Hégómafulla móðirin Snærós Sindradóttir skrifar 5. júlí 2014 09:00 Móðurhlutverkið þykir óeigingjarnt og vanþakklátt starf. Það er þekkt stærð að mæður fá ekki frið á klósettinu og eftir að hafa alið upp stjúpbörnin tvö í tæplega þrjú ár hef ég fyrirgert rétti mínum til að læsa að mér í sturtu. Það var ótvíræður gæðastimpill á minni eigin mömmu þegar stjúpbróðir minn (fjölskyldumeðlimir mínir eru meira og minna ekkert skyld hver öðrum) sagði að mamma mín væri svo góð því hún hugsaði alltaf um okkur börnin fyrst. Þess vegna kom það mér á óvart þegar ég vaknaði, með vömbina út í loftið, og áttaði mig á því að það hégómafyllsta sem ég hef á ævi minni gert er að eiga von á frumburðinum. Ég sem hafði planað að vera í móður Teresu-hlutverkinu. Æðrulaus gagnvart því að „takast á við þetta nýja ábyrgðarfulla verkefni“. Ég ætlaði að segja spekingslega út í loftið „Ég vona bara að barnið verði heilbrigt og annað skiptir engu máli.“ Kjaftæði. Það sló saman í höfðinu á mér. Þegar ég var hálfnuð með meðgönguna kveikti ég allt í einu á því að ég væri ekki bara að eignast eitthvað barn út í bláinn. Ég væri að eignast barn með minni eigin genasamsetningu. Hugsið ykkur. Sama hvaða mótþróakast þetta barn mun taka þá á ég alltaf helminginn af svamlandi litningum þess. Ég myndi eigna mér fleiri ef ég bara gæti. Og upphófst þá hégómaleg upptalning á kostum mínum. Ég vona svo innilega að barnið erfi góða skapið mitt. Og djöfull vona ég að barnið fái varir í þykkara lagi. Það væri ekki verra ef barnið yrði hávaxið eins og mamma sín og fengi í vöggugjöf hæfileikann til að verða sólbrúnt. Barnið má gjarnan erfa gáfurnar sem skiluðu mér fluglæsri inn í grunnskólann. Og hæfileikinn til að taka ákvarðanir hratt og örugglega, það þarf að koma frá mér. Barnið má svo taka rýmisgreindina frá pabba sínum. Og almenn skynsemi erfist vonandi frá honum líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun
Móðurhlutverkið þykir óeigingjarnt og vanþakklátt starf. Það er þekkt stærð að mæður fá ekki frið á klósettinu og eftir að hafa alið upp stjúpbörnin tvö í tæplega þrjú ár hef ég fyrirgert rétti mínum til að læsa að mér í sturtu. Það var ótvíræður gæðastimpill á minni eigin mömmu þegar stjúpbróðir minn (fjölskyldumeðlimir mínir eru meira og minna ekkert skyld hver öðrum) sagði að mamma mín væri svo góð því hún hugsaði alltaf um okkur börnin fyrst. Þess vegna kom það mér á óvart þegar ég vaknaði, með vömbina út í loftið, og áttaði mig á því að það hégómafyllsta sem ég hef á ævi minni gert er að eiga von á frumburðinum. Ég sem hafði planað að vera í móður Teresu-hlutverkinu. Æðrulaus gagnvart því að „takast á við þetta nýja ábyrgðarfulla verkefni“. Ég ætlaði að segja spekingslega út í loftið „Ég vona bara að barnið verði heilbrigt og annað skiptir engu máli.“ Kjaftæði. Það sló saman í höfðinu á mér. Þegar ég var hálfnuð með meðgönguna kveikti ég allt í einu á því að ég væri ekki bara að eignast eitthvað barn út í bláinn. Ég væri að eignast barn með minni eigin genasamsetningu. Hugsið ykkur. Sama hvaða mótþróakast þetta barn mun taka þá á ég alltaf helminginn af svamlandi litningum þess. Ég myndi eigna mér fleiri ef ég bara gæti. Og upphófst þá hégómaleg upptalning á kostum mínum. Ég vona svo innilega að barnið erfi góða skapið mitt. Og djöfull vona ég að barnið fái varir í þykkara lagi. Það væri ekki verra ef barnið yrði hávaxið eins og mamma sín og fengi í vöggugjöf hæfileikann til að verða sólbrúnt. Barnið má gjarnan erfa gáfurnar sem skiluðu mér fluglæsri inn í grunnskólann. Og hæfileikinn til að taka ákvarðanir hratt og örugglega, það þarf að koma frá mér. Barnið má svo taka rýmisgreindina frá pabba sínum. Og almenn skynsemi erfist vonandi frá honum líka.