum. Bent er á að Alþjóðlega efnhagsráðið, sem heldur samkomurnar í Davos, hafi komist að þeirri niðurstöðu að sá gríðarlegi tekjumunur, sem farið hefur vaxandi í heiminum á síðustu árum, sé meðal þess sem helst ógnar lífsháttum jarðarbúa á næstu misserum.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf