Sparisjóðirnir juku við stofnfé í lok árs til að hækka arðgreiðslur 11. apríl 2014 09:15 Nefndin segir óljóst hvort hlutafélagsvæðing hafi verið í þágu stofnfjáreigenda eða til hagsbóta fyrir sparisjóðinn sjálfan. Fréttablaðið/GVA Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna segir sparisjóðina hafa stundað að auka við stofnfé undir lok árs þar sem þá dró það ekki niður arðsemi en gaf háa arðgreiðslu. Þetta segir í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í gær. Við breytingar á eignarhaldi yfir sparisjóðunum, sem urðu á árinu 2001 með breytingu á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði hafi verið losað um áhrif sveitarfélaga og héraðsnefnda í stjórn sparisjóða með því að heimila að allir stjórnarmenn yrðu kosnir af stofnfjáreigendum, í öðru lagi varð heimilt að breyta rekstrarformi sparisjóða í hlutafélag og í þriðja lagi var ákvæðum um stofnfjárbréf breytt í því skyni að gera þau að eftirsóknarverðari fjárfestingarkosti. „Það að gera stofnfjárbréfin vænlegri sem fjárfestingarkost heppnaðist dável því fá ef nokkur önnur verðbréf gáfu eftir það jafn háa ávöxtun en báru um leið litla áhættu. Þau voru verðtryggð, þau nutu sérstaks endurmats sem gat numið 5% árlega og þau gáfu góðan arð, jafnvel þótt tap væri á rekstri sparisjóðsins. Þessir eiginleikar stofnfjárbréfanna reyndust hagsbót fyrir stofnfjáreigendur en voru íþyngjandi fyrir sparisjóðina sjálfa. Verðbætur og sérstakt endurmat breytti ekki eigin fé sparisjóðs en var tilfærsla úr varasjóði inn á stofnfé,“ segir í skýrslunni. Þá segir að engar hömlur hafi verið settar á aukningu stofnfjár sparisjóðanna aðrar en að í samþykktum væri tiltekinn hámarksfjöldi stofnhluta og þar með stofnfé. Aldrei hafi gilt reglur um hversu mikið stofnféð væri eða hlutfall þess af eigin fé. Tryggingasjóði sparisjóða var upphaflega falið að ákveða árlega hámarkshlutfall arðgreiðslu hjá sparisjóðunum. Meginhlutverkið breyttist árið 2000 í öryggissjóð. Ákvörðun Tryggingasjóðsins um hámarkshlutfall arðgreiðslu átti að vera eins konar öryggisventill. Í Tryggingasjóðnum var frá upphafi lögð sú lína að láta hlutfallið ráðast af tvenns konar viðmiðum, annars vegar fastri hlutfallstölu og hins vegar arðsemi, eða raunarðsemi, eigin fjár viðkomandi sparisjóðs. Stjórn Tryggingasjóðs var að mestu leyti skipuð sparisjóðsstjórum. „Enginn hafði að lögum eftirlitsskyldu með arðgreiðslum sparisjóðanna. Þegar yfirverðsvæntingar og arðsvonir stofnfjáreigenda voru komnar í algleyming var ugglaust erfitt að standa gegn kröfum þeirra um háan arð. Mikill hagnaður sparisjóðanna árin 2004 til 2007 leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög há. Það gerði mörgum sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð,“ segir í skýrslunni. Mikil aukning stofnfjár varð 2005 til 2007. Fyrir utan það markmið að stækka sparisjóði og efla þá í samkeppni á fjármálamarkaði segir nefndin að önnur markmið hafi getað legið að baki stofnfjáraukningu: Í fyrsta lagi að verjast yfirtöku, í öðru lagi að hækka hlutfall stofnfjár af eigin fé sem stækkaði hlut stofnfjáreigenda gagnvart hlut sjálfseignarstofnunarinnar við umbreytingu í hlutafélag og í þriðja lagi að fá hærri arð greiddan. Síðasta markmiðið átti stoð annars vegar í því að arðgreiðsla var reiknuð af stofnfé í lok árs, án tillits til þess hvenær það var innborgað, og þar með hversu lengi það hafði verið bundið í sparisjóðnum. Hins vegar var við útreikning á arðsemi eigin fjár tekið tillit til þess hvenær eigið fé myndaðist. Með því að auka stofnfé undir lok árs dró það ekki niður arðsemina en gaf háa arðgreiðslu ef hagnaður sparisjóðsins hafði verið góður. Árin 2004 til 2007 var hann yfirleitt dágóður vegna góðrar útkomu verðbréfaeignar. „Í þessu ljósi má horfa til þess að gengishagnaður af Exista bréfum á árinu 2006 var töluverður. Það að færa Sparisjóðabankann á gangvirði á árinu 2007 skilaði mörgum sparisjóðum gengishagnaði auk þess sem afkoma Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Byrs sparisjóðs var mjög góð á árinu 2007 einkum vegna sölu á eignarhlut þeirra í Icebank,“ segir Tinna Finnbogadóttir, fjármálahagfræðingur og einn nefndarmanna í rannsóknarnefndinni, við Fréttablaðið. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira
Rannsóknarnefnd Alþingis um aðdraganda og orsakir erfiðleika og falls sparisjóðanna segir sparisjóðina hafa stundað að auka við stofnfé undir lok árs þar sem þá dró það ekki niður arðsemi en gaf háa arðgreiðslu. Þetta segir í skýrslu nefndarinnar sem kynnt var í gær. Við breytingar á eignarhaldi yfir sparisjóðunum, sem urðu á árinu 2001 með breytingu á lögum um viðskiptabanka og sparisjóði hafi verið losað um áhrif sveitarfélaga og héraðsnefnda í stjórn sparisjóða með því að heimila að allir stjórnarmenn yrðu kosnir af stofnfjáreigendum, í öðru lagi varð heimilt að breyta rekstrarformi sparisjóða í hlutafélag og í þriðja lagi var ákvæðum um stofnfjárbréf breytt í því skyni að gera þau að eftirsóknarverðari fjárfestingarkosti. „Það að gera stofnfjárbréfin vænlegri sem fjárfestingarkost heppnaðist dável því fá ef nokkur önnur verðbréf gáfu eftir það jafn háa ávöxtun en báru um leið litla áhættu. Þau voru verðtryggð, þau nutu sérstaks endurmats sem gat numið 5% árlega og þau gáfu góðan arð, jafnvel þótt tap væri á rekstri sparisjóðsins. Þessir eiginleikar stofnfjárbréfanna reyndust hagsbót fyrir stofnfjáreigendur en voru íþyngjandi fyrir sparisjóðina sjálfa. Verðbætur og sérstakt endurmat breytti ekki eigin fé sparisjóðs en var tilfærsla úr varasjóði inn á stofnfé,“ segir í skýrslunni. Þá segir að engar hömlur hafi verið settar á aukningu stofnfjár sparisjóðanna aðrar en að í samþykktum væri tiltekinn hámarksfjöldi stofnhluta og þar með stofnfé. Aldrei hafi gilt reglur um hversu mikið stofnféð væri eða hlutfall þess af eigin fé. Tryggingasjóði sparisjóða var upphaflega falið að ákveða árlega hámarkshlutfall arðgreiðslu hjá sparisjóðunum. Meginhlutverkið breyttist árið 2000 í öryggissjóð. Ákvörðun Tryggingasjóðsins um hámarkshlutfall arðgreiðslu átti að vera eins konar öryggisventill. Í Tryggingasjóðnum var frá upphafi lögð sú lína að láta hlutfallið ráðast af tvenns konar viðmiðum, annars vegar fastri hlutfallstölu og hins vegar arðsemi, eða raunarðsemi, eigin fjár viðkomandi sparisjóðs. Stjórn Tryggingasjóðs var að mestu leyti skipuð sparisjóðsstjórum. „Enginn hafði að lögum eftirlitsskyldu með arðgreiðslum sparisjóðanna. Þegar yfirverðsvæntingar og arðsvonir stofnfjáreigenda voru komnar í algleyming var ugglaust erfitt að standa gegn kröfum þeirra um háan arð. Mikill hagnaður sparisjóðanna árin 2004 til 2007 leiddi til þess að arðsemi eigin fjár varð mjög há. Það gerði mörgum sparisjóðum kleift að greiða stofnfjáreigendum drjúgan arð,“ segir í skýrslunni. Mikil aukning stofnfjár varð 2005 til 2007. Fyrir utan það markmið að stækka sparisjóði og efla þá í samkeppni á fjármálamarkaði segir nefndin að önnur markmið hafi getað legið að baki stofnfjáraukningu: Í fyrsta lagi að verjast yfirtöku, í öðru lagi að hækka hlutfall stofnfjár af eigin fé sem stækkaði hlut stofnfjáreigenda gagnvart hlut sjálfseignarstofnunarinnar við umbreytingu í hlutafélag og í þriðja lagi að fá hærri arð greiddan. Síðasta markmiðið átti stoð annars vegar í því að arðgreiðsla var reiknuð af stofnfé í lok árs, án tillits til þess hvenær það var innborgað, og þar með hversu lengi það hafði verið bundið í sparisjóðnum. Hins vegar var við útreikning á arðsemi eigin fjár tekið tillit til þess hvenær eigið fé myndaðist. Með því að auka stofnfé undir lok árs dró það ekki niður arðsemina en gaf háa arðgreiðslu ef hagnaður sparisjóðsins hafði verið góður. Árin 2004 til 2007 var hann yfirleitt dágóður vegna góðrar útkomu verðbréfaeignar. „Í þessu ljósi má horfa til þess að gengishagnaður af Exista bréfum á árinu 2006 var töluverður. Það að færa Sparisjóðabankann á gangvirði á árinu 2007 skilaði mörgum sparisjóðum gengishagnaði auk þess sem afkoma Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Byrs sparisjóðs var mjög góð á árinu 2007 einkum vegna sölu á eignarhlut þeirra í Icebank,“ segir Tinna Finnbogadóttir, fjármálahagfræðingur og einn nefndarmanna í rannsóknarnefndinni, við Fréttablaðið.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Sjá meira