Forvarnasplatter Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. ágúst 2014 08:27 Fyrir rúmlega ári sat ég einn heima hjá mér að gera ekki neitt þegar ég tók þá ákvörðun að nú væri komið að því. Ég hafði slegið þessu á frest þar sem ég taldi mig ekki nægilega andlega undirbúinn. En nú skyldi ég reyna að finna ljósmynd af einhverjum sem hafði lent undir valtara. Google var vinur minn og innan nokkurra mínútna var ég kominn inn á vafasama vefsíðu sem virtist geta svalað forvitni minni. Ég fann myndir af manni sem hafði að vísu bara lent með annan handlegginn undir valtara en myndirnar voru eins og við var að búast. Handleggurinn var flatur, eiginlega meira eins og vængur, og svo lak eitthvert sull meðfram hliðunum. Þvílíkur hryllingur! Þetta var miklu fyndnara í teiknimyndunum. En ég hætti ekki þarna. Næstu tvær klukkustundirnar horfði ég á eina óhuggulegustu myndbandasyrpu sem nokkur hefur horft á. Ég ætla að hlífa ykkur við smáatriðunum svo þið missið nú ekki morgunmatarlystina en flest myndböndin enduðu á því að einhver varð að klessu. Það má færa rök fyrir því að þessi áhugi minn á sundurtættum mannslíkömum sé ástæða til þess að leita sér hjálpar fagfólks. Ég lít þó eilítið öðrum augum á þetta. Þetta eru forvarnir. Á hverjum degi hugsa ég um eitthvað af myndböndunum. Ég keyri hægar og mér dettur ekki í hug að labba fram hjá stillönsum. Ég er dauðhræddur við skotvopn og ég lít að minnsta kosti þrisvar til beggja hliða þegar ég geng yfir götu. Ég er hættur að treysta umhverfinu því að það er hreinlega stórhættulegt. Sá eini sem heldur mér á lífi er ég sjálfur. Daglegt líf mitt er orðið eins og síðasta borðið í erfiðum tölvuleik. Hlutir detta og þjóta, velta og springa. Og mannslíkaminn er svo viðkvæmur. Það má svo lítið út af bera og þá er maður orðinn að klessu. Dauðri klessu. Game over. Ekki ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun
Fyrir rúmlega ári sat ég einn heima hjá mér að gera ekki neitt þegar ég tók þá ákvörðun að nú væri komið að því. Ég hafði slegið þessu á frest þar sem ég taldi mig ekki nægilega andlega undirbúinn. En nú skyldi ég reyna að finna ljósmynd af einhverjum sem hafði lent undir valtara. Google var vinur minn og innan nokkurra mínútna var ég kominn inn á vafasama vefsíðu sem virtist geta svalað forvitni minni. Ég fann myndir af manni sem hafði að vísu bara lent með annan handlegginn undir valtara en myndirnar voru eins og við var að búast. Handleggurinn var flatur, eiginlega meira eins og vængur, og svo lak eitthvert sull meðfram hliðunum. Þvílíkur hryllingur! Þetta var miklu fyndnara í teiknimyndunum. En ég hætti ekki þarna. Næstu tvær klukkustundirnar horfði ég á eina óhuggulegustu myndbandasyrpu sem nokkur hefur horft á. Ég ætla að hlífa ykkur við smáatriðunum svo þið missið nú ekki morgunmatarlystina en flest myndböndin enduðu á því að einhver varð að klessu. Það má færa rök fyrir því að þessi áhugi minn á sundurtættum mannslíkömum sé ástæða til þess að leita sér hjálpar fagfólks. Ég lít þó eilítið öðrum augum á þetta. Þetta eru forvarnir. Á hverjum degi hugsa ég um eitthvað af myndböndunum. Ég keyri hægar og mér dettur ekki í hug að labba fram hjá stillönsum. Ég er dauðhræddur við skotvopn og ég lít að minnsta kosti þrisvar til beggja hliða þegar ég geng yfir götu. Ég er hættur að treysta umhverfinu því að það er hreinlega stórhættulegt. Sá eini sem heldur mér á lífi er ég sjálfur. Daglegt líf mitt er orðið eins og síðasta borðið í erfiðum tölvuleik. Hlutir detta og þjóta, velta og springa. Og mannslíkaminn er svo viðkvæmur. Það má svo lítið út af bera og þá er maður orðinn að klessu. Dauðri klessu. Game over. Ekki ég.