Lúxusvöruverslun opnar á Laugavegi Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. júní 2014 10:00 Húsnæðið að Laugavegi 77 er að lifna við með innkomu margra nýrra þjónustufyrirtækja í húsið. Vísir/Daníel Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Galleria Reykjavík, ný sérvöruverslun (e. department store) var opnuð um helgina á Laugavegi 77. „Við erum með nokkuð nýja heildarhugmynd, í anda Harrods og Selfridges en þó í smærra sniði. Þetta er nokkurs konar lífsstílsverslun með lúxusvarningi í bland við íslenskar vörur og smávöru,“ segir Jacobina Joensen, verslunarstjóri Galleria. Jacobina segir verslunina vilja bjóða upp á úrval í mismunandi verð- og gæðaflokki. Merkin sem verslunin hefur á boðstólnum eru á borð við Burberry, Chloe, Lanvin, Marc Jacobs, Salvatore Ferragamo, Moncler og Michael Kors. Þá mun verslunin bjóða upp á úr í hæsta verðflokki frá framleiðendunum Tag Heauer, Omega, Hublot og Ulysse Nardin. Þá mun verslunin hafa á boðstólum íslenska hönnun frá Scintilla, Hildi Hafstein og 66°Norður. „Við fengum tvo flotta hönnuði, Gunna og Kollu úr Freebird, til að hanna búðina sem er reglulega falleg og einföld,“ segir Jacobina. Þá verða mismunandi listamenn fengnir til að skreyta veggi verslunarinnar og sá fyrsti er Ási Már Friðriksson, fatahönnuður og teiknari. Verslunin er í 400 fermetra húsnæði sem áður hýsti Landsbankann á Laugavegi. Að sögn Jacobinu er húsnæðið allt að opnast með nýjum fyrirtækjum sem eru að hefja rekstur í húsinu. Þar má nefna Eymundsson, Te & kaffi og Plain Vanilla. Jacobina sem mun stýra versluninni er nýflutt til landsins. Hún kemur frá Færeyjum en hefur starfað fyrir Burberry í Kaupmannahöfn síðustu tíu ár. „Við opnuðum á laugardaginn og höfum fengið mjög góðar móttökur frá bæði Íslendingum og ferðamönnum sem hafa heimsótt okkur.“ Eigendur Galleria eiga einnig Leonard skartgripaverslanirnar sem reknar eru í Kringlunni, Lækjargötu og Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira