Maður veit aldrei hvenær sorgin blossar upp Marín Manda skrifar 6. júní 2014 09:30 Rósa Guðbjartsdóttir. Rósa Guðbjartsdóttir hefur lifað mikla sorg um ævina en sigrarnir hafa einnig verið margir. Það er fátt sem virðist slökkva á hinum mikla krafti sem hún býr yfir. Lífið ræddi við hana um áhugann á samfélagsmálunum, fréttamennskuna, matreiðsluáhugann, fjölskylduna og soninn sem lést úr krabbameini aðeins 5 ára gamall. Hafnarfjörðurinn iðar af lífi þennan morguninn en það ríkir algjör kyrrð í huggulegri götu rétt við miðbæinn þar sem hundurinn Askja tekur á móti blaðamanni veifandi skottinu. Húsfreyjan býður mig velkomna með faðmlagi og grænum fingrum. „Æ, ég var aðeins að róta í plöntunum mínum. Ég hef verið svo lítið heima við undanfarið og hef ekki verið að sinna ræktuninni svo ég þurfti aðeins að fikta í þessu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir um leið og hún setur símann, sem hringir stöðugt, á hljóðlausa hringingu. Fjölmiðlar vilja gjarnan ná tali af henni og heyra af gangi mála varðandi meirihlutaviðræður flokkanna en hún gefur sér tíma til að setjast niður, spjalla um lífið og drekka góðan kaffibolla. Rósu er margt til lista lagt, er mikill fagurkeri og það getur svo sannarlega margt fallegt að líta á heimilinu. Talið berst að æskuslóðunum en Rósa flutti í norðurbæinn í Hafnarfirði úr verkamannaíbúð í Hlíðunum með fjölskyldu sinni þegar hún var tíu ára gömul. „Það má segja að hjarta mitt hafi verið hér síðan. Pabbi var sannur gaflari sem fæddist undir súð hjá ömmu sinni undir Hamrinum í Hafnarfirði og var því með sterkar rætur hér. Hann var að læra að verða prentari í Iðnskólanum en mamma var útivinnandi. Í minningunni sem krakki vorum við alltaf á leiðinni til Hafnarfjarðar en það tók föður minn nokkur ár að byggja framtíðarheimili fyrir fjölskylduna og það kom ekkert annað til greina en að búa hér.“Rósa og hundurinn Askja.Ánægð með marga bolta á lofti Rósa lærði stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og starfaði lengi vel við dagskrágerð og sem fréttakona á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2, bæði með námi og eftir nám. „Ritgerðaskrif og jafnvel að lesa þær upp var aðaláhugamál mitt í grunnskóla svo það var bara í mínum karakter að fara þessa leið. Eftir stúdentspróf árið 1986 sótti ég um hjá DV og vann þar í nokkur sumur. Þá um haustið var ljósvakamiðlunum veitt frelsi til athafna og var þá stofnuð fyrsta frjálsa útvarpsstöðin. Bylgjan fór í loftið og ég sótti um dagskrágerð með háskólanáminu. Þetta var svo algjörlega nýtt og spennandi á þessum tíma og margir sem sóttu um að fá að starfa á þessum nýja miðli. Það átti mjög vel við mig að vera út um allt því ég hef mikinn áhuga á að kynna mér ólíka hluti og á samfélaginu öllu. Mér finnst best þegar ég hef mörg járn í eldinum og það eldist greinilega ekkert af manni,“ segir Rósa og brosir. Rósa GuðbjartsdóttirMatargerðin er hugleiðsla Sköpunargleðin hefur í gegnum tíðina verið rík í föðurfjölskyldu Rósu. Langafi hennar og langamma, sem kölluð voru Bjartur og Dísa í kassahúsinu, skildu eftir sig mikið af sögulegum myndum úr bæjarlífinu í Hafnarfirði. Dísa, eða Herdís Guðmundsdóttir, var mikil áhugamanneskja um ljósmyndun og hefur líklega verið fyrsti kvenkyns fréttaljósmyndarinn. „Hún var frumkvöðull á þessu sviði og það er mikið af matreiðslufólki og ljósmyndurum í fjölskyldunni minni. Sjálf smitaðist ég fljótt af þessum áhuga og þegar mikið hafði verið að gera á fréttastofunni fannst mér gott að koma heim og spá í ýmis hráefni, krydd og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Það var í raun ákveðin hugleiðsla. Eftir að ég fór að skrifa mikið um mat fór ég einnig að fikra mig áfram að taka sjálf myndir. Í seinni matreiðslubókina mína, Partírétti, tók ég myndirnar sjálf og þannig hef ég samtvinnað þessi áhugamál og finnst mjög mikilvægt að hafa smá svigrúm til þess að nota þennan sköpunarkraft.“Rósa GuðbjartsdóttirÁfallið dundi yfir Ævintýraþráin togaði í fjölskylduna árið 1999 og hjónin ákváðu að flytjast búferlum ásamt tveimur sonum sínum til Flórída í Bandaríkjunum. Eiginmaður Rósu, Jónas Sigurgeirsson, var að fara í viðskiptafræðinám og Rósa skrifaði fyrir Gestgjafann ásamt því að taka kúrsa í almannatengslum í háskólanum í Tampa. „Við kunnum mjög vel við okkur þar og veðrið var yndislegt. Við bjuggum þar einungis í eitt ár því að Bjartmar, yngri sonur okkar sem þá var rúmlega tveggja ára, veiktist skyndilega og greindist með krabbamein sem kallast taugakímsæxli. Þá var ekkert annað í stöðunni en að flytja heim. Okkur fannst nauðsynlegt að vera heima á Íslandi í íslensku heilbrigðiskerfi og fá stuðning vina og fjölskyldu til að takast á við það sem koma skyldi. Æxli af þessu tagi er meðfætt, með upptök í nýrnahettunum og greinist jafnan í ungum börnum. Við uppgötvuðum þetta þegar hann fór að bólgna út á gagnauganu en það var þá meinvarp af upphafsæxlinu sem þá var komið í beinin og upp í höfuð. Þetta var ólýsanlegur tími og við tóku strangar meðferðir. Við vorum send í þrjá mánuði til Svíþjóðar þar sem hann fór í erfiðar aðgerðir og stofnfrumuskipti. Hálfu ári seinna virtist hann vera á batavegi og það fundust engin einkenni krabbameins þegar meðferðum lauk. Þrátt fyrir að það væri búið að keyra hann alveg fram á ystu brún þá reif hann sig alltaf upp úr því.“ Bjartmar sonur þeirra fór að dafna mjög vel eftir mikinn uppbyggingartíma, byrjaði á leikskóla og þau hjónin sáu fram á að hann færi að lifa eðlilegu lífi. „Við nutum góðs stuðnings frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á þessum tíma sem var ákaflega dýrmætt. Svo var það fyrir tilviljun að ég sá auglýsta framkvæmdastjórastöðu félagsins og ákvað að sækja um í von um að ég gæti nýtt mína persónulegu reynslu og bakgrunn í starfið.“ Rósa var ráðin og sinnti starfinu af kappi í fimm ár en eftir þrjú ár, haustið 2003, dundi annað áfall yfir. Bjartmar greindist aftur með krabbamein og ekkert var hægt að gera. Hann lést heima í faðmi fjölskyldunnar tveimur mánuðum seinna, aðeins 5 ára gamall. Bjartmar lést þegar hann var aðeins 5 ára.Sorgin og sólargeislinn „Maður lærir að lifa með þessu og það er svo satt. Maður þarf að ákveða að ætla að komast í gegnum þetta og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðveldasta leiðin væri kannski að liggja undir sæng en ástin á lífinu er svo sterk þótt maður sé búinn að ganga í gegnum svona. Þetta fylgir manni þó allt lífið.“ Einungis ári eftir andlát Bjartmars fæddist þeim sonur, Jónas Bjartmar. „Í versta sorgarferlinu var okkur öllum dýrmætt að eiga litla dóttur, Margréti Lovísu, sem einungis var eins og hálfs árs þegar Bjartmar lést og skildi ekki hvað hafði gerst. Hún vakti okkur á hverjum morgni með sólskinsbrosi og minnti okkur á hve lífið er þrátt fyrir allt fallegt. Í gegnum vinnuna hafði ég einnig haft mikil samskipti við fólk sem hafði misst börnin sín og það hjálpaði líka að vera innan um fólk sem einnig hafði lent í þessum aðstæðum.“Krafturinn frá pabba „Eftir að Bjartmar fékk fyrstu meðferðina sína, veiktist pabbi og fékk lungnakrabbamein og dó nokkrum mánuðum síðar. Hann var aðeins 57 ára en við vorum mjög náin. Pabbi var mjög kraftmikill maður og ég hef án efa kraftinn og frumkvæðið frá honum. Það er að sjálfsögðu ósanngjarnt að barn og fólk í blóma lífsins fari og það er ólýsanlegt að horfa upp á fólkið sitt í þessum aðstæðum, þjást og láta lífið. Maður veit aldrei hvenær eða í hvaða aðstæðum sorgin blossar upp. Þú getur jafnvel setið á miðjum bæjarstjórnarfundi og allt í einu kemur upp einhver minning og mann langar afsíðis að gráta. Ég hef þó aldrei leyft mér að loka mig af þrátt fyrir að það sé mikilvægt að losa um en svo heldur maður bara áfram. Fyrir fimm árum greindist svo Sigurgeir, elsti sonur okkar, með heilaæxli. Þá spurði ég sjálfa mig að því hvort Guð væri til. Til allrar hamingju reyndist æxlið góðkynja og var fjarlægt í 14 tíma skurðaðgerð. Hann er frískur og flottur strákur í dag og er ég óendanlega þakklát fyrir það.“Rósa ásamt Sigurgeir, Margréti Lovísu og Jónasi Bjartmari.Lífið tekur nýja stefnu Haustið 2005 fær Rósa óvænt símtal þar sem hún var beðin um að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. „Ég ákvað að slá til enda fannst mér hugmyndin skemmtileg og langaði að prófa eitthvað nýtt þar sem ég hef þennan áhuga á samfélagsmálum. Ég lenti í þriðja sæti en sú sem lenti í öðru sæti ákvað að draga sig í hlé svo allt í einu var ég komin í annað sæti listans. Síðan þá hef ég verið í bæjarstjórn.“ Rósa ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri hjá styrktarfélaginu, snúa sér að ritstjórn hjá Bókafélaginu og kafa dýpra ofan í stjórnmálin. Fyrir fjórum árum fór hún í oddvitaslag og gaf kost á sér í fyrsta sætið en tapaði prófkjörinu með tveimur atkvæðum. „Hvert atkvæði skiptir máli. Ég fékk svo sannarlega að reyna það á eigin skinni. Ég hef þó svo mikla ástríðu og metnað fyrir hönd bæjarfélagsins að ég ákvað að gefast ekki upp.“ Rósa hefur verið sýnileg í pólitíkinni fyrir sjálfstæðismenn í Hafnarfirði undanfarin átta ár en þá hefur flokkurinn verið í minnihluta. Um síðastliðna helgi vann flokkurinn stórsigur í kosningunum. „Nú ríkja óvissutímar og samningaviðræður, allt getur gerst. Það er að sjálfsögðu allt önnur staða að vera í meirihluta ef maður vill sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. Í átta ár hef ég lagt mig alla fram í minnihluta og veitt meirihlutanum öflugt aðhald sem er mikilvægt í lýðræðisríki.“Konur eru viðkvæmari Rósa ákvað að gefa kost á sér aftur í fyrsta sæti, fékk mótframboð en sigraði með yfirburðum. Hún er fyrsta konan í sögu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem verður oddviti. „Ég hafði rosalega mikið fyrir því að komast á þennan stað og gafst ekki upp þrátt fyrir ýmsar hindranir. Það hefði verið auðvelt að verða sár og svekkt eftir tapið fyrir fjórum árum en ég ákvað að taka slaginn aftur. Við konur þurfum að taka þetta alla leið og leggja meiri vinnu á okkur til að ná þessum árangri. Það hefur mikið verið talað um af hverju konur séu ekki meira á oddinum í stjórnmálaflokkunum en það er mikilvægt að hafa þetta úthald. Ég skil að vissu leyti úthaldsleysið þegar þú ert að berjast um toppinn því þá gilda allt önnur lögmál. Ég taldi það bara skyldu mína að halda áfram og það er mikilvægt ef þú ætlar að ná almennilegum árangri. Þú átt von á alls konar baknagi en þú þarft að vera tilbúin í það. Konur eru oft viðkvæmari fyrir gagnrýni og raddirnar hljóma oft á þann veg að ákveðin kona sé gribba á meðan karl í þessari stöðu væri bara ákveðinn og stefnufastur. Þetta heyrir maður enn í dag þrátt fyrir að það sé árið 2014,“ segir hún og flissar. „Framtíðardraumarnir eru að það náist samstaða hér í bænum og að hérna verði áþreifanleg breyting til batnaðar. Svo er auðvitað aðalmálið að börnin manns séu heilbrigð og að maður skili þeim út í lífið sem góðum manneskjum.“ Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir hefur lifað mikla sorg um ævina en sigrarnir hafa einnig verið margir. Það er fátt sem virðist slökkva á hinum mikla krafti sem hún býr yfir. Lífið ræddi við hana um áhugann á samfélagsmálunum, fréttamennskuna, matreiðsluáhugann, fjölskylduna og soninn sem lést úr krabbameini aðeins 5 ára gamall. Hafnarfjörðurinn iðar af lífi þennan morguninn en það ríkir algjör kyrrð í huggulegri götu rétt við miðbæinn þar sem hundurinn Askja tekur á móti blaðamanni veifandi skottinu. Húsfreyjan býður mig velkomna með faðmlagi og grænum fingrum. „Æ, ég var aðeins að róta í plöntunum mínum. Ég hef verið svo lítið heima við undanfarið og hef ekki verið að sinna ræktuninni svo ég þurfti aðeins að fikta í þessu,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir um leið og hún setur símann, sem hringir stöðugt, á hljóðlausa hringingu. Fjölmiðlar vilja gjarnan ná tali af henni og heyra af gangi mála varðandi meirihlutaviðræður flokkanna en hún gefur sér tíma til að setjast niður, spjalla um lífið og drekka góðan kaffibolla. Rósu er margt til lista lagt, er mikill fagurkeri og það getur svo sannarlega margt fallegt að líta á heimilinu. Talið berst að æskuslóðunum en Rósa flutti í norðurbæinn í Hafnarfirði úr verkamannaíbúð í Hlíðunum með fjölskyldu sinni þegar hún var tíu ára gömul. „Það má segja að hjarta mitt hafi verið hér síðan. Pabbi var sannur gaflari sem fæddist undir súð hjá ömmu sinni undir Hamrinum í Hafnarfirði og var því með sterkar rætur hér. Hann var að læra að verða prentari í Iðnskólanum en mamma var útivinnandi. Í minningunni sem krakki vorum við alltaf á leiðinni til Hafnarfjarðar en það tók föður minn nokkur ár að byggja framtíðarheimili fyrir fjölskylduna og það kom ekkert annað til greina en að búa hér.“Rósa og hundurinn Askja.Ánægð með marga bolta á lofti Rósa lærði stjórnmálafræði í Háskóla Íslands og starfaði lengi vel við dagskrágerð og sem fréttakona á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2, bæði með námi og eftir nám. „Ritgerðaskrif og jafnvel að lesa þær upp var aðaláhugamál mitt í grunnskóla svo það var bara í mínum karakter að fara þessa leið. Eftir stúdentspróf árið 1986 sótti ég um hjá DV og vann þar í nokkur sumur. Þá um haustið var ljósvakamiðlunum veitt frelsi til athafna og var þá stofnuð fyrsta frjálsa útvarpsstöðin. Bylgjan fór í loftið og ég sótti um dagskrágerð með háskólanáminu. Þetta var svo algjörlega nýtt og spennandi á þessum tíma og margir sem sóttu um að fá að starfa á þessum nýja miðli. Það átti mjög vel við mig að vera út um allt því ég hef mikinn áhuga á að kynna mér ólíka hluti og á samfélaginu öllu. Mér finnst best þegar ég hef mörg járn í eldinum og það eldist greinilega ekkert af manni,“ segir Rósa og brosir. Rósa GuðbjartsdóttirMatargerðin er hugleiðsla Sköpunargleðin hefur í gegnum tíðina verið rík í föðurfjölskyldu Rósu. Langafi hennar og langamma, sem kölluð voru Bjartur og Dísa í kassahúsinu, skildu eftir sig mikið af sögulegum myndum úr bæjarlífinu í Hafnarfirði. Dísa, eða Herdís Guðmundsdóttir, var mikil áhugamanneskja um ljósmyndun og hefur líklega verið fyrsti kvenkyns fréttaljósmyndarinn. „Hún var frumkvöðull á þessu sviði og það er mikið af matreiðslufólki og ljósmyndurum í fjölskyldunni minni. Sjálf smitaðist ég fljótt af þessum áhuga og þegar mikið hafði verið að gera á fréttastofunni fannst mér gott að koma heim og spá í ýmis hráefni, krydd og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn. Það var í raun ákveðin hugleiðsla. Eftir að ég fór að skrifa mikið um mat fór ég einnig að fikra mig áfram að taka sjálf myndir. Í seinni matreiðslubókina mína, Partírétti, tók ég myndirnar sjálf og þannig hef ég samtvinnað þessi áhugamál og finnst mjög mikilvægt að hafa smá svigrúm til þess að nota þennan sköpunarkraft.“Rósa GuðbjartsdóttirÁfallið dundi yfir Ævintýraþráin togaði í fjölskylduna árið 1999 og hjónin ákváðu að flytjast búferlum ásamt tveimur sonum sínum til Flórída í Bandaríkjunum. Eiginmaður Rósu, Jónas Sigurgeirsson, var að fara í viðskiptafræðinám og Rósa skrifaði fyrir Gestgjafann ásamt því að taka kúrsa í almannatengslum í háskólanum í Tampa. „Við kunnum mjög vel við okkur þar og veðrið var yndislegt. Við bjuggum þar einungis í eitt ár því að Bjartmar, yngri sonur okkar sem þá var rúmlega tveggja ára, veiktist skyndilega og greindist með krabbamein sem kallast taugakímsæxli. Þá var ekkert annað í stöðunni en að flytja heim. Okkur fannst nauðsynlegt að vera heima á Íslandi í íslensku heilbrigðiskerfi og fá stuðning vina og fjölskyldu til að takast á við það sem koma skyldi. Æxli af þessu tagi er meðfætt, með upptök í nýrnahettunum og greinist jafnan í ungum börnum. Við uppgötvuðum þetta þegar hann fór að bólgna út á gagnauganu en það var þá meinvarp af upphafsæxlinu sem þá var komið í beinin og upp í höfuð. Þetta var ólýsanlegur tími og við tóku strangar meðferðir. Við vorum send í þrjá mánuði til Svíþjóðar þar sem hann fór í erfiðar aðgerðir og stofnfrumuskipti. Hálfu ári seinna virtist hann vera á batavegi og það fundust engin einkenni krabbameins þegar meðferðum lauk. Þrátt fyrir að það væri búið að keyra hann alveg fram á ystu brún þá reif hann sig alltaf upp úr því.“ Bjartmar sonur þeirra fór að dafna mjög vel eftir mikinn uppbyggingartíma, byrjaði á leikskóla og þau hjónin sáu fram á að hann færi að lifa eðlilegu lífi. „Við nutum góðs stuðnings frá Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna á þessum tíma sem var ákaflega dýrmætt. Svo var það fyrir tilviljun að ég sá auglýsta framkvæmdastjórastöðu félagsins og ákvað að sækja um í von um að ég gæti nýtt mína persónulegu reynslu og bakgrunn í starfið.“ Rósa var ráðin og sinnti starfinu af kappi í fimm ár en eftir þrjú ár, haustið 2003, dundi annað áfall yfir. Bjartmar greindist aftur með krabbamein og ekkert var hægt að gera. Hann lést heima í faðmi fjölskyldunnar tveimur mánuðum seinna, aðeins 5 ára gamall. Bjartmar lést þegar hann var aðeins 5 ára.Sorgin og sólargeislinn „Maður lærir að lifa með þessu og það er svo satt. Maður þarf að ákveða að ætla að komast í gegnum þetta og halda áfram. Það er ekkert annað í boði. Auðveldasta leiðin væri kannski að liggja undir sæng en ástin á lífinu er svo sterk þótt maður sé búinn að ganga í gegnum svona. Þetta fylgir manni þó allt lífið.“ Einungis ári eftir andlát Bjartmars fæddist þeim sonur, Jónas Bjartmar. „Í versta sorgarferlinu var okkur öllum dýrmætt að eiga litla dóttur, Margréti Lovísu, sem einungis var eins og hálfs árs þegar Bjartmar lést og skildi ekki hvað hafði gerst. Hún vakti okkur á hverjum morgni með sólskinsbrosi og minnti okkur á hve lífið er þrátt fyrir allt fallegt. Í gegnum vinnuna hafði ég einnig haft mikil samskipti við fólk sem hafði misst börnin sín og það hjálpaði líka að vera innan um fólk sem einnig hafði lent í þessum aðstæðum.“Krafturinn frá pabba „Eftir að Bjartmar fékk fyrstu meðferðina sína, veiktist pabbi og fékk lungnakrabbamein og dó nokkrum mánuðum síðar. Hann var aðeins 57 ára en við vorum mjög náin. Pabbi var mjög kraftmikill maður og ég hef án efa kraftinn og frumkvæðið frá honum. Það er að sjálfsögðu ósanngjarnt að barn og fólk í blóma lífsins fari og það er ólýsanlegt að horfa upp á fólkið sitt í þessum aðstæðum, þjást og láta lífið. Maður veit aldrei hvenær eða í hvaða aðstæðum sorgin blossar upp. Þú getur jafnvel setið á miðjum bæjarstjórnarfundi og allt í einu kemur upp einhver minning og mann langar afsíðis að gráta. Ég hef þó aldrei leyft mér að loka mig af þrátt fyrir að það sé mikilvægt að losa um en svo heldur maður bara áfram. Fyrir fimm árum greindist svo Sigurgeir, elsti sonur okkar, með heilaæxli. Þá spurði ég sjálfa mig að því hvort Guð væri til. Til allrar hamingju reyndist æxlið góðkynja og var fjarlægt í 14 tíma skurðaðgerð. Hann er frískur og flottur strákur í dag og er ég óendanlega þakklát fyrir það.“Rósa ásamt Sigurgeir, Margréti Lovísu og Jónasi Bjartmari.Lífið tekur nýja stefnu Haustið 2005 fær Rósa óvænt símtal þar sem hún var beðin um að taka þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. „Ég ákvað að slá til enda fannst mér hugmyndin skemmtileg og langaði að prófa eitthvað nýtt þar sem ég hef þennan áhuga á samfélagsmálum. Ég lenti í þriðja sæti en sú sem lenti í öðru sæti ákvað að draga sig í hlé svo allt í einu var ég komin í annað sæti listans. Síðan þá hef ég verið í bæjarstjórn.“ Rósa ákvað að hætta sem framkvæmdastjóri hjá styrktarfélaginu, snúa sér að ritstjórn hjá Bókafélaginu og kafa dýpra ofan í stjórnmálin. Fyrir fjórum árum fór hún í oddvitaslag og gaf kost á sér í fyrsta sætið en tapaði prófkjörinu með tveimur atkvæðum. „Hvert atkvæði skiptir máli. Ég fékk svo sannarlega að reyna það á eigin skinni. Ég hef þó svo mikla ástríðu og metnað fyrir hönd bæjarfélagsins að ég ákvað að gefast ekki upp.“ Rósa hefur verið sýnileg í pólitíkinni fyrir sjálfstæðismenn í Hafnarfirði undanfarin átta ár en þá hefur flokkurinn verið í minnihluta. Um síðastliðna helgi vann flokkurinn stórsigur í kosningunum. „Nú ríkja óvissutímar og samningaviðræður, allt getur gerst. Það er að sjálfsögðu allt önnur staða að vera í meirihluta ef maður vill sjá hugmyndir sínar verða að veruleika. Í átta ár hef ég lagt mig alla fram í minnihluta og veitt meirihlutanum öflugt aðhald sem er mikilvægt í lýðræðisríki.“Konur eru viðkvæmari Rósa ákvað að gefa kost á sér aftur í fyrsta sæti, fékk mótframboð en sigraði með yfirburðum. Hún er fyrsta konan í sögu Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem verður oddviti. „Ég hafði rosalega mikið fyrir því að komast á þennan stað og gafst ekki upp þrátt fyrir ýmsar hindranir. Það hefði verið auðvelt að verða sár og svekkt eftir tapið fyrir fjórum árum en ég ákvað að taka slaginn aftur. Við konur þurfum að taka þetta alla leið og leggja meiri vinnu á okkur til að ná þessum árangri. Það hefur mikið verið talað um af hverju konur séu ekki meira á oddinum í stjórnmálaflokkunum en það er mikilvægt að hafa þetta úthald. Ég skil að vissu leyti úthaldsleysið þegar þú ert að berjast um toppinn því þá gilda allt önnur lögmál. Ég taldi það bara skyldu mína að halda áfram og það er mikilvægt ef þú ætlar að ná almennilegum árangri. Þú átt von á alls konar baknagi en þú þarft að vera tilbúin í það. Konur eru oft viðkvæmari fyrir gagnrýni og raddirnar hljóma oft á þann veg að ákveðin kona sé gribba á meðan karl í þessari stöðu væri bara ákveðinn og stefnufastur. Þetta heyrir maður enn í dag þrátt fyrir að það sé árið 2014,“ segir hún og flissar. „Framtíðardraumarnir eru að það náist samstaða hér í bænum og að hérna verði áþreifanleg breyting til batnaðar. Svo er auðvitað aðalmálið að börnin manns séu heilbrigð og að maður skili þeim út í lífið sem góðum manneskjum.“
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Sjá meira