Blessaður! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2014 06:00 „Bíddu, er bara öllum hleypt inn í Hörpu?“ sagði ég brosandi við tónleikagest í glæsibyggingunni við höfnina á dögunum. Sá hafði þegar fengið sér sæti og kom ég auga á hann þar sem ég klöngraðist yfir aðra gesti í leit að mínu eigin. „Uuu, já,“ svaraði maðurinn sem ég taldi mig aldeilis þekkja vel. Auðvitað kom á daginn að viðkomandi var alls ekki Steini Halldórs heldur einhver sláandi líkur honum. Maðurinn klórar sér eflaust enn í hausnum yfir því hver hafi kastað á hann kveðju. Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir. Stundum mætir maður einhverjum úti á götu sem maður kannast við en lítur ekki einu sinni upp. „Djöfull er hann merkilegur með sig,“ hef ég stundum hugsað en í seinni tíð hef ég velt fyrir mér öðrum möguleikum. Viðkomandi geti verið feiminn, utan við sig eða einfaldlega ómannglöggur. Hvað sem því líður legg ég mig fram um að heilsa fólki og þá helst með nafni. Mér líður vel að heyra nafn mitt og veit að það gildir um fleira fólk. Á hinn bóginn er sérstaklega pínlegt þegar maður rangnefnir fólk. Það gerði ég, einu sinni sem oftar, í brúðkaupi um árið þar sem ég reyndi svo að redda mér með því að nefna til sögunnar gælunafn mannsins. Kom á daginn að viðkomandi kunni sérstaklega illa við umrætt gælunafn. Stundum tekst manni samt að bjarga sér fyrir horn. Þannig gekk ég fram hjá Vesturbæjarlauginni um daginn og sá kunnuglegt andlit nálgast. „Blessaður, Davíð,“ sagði ég en sá strax eftir orðum mínum eftir því sem við nálguðumst. Vegfarandinn, sem ég þekkti minna en ekki neitt, horfði spurnaraugum á mig þar til ég endurtók, algjörlega ósjálfrátt og af meiri krafti en áður, „Blessaður!“ Manninum brá svo að hann gat ekki annað en kastað á mig kveðju og skildu svo leiðir okkar, tveggja stórra spurningarmerkja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun
„Bíddu, er bara öllum hleypt inn í Hörpu?“ sagði ég brosandi við tónleikagest í glæsibyggingunni við höfnina á dögunum. Sá hafði þegar fengið sér sæti og kom ég auga á hann þar sem ég klöngraðist yfir aðra gesti í leit að mínu eigin. „Uuu, já,“ svaraði maðurinn sem ég taldi mig aldeilis þekkja vel. Auðvitað kom á daginn að viðkomandi var alls ekki Steini Halldórs heldur einhver sláandi líkur honum. Maðurinn klórar sér eflaust enn í hausnum yfir því hver hafi kastað á hann kveðju. Ég hef aldrei kunnað að meta fólk sem heilsar ekki öðru fólki sem það þekkir. Stundum mætir maður einhverjum úti á götu sem maður kannast við en lítur ekki einu sinni upp. „Djöfull er hann merkilegur með sig,“ hef ég stundum hugsað en í seinni tíð hef ég velt fyrir mér öðrum möguleikum. Viðkomandi geti verið feiminn, utan við sig eða einfaldlega ómannglöggur. Hvað sem því líður legg ég mig fram um að heilsa fólki og þá helst með nafni. Mér líður vel að heyra nafn mitt og veit að það gildir um fleira fólk. Á hinn bóginn er sérstaklega pínlegt þegar maður rangnefnir fólk. Það gerði ég, einu sinni sem oftar, í brúðkaupi um árið þar sem ég reyndi svo að redda mér með því að nefna til sögunnar gælunafn mannsins. Kom á daginn að viðkomandi kunni sérstaklega illa við umrætt gælunafn. Stundum tekst manni samt að bjarga sér fyrir horn. Þannig gekk ég fram hjá Vesturbæjarlauginni um daginn og sá kunnuglegt andlit nálgast. „Blessaður, Davíð,“ sagði ég en sá strax eftir orðum mínum eftir því sem við nálguðumst. Vegfarandinn, sem ég þekkti minna en ekki neitt, horfði spurnaraugum á mig þar til ég endurtók, algjörlega ósjálfrátt og af meiri krafti en áður, „Blessaður!“ Manninum brá svo að hann gat ekki annað en kastað á mig kveðju og skildu svo leiðir okkar, tveggja stórra spurningarmerkja.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun