Gamaldags pólitík Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 8. desember 2014 09:00 Lekamálinu svokallaða er næstum lokið. Opinberu valdi var misbeitt til að brjóta á einstaklingum og flestir þeirra sem tengdust málinu, beint eða óbeint, hafa þurft að axla ábyrgð, bæði pólitískt og með dómi. Reyndar er ekki útséð með hvort einhverjir embættismenn verða einnig dregnir ofan í díkið en tíminn mun leiða það í ljós. En það er því miður sorglega einfeldningslegt að halda að slíkt muni ekki koma fyrir aftur. Það sem gerði lekamálið sérstakt var að tjón einstaklinganna sem urðu fyrir lekanum var svo bersýnilegt og augljóst. Mun algengara er hins vegar að opinbert vald sé misnotað þannig að einhver hafi af því hagnað; fjárhagslegan, efnislegan eða pólitískan. Framtíðartjón þeirra sem verða fyrir barðinu á slíkri misbeitingu; missa af stöðu, embætti, verkefni og svo framvegis, er hins vegar yfirleitt óljóst og illmælanlegt. Lekamálið mun ef til vill ekki gerast með sama hætti og á sama skala í nánustu framtíð, en slík misbeiting opinbers valds er því miður algeng og líklegast mun algengari en við höldum. Þannig var það einmitt síðasta verk forsætisráðherra sem dómsmálaráðherra að setja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra, um að sveitarfélagið Hornafjörður skuli teljast til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Sigmundur færði þannig lögregluna á Höfn úr Suðurkjördæmi í Norðausturkjördæmi – sitt kjördæmi. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sagði ráðstöfunina lykta af „gamaldags hreppapólitík“ í fréttum Stöðvar tvö um helgina. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, í samtali við Fréttablaðið. Þeir sem hafa tjáð sig um málið segja mikla vinnu standa að baki ákvörðuninni að hafa lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi. Undirbúningur hefur staðið yfir frá sumri og flutningurinn var til kominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Vegna þessa var búið að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. Nýr innanríkisráðherra hyggst skoða málið og taka í kjölfarið sjálfstæða ákvörðun um hvort afturkalla eigi reglugerð Sigmundar. Misbeiting opinbers valds getur þannig einfaldlega birst í því að ákvarðanir eru teknar án þess að að baki þeim standi fagleg vinna sérfræðinga og frekar að hvatar þeirra séu pólitískir, stjórnmálamönnum til hagsbóta. Þannig fá þeir sem eru inn undir hjá stjórnmálamönnum sínu framgengt, aðrir ekki. Málið er ekki þannig vaxið að allt fari á hliðina eins og gerðist í lekamálinu. Enginn mun hljóta af því persónulegan skaða. Hins vegar kristallast í því pólitík sem árið 2014 á ekki að sjást. Hreppapólitík er réttnefni. Stjórnmálamenn eru kjörnir í sínum kjördæmum og ekkert er að því að þeir reyni að beita sér fyrir því að þeirra sveitir njóti sanngirnis og ekki sé á þær hallað. Ráðherrar hafa hins vegar í gegnum tíðina beitt sér miskunnar- og grímulaust fyrir sérhagsmunum kjördæma sinna með sama hætti og forsætisráðherra gerði í sæti dómsmálaráðherra. Það er gamaldags pólitík sem á ekki að sjást og ef lekamálið á að hafa kennt okkur eitthvað þá er það það að misbeiting opinbers valds til hagsbóta fyrir ráðherra er ólíðanleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Tengdar fréttir „Hreppapólitík“ forsætisráðherra í lögreglumálum Sveitarstjórnarmenn og þingmenn á Suðurlandi mjög óhressir með ákvörðun Sigmundar Davíðs. 6. desember 2014 13:20 Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30 "Óskiljanleg ákvörðun" Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra og kom sú ákvörðun mörgum illa að óvörum. 6. desember 2014 19:15 Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun
Lekamálinu svokallaða er næstum lokið. Opinberu valdi var misbeitt til að brjóta á einstaklingum og flestir þeirra sem tengdust málinu, beint eða óbeint, hafa þurft að axla ábyrgð, bæði pólitískt og með dómi. Reyndar er ekki útséð með hvort einhverjir embættismenn verða einnig dregnir ofan í díkið en tíminn mun leiða það í ljós. En það er því miður sorglega einfeldningslegt að halda að slíkt muni ekki koma fyrir aftur. Það sem gerði lekamálið sérstakt var að tjón einstaklinganna sem urðu fyrir lekanum var svo bersýnilegt og augljóst. Mun algengara er hins vegar að opinbert vald sé misnotað þannig að einhver hafi af því hagnað; fjárhagslegan, efnislegan eða pólitískan. Framtíðartjón þeirra sem verða fyrir barðinu á slíkri misbeitingu; missa af stöðu, embætti, verkefni og svo framvegis, er hins vegar yfirleitt óljóst og illmælanlegt. Lekamálið mun ef til vill ekki gerast með sama hætti og á sama skala í nánustu framtíð, en slík misbeiting opinbers valds er því miður algeng og líklegast mun algengari en við höldum. Þannig var það einmitt síðasta verk forsætisráðherra sem dómsmálaráðherra að setja reglugerð um lögregluumdæmi lögreglustjóra, um að sveitarfélagið Hornafjörður skuli teljast til umdæmis lögreglustjórans á Austurlandi. Sigmundur færði þannig lögregluna á Höfn úr Suðurkjördæmi í Norðausturkjördæmi – sitt kjördæmi. Formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sagði ráðstöfunina lykta af „gamaldags hreppapólitík“ í fréttum Stöðvar tvö um helgina. „Þetta er ákvörðun sem gengur gegn allri vinnu sem unnin hefur verið, hann þarf að útskýra hana,“ sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar Alþingis, í samtali við Fréttablaðið. Þeir sem hafa tjáð sig um málið segja mikla vinnu standa að baki ákvörðuninni að hafa lögregluna á Höfn í Suðurkjördæmi. Undirbúningur hefur staðið yfir frá sumri og flutningurinn var til kominn vegna frumkvæðis frá innanríkisráðuneytinu. Vegna þessa var búið að fastsetja vaktir lögreglu og hjúkrunarfólks, lögreglustjóri Suðurlands heimsótti bæjarstjórn í haust og ræddi fyrirkomulagið, skipurit, almannavarnir og fleira varðandi löggæsluna. Nýr innanríkisráðherra hyggst skoða málið og taka í kjölfarið sjálfstæða ákvörðun um hvort afturkalla eigi reglugerð Sigmundar. Misbeiting opinbers valds getur þannig einfaldlega birst í því að ákvarðanir eru teknar án þess að að baki þeim standi fagleg vinna sérfræðinga og frekar að hvatar þeirra séu pólitískir, stjórnmálamönnum til hagsbóta. Þannig fá þeir sem eru inn undir hjá stjórnmálamönnum sínu framgengt, aðrir ekki. Málið er ekki þannig vaxið að allt fari á hliðina eins og gerðist í lekamálinu. Enginn mun hljóta af því persónulegan skaða. Hins vegar kristallast í því pólitík sem árið 2014 á ekki að sjást. Hreppapólitík er réttnefni. Stjórnmálamenn eru kjörnir í sínum kjördæmum og ekkert er að því að þeir reyni að beita sér fyrir því að þeirra sveitir njóti sanngirnis og ekki sé á þær hallað. Ráðherrar hafa hins vegar í gegnum tíðina beitt sér miskunnar- og grímulaust fyrir sérhagsmunum kjördæma sinna með sama hætti og forsætisráðherra gerði í sæti dómsmálaráðherra. Það er gamaldags pólitík sem á ekki að sjást og ef lekamálið á að hafa kennt okkur eitthvað þá er það það að misbeiting opinbers valds til hagsbóta fyrir ráðherra er ólíðanleg.
„Hreppapólitík“ forsætisráðherra í lögreglumálum Sveitarstjórnarmenn og þingmenn á Suðurlandi mjög óhressir með ákvörðun Sigmundar Davíðs. 6. desember 2014 13:20
Hornfirðingar æfir yfir lokaverki Sigmundar sem dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ákvað á síðasta degi sínum sem dómsmálaráðherra að lögregluembættið á Höfn skyldi vera áfram í hans eigin kjördæmi en ekki í Suðurkjördæmi. Bæjarstjórinn á Höfn trúir ekki eigin augum. 6. desember 2014 06:30
"Óskiljanleg ákvörðun" Ákvörðun um að lögregluembættið á Höfn í Hornafirði verði áfram undir lögreglustjóranum á Austurlandi var tekin á síðasta degi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem dómsmálaráðherra og kom sú ákvörðun mörgum illa að óvörum. 6. desember 2014 19:15
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun