Vilja færa höfuðstöðvar Jivaro til Bretlands Haraldur Guðmundsson skrifar 10. desember 2014 07:00 Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og er með skrifstofur við Hlíðasmára í Kópavogi. Vísir/Ernir Eigendur Jivaro eiga nú í viðræðum við breska fjárfesta sem vilja kaupa um tíu til tuttugu prósenta hlut í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu fyrir um 250 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins krefjast bresku fjárfestarnir þess að höfuðstöðvar Jivaro verði fluttar til Bretlands en þróunarstarf fyrirtækisins yrði áfram hér á landi. Jivaro þróar nú samfélagsmiðil og hugbúnað fyrir þá sem spila póker á netinu. Hugbúnaðinum er ætlað að aðstoða notendur við að spila betur og greina andstæðingana, samkvæmt upplýsingum af vefsíðu fyrirtækisins. Samkvæmt ársreikningi Jivaro árið 2012 voru hluthafar fjörutíu talsins. Félagið Alterego Studios ehf. átti þá stærstan hlut eða tæp 57 prósent. Stefán Álfsson, framkvæmdastjóri Jivaro, vildi ekki tjá sig um hugsanlega aðkomu bresku fjárfestanna að fyrirtækinu eða hvort til stæði að færa höfuðstöðvarnar úr landi. Hann segir fyrirtækið hafa leitað eftir áhugasömum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, og bendir á vankanta í rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja hér á landi. „Stuðningur við sprotafyrirtæki hér heima mætti vera meiri, bæði við fyrirtækin sjálf sem og þá sem vilja fjárfesta í þeim. Sérstaklega er það augljóst þegar maður skoðar þetta í öðrum löndum hvort sem það er í Norður-Ameríku, Bretlandi eða annars staðar á Norðurlöndum. Í Bandaríkjunum eru bæði skattaívilnanir fyrir fjárfesta og beinir styrkir fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Í Bretlandi geta nýsköpunarfyrirtæki til að mynda gengið að því vísu að fá styrki frá hinu opinbera sem ekki er hægt að fá hér,“ segir Stefán. Um tuttugu manns starfa að hans sögn hjá fyrirtækinu. Helmingur starfsliðsins vann áður hjá CCP og Stefán segir fyrirtækið búa að mikilli reynslu „þungavigtarmanna“ úr hugbúnaðargeiranum. „Við reiknum með að næsta ár verði vaxtaárið okkar en á sama tíma fáum við ekki þá styrki sem við sækjum um hér heima og ég tel ástæðuna tengjast því að við störfum með þeim sem spila póker á netinu. Við komum því oft að lokuðum dyrum, sem má yfirleitt rekja til vanþekkingar, en póker er ekki fjárhættuspil heldur viðurkennd hugaríþrótt líkt og skák eða bridds,“ segir Stefán. Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Eigendur Jivaro eiga nú í viðræðum við breska fjárfesta sem vilja kaupa um tíu til tuttugu prósenta hlut í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu fyrir um 250 milljónir króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins krefjast bresku fjárfestarnir þess að höfuðstöðvar Jivaro verði fluttar til Bretlands en þróunarstarf fyrirtækisins yrði áfram hér á landi. Jivaro þróar nú samfélagsmiðil og hugbúnað fyrir þá sem spila póker á netinu. Hugbúnaðinum er ætlað að aðstoða notendur við að spila betur og greina andstæðingana, samkvæmt upplýsingum af vefsíðu fyrirtækisins. Samkvæmt ársreikningi Jivaro árið 2012 voru hluthafar fjörutíu talsins. Félagið Alterego Studios ehf. átti þá stærstan hlut eða tæp 57 prósent. Stefán Álfsson, framkvæmdastjóri Jivaro, vildi ekki tjá sig um hugsanlega aðkomu bresku fjárfestanna að fyrirtækinu eða hvort til stæði að færa höfuðstöðvarnar úr landi. Hann segir fyrirtækið hafa leitað eftir áhugasömum fjárfestum, bæði hér heima og erlendis, og bendir á vankanta í rekstrarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja hér á landi. „Stuðningur við sprotafyrirtæki hér heima mætti vera meiri, bæði við fyrirtækin sjálf sem og þá sem vilja fjárfesta í þeim. Sérstaklega er það augljóst þegar maður skoðar þetta í öðrum löndum hvort sem það er í Norður-Ameríku, Bretlandi eða annars staðar á Norðurlöndum. Í Bandaríkjunum eru bæði skattaívilnanir fyrir fjárfesta og beinir styrkir fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Í Bretlandi geta nýsköpunarfyrirtæki til að mynda gengið að því vísu að fá styrki frá hinu opinbera sem ekki er hægt að fá hér,“ segir Stefán. Um tuttugu manns starfa að hans sögn hjá fyrirtækinu. Helmingur starfsliðsins vann áður hjá CCP og Stefán segir fyrirtækið búa að mikilli reynslu „þungavigtarmanna“ úr hugbúnaðargeiranum. „Við reiknum með að næsta ár verði vaxtaárið okkar en á sama tíma fáum við ekki þá styrki sem við sækjum um hér heima og ég tel ástæðuna tengjast því að við störfum með þeim sem spila póker á netinu. Við komum því oft að lokuðum dyrum, sem má yfirleitt rekja til vanþekkingar, en póker er ekki fjárhættuspil heldur viðurkennd hugaríþrótt líkt og skák eða bridds,“ segir Stefán.
Mest lesið Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent