Ætlar að smíða fljótandi vatnsverksmiðju Haraldur Guðmundsson skrifar 2. júlí 2014 07:00 Skipið yrði á stærð við stórt skemmtiferðaskip, um 105 þúsund tonn, 50 metra breitt og 217 metra langt. Skipatækni í Reykjavík hefur séð um hönnun skipsins. Mynd/IcelandicWaterLine Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“ Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fyrirtækið Icelandic Water Line ætlar að smíða 105 þúsund tonna vatnsverksmiðjuskip og hefja útflutning á íslensku vatni. „Við erum að vinna úr ákveðnum tilboðum sem borist hafa bæði hvað varðar fjármögnun verkefnisins og smíði skipsins,“ segir Kjartan Ragnarsson, stjórnarmaður og annar tveggja stofnenda Icelandic Water Line. Kjartan og Ómar Már Jónsson, stjórnarformaður fyrirtækisins og fyrrverandi sveitarstjóri í Súðavík, stofnuðu Icelandic Water Line árið 2009. Þeir hafa tryggt sér vatn af Snæfellsnesi til framleiðslunnar. Skipið á að geta flutt um 75 milljónir lítra í einni ferð og stefnt er að sjósetningu innan fjögurra ára. Vatninu verður tappað á flöskur um borð og flutt á markaði erlendis. Einnig verður þar plastverksmiðja sem mun framleiða flöskurnar, tappa og aðrar umbúðir. Kjartan segist ekki geta gefið upp heildarkostnað verkefnisins en segir fyrirtækið eiga í viðræðum um kostnað við smíði skipsins. „Við erum búin að ráða mjög öflugt fyrirtæki í Bandaríkjunum sem mun sjá um markaðssetningu á okkar vöru,“ segir Kjartan. Framleiðsla skipsins yrði að hans sögn seld undir merkjum Icelandic Water Line og annarra vatnsdreifingaraðila. Skipið gæti að sögn Kjartans lækkað framleiðslu- og flutningskostnað verulega. Hann fullyrðir einnig að ekkert skip geti nýtt afgangsorku betur. „Skipið mun nýta alla afgangsorku til framleiðslunnar í formi varmaorku frá aflvélum þess. Um borð verða fjölmargar framleiðslulínur sem taka mikla orku og þess vegna hefur skipið möguleika á að nýta þessa orku sem er ekki nýtt í öðrum skipum nema að litlu leyti,“ segir Kjartan. Hann gerir ráð fyrir að fyrirtækið verði skráð í Kauphöllina, Nasdaq OMX Iceland, þremur árum eftir sjósetningu. Kjartan kynnti verkefnið á lokuðum fundi fagfjárfesta og nýsköpunarfyrirtækja sem Kauphöllin hélt í Hörpu í maí. „Fundurinn var mjög vel heppnaður. Þar kynntum við okkar áform sem við munum kynna íslensku þjóðinni á næstu mánuðum.“
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira