Tekur yfir eignir Leigufélags Íslands Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. nóvember 2014 07:00 Nýr framkvæmdastjóri Almenna Leigufélagsins. María Björk Einarsdóttir hefur tekið við stjórn Almenna leigufélagsins. Hún er með B.Sc.-gráðu í rekstrarhagfræði frá HR og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Fréttablaðið/Valli Með áherslu á langtímaleigu, aukna þjónustu og möguleika á að færa sig til innan leigufélagsins kveðst Almenna leigufélagið brjóta blað á leigumarkaði. Í dag kynnir félagið að það hafi tekið við leiguumsýslu íbúða sem áður voru í umsjón Leigufélags Íslands. Bæði félög eru í eigu sjóða sem Gamma rekur. „Núna erum við með tæplega 400 íbúðir í rekstri, en félagið sér um umsýslu leiguíbúða sem eru í eigu ýmissa fjárfesta,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Með því að taka yfir íbúðir Leigufélags Íslands megi segja að félagið komi hlaupandi inn á leigumarkaðinn. „Það verða hins vegar engar breytingar á högum fólks sem þar leigði, aðrar en að þjónustan eykst.“ Tilganginn segir hún meðal annars vera að koma á aukinni formfestu á leigumarkaði. sem í dag einkennist oft af óöryggi, brotum á réttindum leigjenda, ósveigjanleika og skammtímaleigu. „Það eru í gildi margvísleg lög og reglur til að vernda hagsmuni bæði leigusala og leigutaka og við ætlum að vera í fararbroddi við að framfylgja þeim.“ Félagið sé þjónustufyrirtæki sem keppi á almennum markaði og þar séu ánægðir viðskiptavinir grundvallaratriði. Nálgun félagsins segir María Björk hins vegar alveg nýja hér á landi. „Við bjóðum upp á leigusamninga til allt að þriggja ára í senn,“ segir hún, en sterk krafa hafi verið um slíkt. „Til dæmis frá fjölskyldufólki sem ekki vill hrekjast milli hverfa.“ Þá bjóði félagið upp á meiri þjónustu við leigjendur en alla jafna hafi tíðkast hér. Samstarf sé við Securitas um símsvörun allan sólarhringinn. Komi upp neyðartilvik á borð við vatnsleka eða hvað eina annað sé alltaf einhver til að bregðast við. „Þriðja áherslan hjá okkur er svo aukinn sveigjanleiki,“ bætir hún við. Þurfi fólk að stækka eða minnka við sig geti það óskað eftir nýrri íbúð sem henti betur. Leiguverðið eigi svo að vera samkeppnishæft þegar horft sé til alls þess kostnaðar sem fylgi því að eiga fasteign. „Þetta á að vera sambærilegur kostur,“ segir María Björk, en leigan fylgir líka markaðsverði á hverju svæði. Íbúðakostur félagsins nái nú yfir allt höfuðborgarsvæðið, allt frá 101 og yfir í Hafnarfjörð. „Þetta er mjög dreift og við erum núna að bæta við okkur íbúðum bæði í Úlfarsárdal og Breiðholti. Við viljum geta mætt þörfum allra,“ segir hún. Tengdar fréttir Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Með áherslu á langtímaleigu, aukna þjónustu og möguleika á að færa sig til innan leigufélagsins kveðst Almenna leigufélagið brjóta blað á leigumarkaði. Í dag kynnir félagið að það hafi tekið við leiguumsýslu íbúða sem áður voru í umsjón Leigufélags Íslands. Bæði félög eru í eigu sjóða sem Gamma rekur. „Núna erum við með tæplega 400 íbúðir í rekstri, en félagið sér um umsýslu leiguíbúða sem eru í eigu ýmissa fjárfesta,“ segir María Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Almenna leigufélagsins. Með því að taka yfir íbúðir Leigufélags Íslands megi segja að félagið komi hlaupandi inn á leigumarkaðinn. „Það verða hins vegar engar breytingar á högum fólks sem þar leigði, aðrar en að þjónustan eykst.“ Tilganginn segir hún meðal annars vera að koma á aukinni formfestu á leigumarkaði. sem í dag einkennist oft af óöryggi, brotum á réttindum leigjenda, ósveigjanleika og skammtímaleigu. „Það eru í gildi margvísleg lög og reglur til að vernda hagsmuni bæði leigusala og leigutaka og við ætlum að vera í fararbroddi við að framfylgja þeim.“ Félagið sé þjónustufyrirtæki sem keppi á almennum markaði og þar séu ánægðir viðskiptavinir grundvallaratriði. Nálgun félagsins segir María Björk hins vegar alveg nýja hér á landi. „Við bjóðum upp á leigusamninga til allt að þriggja ára í senn,“ segir hún, en sterk krafa hafi verið um slíkt. „Til dæmis frá fjölskyldufólki sem ekki vill hrekjast milli hverfa.“ Þá bjóði félagið upp á meiri þjónustu við leigjendur en alla jafna hafi tíðkast hér. Samstarf sé við Securitas um símsvörun allan sólarhringinn. Komi upp neyðartilvik á borð við vatnsleka eða hvað eina annað sé alltaf einhver til að bregðast við. „Þriðja áherslan hjá okkur er svo aukinn sveigjanleiki,“ bætir hún við. Þurfi fólk að stækka eða minnka við sig geti það óskað eftir nýrri íbúð sem henti betur. Leiguverðið eigi svo að vera samkeppnishæft þegar horft sé til alls þess kostnaðar sem fylgi því að eiga fasteign. „Þetta á að vera sambærilegur kostur,“ segir María Björk, en leigan fylgir líka markaðsverði á hverju svæði. Íbúðakostur félagsins nái nú yfir allt höfuðborgarsvæðið, allt frá 101 og yfir í Hafnarfjörð. „Þetta er mjög dreift og við erum núna að bæta við okkur íbúðum bæði í Úlfarsárdal og Breiðholti. Við viljum geta mætt þörfum allra,“ segir hún.
Tengdar fréttir Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00 Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Markaðurinn: Tvö þúsund störf hjá fimm stærstu útgerðunum Hagnaður fimm kvótahæstu útgerðanna á Íslandi nam fimmtán milljörðum króna á síðasta ári. Lesið meira um stöðu kvótahæstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins í Markaðinum. 19. nóvember 2014 06:00