Bætti sig bæði í handbolta og heimilisstörfunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2014 07:00 Birna Berg Haraldsdóttir fagnar hér til hægri titlinum með Sävehof. Mynd/Úr einkasafn Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Sävehof-liðinu sænska meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. „Það er búið að vera svo ótrúlega góð stemning i liðinu undanfarið þannig að það kom mér ekki á óvart að við tækjum þetta. Úrslitadagurinn er þvílíkt stór dagur hér í Svíþjóð og þetta er mögulega eitt af því skemmtilegasta ég hef gert,“ sagði Birna Berg. „Þetta er ótrúlegt lið og ótrúlegir karakterar i þessu liði. Ég er hrikalega stolt af því að spila fyrir IK Sävehof,“ sagði Birna Berg en þetta var sjötta árið í röð sem Sävehof vinnur sænska titilinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlegu sigurhugafari i þessum klúbb og ég sjálf hef breytt því hvernig ég hugsa,“ segir Birna Berg en hvernig gekk? „Fyrsti veturinn gekk upp og niður. Það er alveg satt sem maður heyrir að atvinnumennska sé ekki bara dans af rósum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ágætlega sátt með mína frammistöðu en þetta hefur verið lærdómsríkur vetur. Ég hef þroskast mikið síðan ég flutti út og hef tekið framförum, bæði í handbolta sem og í heimilisstörfunum,“ segir Birna í léttum tón. Birna Berg varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra. „Þetta var allt öðruvísi því ég handabrotnaði í undanúrslitunum í fyrra og gat ekki verið með í úrslitaeinvíginu. Ég varð því að horfa á allt einvígið uppi í stúku en núna fékk ég að vera með og það er allt önnur tilfinning,“ segir Birna Berg. Hún segist hafa bætt sig á þessum fyrsta vetri í Svíþjóð. „Ég hef bætt mig á þessu tímabili og þá helst sem varnarmaður. Ég hef líka breytt hugarfari mínu gagnvart varnarleik,“ segir Birna og viðurkennir fúslega að hafa ekki haft allt of gaman af því að standa í vörninni þegar hún spilaði á Íslandi. Birna Berg segist líka vera sterkari andlega eftir veturinn. „Oft átti ég erfitt með að spila ef fyrsta skotið mitt klikkaði en núna hugsa ég ekki einu sinni um það ef ég klikka,“ segir Birna og næst á dagskrá er að hjálpa íslenska landsliðinu að komast á EM. „Ég ætla að gera allt mitt til að við komumst á EM,“ segir Birna. Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Landsliðskonan Birna Berg Haraldsdóttir varð meistari annað árið í röð um helgina þegar hún tók þátt í því að tryggja Sävehof-liðinu sænska meistaratitilinn á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. „Það er búið að vera svo ótrúlega góð stemning i liðinu undanfarið þannig að það kom mér ekki á óvart að við tækjum þetta. Úrslitadagurinn er þvílíkt stór dagur hér í Svíþjóð og þetta er mögulega eitt af því skemmtilegasta ég hef gert,“ sagði Birna Berg. „Þetta er ótrúlegt lið og ótrúlegir karakterar i þessu liði. Ég er hrikalega stolt af því að spila fyrir IK Sävehof,“ sagði Birna Berg en þetta var sjötta árið í röð sem Sävehof vinnur sænska titilinn. „Ég er búin að kynnast ótrúlegu sigurhugafari i þessum klúbb og ég sjálf hef breytt því hvernig ég hugsa,“ segir Birna Berg en hvernig gekk? „Fyrsti veturinn gekk upp og niður. Það er alveg satt sem maður heyrir að atvinnumennska sé ekki bara dans af rósum. Þegar ég hugsa til baka þá er ég ágætlega sátt með mína frammistöðu en þetta hefur verið lærdómsríkur vetur. Ég hef þroskast mikið síðan ég flutti út og hef tekið framförum, bæði í handbolta sem og í heimilisstörfunum,“ segir Birna í léttum tón. Birna Berg varð Íslandsmeistari með Fram í fyrra. „Þetta var allt öðruvísi því ég handabrotnaði í undanúrslitunum í fyrra og gat ekki verið með í úrslitaeinvíginu. Ég varð því að horfa á allt einvígið uppi í stúku en núna fékk ég að vera með og það er allt önnur tilfinning,“ segir Birna Berg. Hún segist hafa bætt sig á þessum fyrsta vetri í Svíþjóð. „Ég hef bætt mig á þessu tímabili og þá helst sem varnarmaður. Ég hef líka breytt hugarfari mínu gagnvart varnarleik,“ segir Birna og viðurkennir fúslega að hafa ekki haft allt of gaman af því að standa í vörninni þegar hún spilaði á Íslandi. Birna Berg segist líka vera sterkari andlega eftir veturinn. „Oft átti ég erfitt með að spila ef fyrsta skotið mitt klikkaði en núna hugsa ég ekki einu sinni um það ef ég klikka,“ segir Birna og næst á dagskrá er að hjálpa íslenska landsliðinu að komast á EM. „Ég ætla að gera allt mitt til að við komumst á EM,“ segir Birna.
Handbolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni