Paradísarborgin Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. desember 2014 07:00 Það má alltaf deila um hvenær fólk er orðið fullorðið eða hvenær má kalla að það sé orðið ráðsett. Sumir telja sig í fullorðinna tölu á fermingardaginn, aðrir miða við bílpróf, lögráða aldur eða daginn sem þeir ganga inn í vínbúð án þess að horfa flóttalega í kringum sig. Stundum eru þeir kallaðir eilífðarunglingar, þessir sem vilja ekki fullorðnast. Þeir sem kalla þá eilífðarunglinga eru stundum kallaðir gamlar sálir. Þegar fólk eignast börn verður það óneitanlega að láta af ýmsum barnalegum siðum sjálft. Kannski má þá telja það fullorðið. En stundum er eins og það renni skyndilega upp fyrir okkur að við erum orðin fullorðin, kannski við einhverjar sérstakar aðstæður. Ég er ekki frá því að ég hafi upplifað þess konar uppljómun fyrir stuttu. Það að ég fylli fjóra tugi á næsta ári hafði ekkert með hana að gera. Þessu laust bara skyndilega niður í kollinn á mér. Á tíunda áratugnum var ég nefnilega hugfangin af rokkhljómsveit einni og öllum meðlimum hennar. Síðhærður söngvarinn átti hug minn og hjarta í nokkur ár, jafnvel eftir að hljómsveitin leystist upp og kenna mætti honum um hvernig fór. Æ síðan hef ég fengið sérstakan sting í magann þegar ég heyri lögin. Gítarsólóin gátu meira að segja komið fram tárum, ég segi það satt. Og nú var von á gítarleikara þessarar hljómsveitar til landsins þar sem hann myndi trylla lýðinn með fingralipurð sinni. Reyndar yrði hann sá eini úr þessari einstöku hljómsveit en með einvala lið með sér hafði ég heyrt. Þetta yrði magnað kvöld. Þegar þetta einstaka kvöld rann loks upp var ég vissulega á tónleikum. Tónarnir sem ómuðu í eyrunum komu meira að segja fram tárum við og við. Það voru þó ekki síðhærðir eilífðarunglingar við hliðina á mér, öskrandi um græna grasið í Paradísarborginni. Ég sat í brakandi baststól við hlið tengdamóður minnar í tilkomumiklum sal Hallgrímskirkju og hlustaði á aðventusöng Mótettukórsins. Þetta var magnað kvöld. Og þá rann það upp fyrir mér. Ég er orðin fullorðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Það má alltaf deila um hvenær fólk er orðið fullorðið eða hvenær má kalla að það sé orðið ráðsett. Sumir telja sig í fullorðinna tölu á fermingardaginn, aðrir miða við bílpróf, lögráða aldur eða daginn sem þeir ganga inn í vínbúð án þess að horfa flóttalega í kringum sig. Stundum eru þeir kallaðir eilífðarunglingar, þessir sem vilja ekki fullorðnast. Þeir sem kalla þá eilífðarunglinga eru stundum kallaðir gamlar sálir. Þegar fólk eignast börn verður það óneitanlega að láta af ýmsum barnalegum siðum sjálft. Kannski má þá telja það fullorðið. En stundum er eins og það renni skyndilega upp fyrir okkur að við erum orðin fullorðin, kannski við einhverjar sérstakar aðstæður. Ég er ekki frá því að ég hafi upplifað þess konar uppljómun fyrir stuttu. Það að ég fylli fjóra tugi á næsta ári hafði ekkert með hana að gera. Þessu laust bara skyndilega niður í kollinn á mér. Á tíunda áratugnum var ég nefnilega hugfangin af rokkhljómsveit einni og öllum meðlimum hennar. Síðhærður söngvarinn átti hug minn og hjarta í nokkur ár, jafnvel eftir að hljómsveitin leystist upp og kenna mætti honum um hvernig fór. Æ síðan hef ég fengið sérstakan sting í magann þegar ég heyri lögin. Gítarsólóin gátu meira að segja komið fram tárum, ég segi það satt. Og nú var von á gítarleikara þessarar hljómsveitar til landsins þar sem hann myndi trylla lýðinn með fingralipurð sinni. Reyndar yrði hann sá eini úr þessari einstöku hljómsveit en með einvala lið með sér hafði ég heyrt. Þetta yrði magnað kvöld. Þegar þetta einstaka kvöld rann loks upp var ég vissulega á tónleikum. Tónarnir sem ómuðu í eyrunum komu meira að segja fram tárum við og við. Það voru þó ekki síðhærðir eilífðarunglingar við hliðina á mér, öskrandi um græna grasið í Paradísarborginni. Ég sat í brakandi baststól við hlið tengdamóður minnar í tilkomumiklum sal Hallgrímskirkju og hlustaði á aðventusöng Mótettukórsins. Þetta var magnað kvöld. Og þá rann það upp fyrir mér. Ég er orðin fullorðin.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun