Reitir högnuðust um 7,8 milljarða króna í fyrra Óli Kristján Ármannsson skrifar 11. apríl 2014 13:53 Kringlan er meðal fasteigna Reita, en í eignasafni félagsins er margvíslegt skrifstofu-, verslunar-, - hótel, og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Fréttablaðið/Vilhelm Mikill viðsnúningur varð á rekstri fasteignafélagsins Reita samkvæmt nýbirtum ársreikningi síðasta árs. Félagið hagnaðist á árunu 2013 um tæpa 7,8 milljarða króna, en árið áður var tæplega 6,6 milljarða tap á félaginu. Fram kemur í tilkynningu um uppgjör félagsins að eignasafn þess hafi verið endurmetið samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum á árinu og að hækkunin nemi tæpum 8,7 milljörðum króna, samanborði við matslækkun að fjárhæð 5,9 milljarðar árið 2012. Fram kemur að rekstrarafkoma Reita fyrir fjármagnsliði og matsbreytingu fjárfestingareigna hafi verið í takti við áætlanir í fyrra. „Rekstrartekjur félagsins árið 2013 námu 8.168 milljónum króna. samanborið við 7.887 milljónir króna árið 2012. Rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi (NOI) var 5.869 milljónir króna árið 2013 samanborið við 5.693 milljónir króna árið 2012,“ segir í tilkynningunni. Félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina á seinni hluta þessa ár. Félagið ætlaði að skrá sig á síðasta ári, en þær áætlanir eru sagðar hafa tafist þar sem ekki hafi fengist niðurstaða í viðræður við Seðlabanka Íslands og Hypothekenbank Frankfurt vegna lánaskuldbindinga félagsins erlendis. „Vonir standa til þess að úr greiðist innan tíðar, en skjalfest efnislegt samkomulag með Reitum, Hypothekenbank og Seðlabankanum um inntak sáttar til lausnar á málinu hefur legið fyrir frá því í janúar,“ segir í tilkynningunni. Stærstu eigendur Reita eru Eignabjarg ehf. með 42,7 prósenta hlut, Landsbankinn hf. með 29,6 prósenta hlut, og Þrotabú Landic Property með 15,9 prósenta hlut. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð á rekstri fasteignafélagsins Reita samkvæmt nýbirtum ársreikningi síðasta árs. Félagið hagnaðist á árunu 2013 um tæpa 7,8 milljarða króna, en árið áður var tæplega 6,6 milljarða tap á félaginu. Fram kemur í tilkynningu um uppgjör félagsins að eignasafn þess hafi verið endurmetið samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum á árinu og að hækkunin nemi tæpum 8,7 milljörðum króna, samanborði við matslækkun að fjárhæð 5,9 milljarðar árið 2012. Fram kemur að rekstrarafkoma Reita fyrir fjármagnsliði og matsbreytingu fjárfestingareigna hafi verið í takti við áætlanir í fyrra. „Rekstrartekjur félagsins árið 2013 námu 8.168 milljónum króna. samanborið við 7.887 milljónir króna árið 2012. Rekstrarhagnaður af reglulegri starfsemi (NOI) var 5.869 milljónir króna árið 2013 samanborið við 5.693 milljónir króna árið 2012,“ segir í tilkynningunni. Félagið stefnir að skráningu í Kauphöllina á seinni hluta þessa ár. Félagið ætlaði að skrá sig á síðasta ári, en þær áætlanir eru sagðar hafa tafist þar sem ekki hafi fengist niðurstaða í viðræður við Seðlabanka Íslands og Hypothekenbank Frankfurt vegna lánaskuldbindinga félagsins erlendis. „Vonir standa til þess að úr greiðist innan tíðar, en skjalfest efnislegt samkomulag með Reitum, Hypothekenbank og Seðlabankanum um inntak sáttar til lausnar á málinu hefur legið fyrir frá því í janúar,“ segir í tilkynningunni. Stærstu eigendur Reita eru Eignabjarg ehf. með 42,7 prósenta hlut, Landsbankinn hf. með 29,6 prósenta hlut, og Þrotabú Landic Property með 15,9 prósenta hlut.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Sjá meira