Jón Arnór Stefánsson og félagar í Zaragoza töpuðu í dag fyrir Gipuzkoa í spænska körfuboltanum. Lokatölur urðu 73-62, Gipuzkoa í vil.
Jón Arnór lék rúmar 30 mínútur fyrir Zaragoza og skoraði sjö stig.
Zaragoza situr í 7. sæti deildarinnar, en Gipuzkoa í því 10.
