Sagan verður ekki umflúin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. apríl 2014 07:00 Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 um helgina hafa valdið deilum í flokknum. Árni Páll sagðist í þættinum vera mikill stuðningsmaður þjóðkirkjunnar: „Ég held að það þurfi að viðurkenna það að þjóðkirkjan er sérstök stofnun og það eru sérstök rök sem mæla með þessari samfylgd ríkis og kirkju.“ Ungir jafnaðarmenn skoruðu í framhaldinu á flokkinn að samþykkja á næsta landsfundi ályktun um aðskilnað ríkis og kirkju og fella út stjórnarskrárákvæðið um stuðning ríkisvaldsins við þjóðkirkjuna, ella verði „fullu jafnrétti í trúmálum“ ekki komið á. Sigurður Hólm Gunnarsson, Samfylkingarmaður og stjórnarmaður í Siðmennt, skrifaði Árna Páli opið bréf. „Stuðningur minn, og margra annarra frjálslyndra jafnaðarmanna, við Samfylkinguna getur verið í hættu ef formaðurinn er beinlínis á móti fullu trúfrelsi á Íslandi,“ skrifaði Sigurður. Í viðbrögðunum gætir, eins og oft áður, misskilnings á því hvað telst vera trúfrelsi og hvernig sambandi ríkis og kirkju er háttað. Engar hömlur eru lagðar á trúfrelsi á Íslandi. Það er stjórnarskrárvarið og allir frjálsir að því að iðka þau trúarbrögð sem þeim sýnist, alveg burtséð frá stöðu þjóðkirkjunnar. Enginn er neyddur til að greiða henni sóknargjöld; ríkið innheimtir félagsgjöld fyrir önnur trúfélög rétt eins og þjóðkirkjuna. Þjóðkirkjan er ekki lengur ríkiskirkja, heldur sjálfstætt trúfélag með víðtæka stjórn eigin mála. Tengsl hennar og ríkisins lúta aðallega að formsatriðum. Ríkið greiðir laun tiltekins fjölda presta og starfsmanna Biskupsstofu, sem teljast opinberir starfsmenn. Það fyrirkomulag er oft kallað ríkisstyrkur og mismunun, en á sér rætur í meira en þúsund ára sögu, þar sem kirkjan varð stærsti jarðeigandi á Íslandi. Hún hefur þannig sérstöðu sem ekkert annað trúfélag hefur. Greiðslan byggir á samningi ríkis og kirkju um jarðirnar frá 1997. Það gæti verið kostur fyrir kirkjuna að rifta samkomulaginu og slíta alfarið þessu praktíska samstarfi við ríkisvaldið. Það myndi að minnsta kosti eyða misskilningnum um ríkisstyrkta kirkju. Það myndi hins vegar þýða að kirkjan yrði að fá bætur fyrir jarðirnar, sem gæti orðið dálítill hausverkur að reikna út. Þá er eftir spurningin um stjórnarskrárákvæðið. Það hefur í dag enga praktíska þýðingu og er fremur nokkurs konar yfirlýsing um kristna sögu og siðferðisgrundvöll ríkisins. Ísland er í grunninn kristið land, með krossmark í þjóðfána sínum og skjaldarmerki, ákall til Guðs í texta þjóðsöngsins, lögbundna frídaga á kristnum hátíðum og þannig mætti áfram telja. Jafnvel þótt öllu sambandi ríkis og kirkju yrði slitið og stjórnarskrárákvæðið strokað út, er vandséð að þorri þjóðarinnar myndi vilja breyta þessu. Söguna fáum við einfaldlega ekki umflúið, þótt við viljum tryggja trúfrelsi og jafnan rétt trúfélaga. Þeir sem krefjast þess að stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkju verði afnumið, gleyma því að meirihluti kjósenda hefur nýlega greitt atkvæði með því í þjóðaratkvæðagreiðslu að það verði áfram á sínum stað. Stjórnmálaflokkarnir, líka Samfylkingin, verða væntanlega að hafa einhverja hliðsjón af því að meirihlutinn virðist sammála Árna Páli um að það séu rök fyrir þeirri samfylgd ríkis og kirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun
Ummæli Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, í þættinum Mín skoðun á Stöð 2 um helgina hafa valdið deilum í flokknum. Árni Páll sagðist í þættinum vera mikill stuðningsmaður þjóðkirkjunnar: „Ég held að það þurfi að viðurkenna það að þjóðkirkjan er sérstök stofnun og það eru sérstök rök sem mæla með þessari samfylgd ríkis og kirkju.“ Ungir jafnaðarmenn skoruðu í framhaldinu á flokkinn að samþykkja á næsta landsfundi ályktun um aðskilnað ríkis og kirkju og fella út stjórnarskrárákvæðið um stuðning ríkisvaldsins við þjóðkirkjuna, ella verði „fullu jafnrétti í trúmálum“ ekki komið á. Sigurður Hólm Gunnarsson, Samfylkingarmaður og stjórnarmaður í Siðmennt, skrifaði Árna Páli opið bréf. „Stuðningur minn, og margra annarra frjálslyndra jafnaðarmanna, við Samfylkinguna getur verið í hættu ef formaðurinn er beinlínis á móti fullu trúfrelsi á Íslandi,“ skrifaði Sigurður. Í viðbrögðunum gætir, eins og oft áður, misskilnings á því hvað telst vera trúfrelsi og hvernig sambandi ríkis og kirkju er háttað. Engar hömlur eru lagðar á trúfrelsi á Íslandi. Það er stjórnarskrárvarið og allir frjálsir að því að iðka þau trúarbrögð sem þeim sýnist, alveg burtséð frá stöðu þjóðkirkjunnar. Enginn er neyddur til að greiða henni sóknargjöld; ríkið innheimtir félagsgjöld fyrir önnur trúfélög rétt eins og þjóðkirkjuna. Þjóðkirkjan er ekki lengur ríkiskirkja, heldur sjálfstætt trúfélag með víðtæka stjórn eigin mála. Tengsl hennar og ríkisins lúta aðallega að formsatriðum. Ríkið greiðir laun tiltekins fjölda presta og starfsmanna Biskupsstofu, sem teljast opinberir starfsmenn. Það fyrirkomulag er oft kallað ríkisstyrkur og mismunun, en á sér rætur í meira en þúsund ára sögu, þar sem kirkjan varð stærsti jarðeigandi á Íslandi. Hún hefur þannig sérstöðu sem ekkert annað trúfélag hefur. Greiðslan byggir á samningi ríkis og kirkju um jarðirnar frá 1997. Það gæti verið kostur fyrir kirkjuna að rifta samkomulaginu og slíta alfarið þessu praktíska samstarfi við ríkisvaldið. Það myndi að minnsta kosti eyða misskilningnum um ríkisstyrkta kirkju. Það myndi hins vegar þýða að kirkjan yrði að fá bætur fyrir jarðirnar, sem gæti orðið dálítill hausverkur að reikna út. Þá er eftir spurningin um stjórnarskrárákvæðið. Það hefur í dag enga praktíska þýðingu og er fremur nokkurs konar yfirlýsing um kristna sögu og siðferðisgrundvöll ríkisins. Ísland er í grunninn kristið land, með krossmark í þjóðfána sínum og skjaldarmerki, ákall til Guðs í texta þjóðsöngsins, lögbundna frídaga á kristnum hátíðum og þannig mætti áfram telja. Jafnvel þótt öllu sambandi ríkis og kirkju yrði slitið og stjórnarskrárákvæðið strokað út, er vandséð að þorri þjóðarinnar myndi vilja breyta þessu. Söguna fáum við einfaldlega ekki umflúið, þótt við viljum tryggja trúfrelsi og jafnan rétt trúfélaga. Þeir sem krefjast þess að stjórnarskrárákvæðið um þjóðkirkju verði afnumið, gleyma því að meirihluti kjósenda hefur nýlega greitt atkvæði með því í þjóðaratkvæðagreiðslu að það verði áfram á sínum stað. Stjórnmálaflokkarnir, líka Samfylkingin, verða væntanlega að hafa einhverja hliðsjón af því að meirihlutinn virðist sammála Árna Páli um að það séu rök fyrir þeirri samfylgd ríkis og kirkju.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun