Ætlar að smíða fljótandi vatnsverksmiðju Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Skipið yrði á stærð við stórt skemmtiferðaskip, um 105 þúsund tonn, 50 metra breitt og 217 metra langt. Skipatækni í Reykjavík hefur séð um hönnun skipsins. Mynd/IcelandicWaterLine Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“ Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“
Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur