Telja koma til geina að kaupa gögn um fólk í skattaskjólum Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifa 29. september 2014 06:00 Lúxemborg er það skattaskjól sem flest mál Íslendinga virðast fara í gegnum.nordicphotos/afp NORDICPHOTOS/GETTY „Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“ Alþingi Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Það kemur vel til álita að mínu mati, að undangenginni áreiðanleikakönnun, að kaupa lista með nöfnum einstaklinga sem tengjast skattaskjólum. Ég er mikill talsmaður þess að uppræta skattsvik. Stundum verður maður að kosta einhverju til, til þess að ná meira fjármagni í ríkiskassann,“ segir Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis. Skattrannsóknarstjóra hefur verið boðið að kaupa lista með nöfnum hundraða einstaklinga sem eiga eignir í skattaskjólum erlendis. Við yfirferð á sýnishornum gagnanna sem Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðin til kaups sá embættið vísbendingar um skattaundanskot. Greinargerð Skattrannsóknarstjóra um gögnin er nú til skoðunar hjá fjármálaráðuneytinu. Skattrannsóknarstjóri, Bryndís Kristjánsdóttir, hefur greint frá því að yfirleitt sé ekki vitað hverjir seljendur slíkra gagna eru. Jafnframt að viðræður við seljendur hafi ekki komist á það stig að verð hafi komið til tals. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að menn ættu að kynna sér reynslu Þjóðverja af því að kaupa slík gögn. Hann segir að menn eigi að skoða það að setja upp sérstakt hvatakerfi. „Við ættum að hvetja fólk sem á fé í skattaskjólum til að gefa sig sjálfviljugt fram. Það væri hægt að gefa þessu fólki sex mánuði til þess að gera upp sín mál og greiða skatta af því fé sem það hefur skotið undan. Á móti fengju þeir sem gefa sig fram verulegan afslátt af sektum vegna skattaundanskota en þær geta verið himinháar,“ segir Frosti. Í frétt á vef tímaritsins Spiegel frá því í desember 2012 segir að á sex ára tímabili, frá 2006 til 2012, hafi þýsk yfirvöld greitt 20 milljónir evra fyrir gögn um viðskiptavini banka í skattaskjólum. Ávinningurinn hafi verið tvö þúsund milljónir evra. „Það er siðferðilegt álitamál hvort ríkisvaldið eigi að verðlauna þjófnað á móti því að menn séu að svíkja undan skatti.“ Þetta segir Pétur Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, um möguleg kaup á gögnum með nöfnum hundraða einstaklinga sem tengjast skattaskjólum sem erlendir aðilar hafa boðið Skattrannsóknarstjóra til kaups. Pétur Blöndal segir að í Þýskalandi hafi menn tekið upp það kerfi að menn gætu kært sjálfa sig, eins og hann orðar það, og við það sloppið við aðrar refsingar en sektir.“ Heit umræða var í Þýskalandi um siðferði þess að kaupa gögn sem væru stolin, að því er Pétur greinir frá. „Væntanlega eru þessi gögn sem Skattrannsóknarstjóra eru boðin til kaups stolin, annars væri ekki þessi mikla leynd yfir þessu öllu. Ég er á móti þjófnaði en ég er líka á móti skattsvikum. Þarna rekast á margar siðferðilegar spurningar, annars vegar um siðferði þess að kaupa af þjófum og hins vegar siðferði þess að brjóta skattalög. Þetta er mjög viðkvæm umræða og margt sem blandast inn í hana.“ Pétur telur víst að gögnin verði ekki seld á það háu verði að það borgi sig ekki fyrir stjórnvöld að kaupa þau. „En ég geri ráð fyrir að fjármálaráðuneytið skoði ekki bara tekjur og gjöld þegar mögulegur ávinningur af kaupunum er skoðaður.“ Pétur tekur það fram að skattsvik séu skaðleg því að þau skekki samkeppnisstöðu. „Sumir segja hins vegar að þau séu vörn einstaklingsins gegn ofríki ríkisvaldsins. Það er líka ósiðlegt ef skattlagning er of mikil. Það eru margar áhugaverðar spurningar sem vakna við þessa umræðu.“
Alþingi Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira