Lúxusvöruverslun opnar á Laugavegi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. júní 2014 10:00 Húsnæðið að Laugavegi 77 er að lifna við með innkomu margra nýrra þjónustufyrirtækja í húsið. Vísir/Daníel Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira