Feginn að hafa ekki farið í Val Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2014 07:00 Snorri Steinn segist eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og hann er því feginn að hafa hafnað tilboði Valsmanna síðasta sumar. fréttablaðið/vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“ Handbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson er að klára sitt ellefta tímabil sem atvinnumaður í handbolta en þessi 32 ára leikstjórnandi heldur á vit nýrra ævintýra í sumar. Þá gengur hann í raðir Sélestat í Frakklandi. Snorri Steinn segist í samtali við Fréttablaðið þó hafa næstum því gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, um það leyti sem Ólafur Stefánsson tók við liðinu. Hann ákvað þó að halda kyrru fyrir í smábænum Gudme á Fjóni í Danmörku þar sem hann leikur með GOG. „Ég talaði heillengi við Valsmenn á sínum tíma og var mjög nálægt því að fara til þeirra,“ segir Snorri Steinn, en þrálátur orðrómur var á kreiki á sínum tíma þess efnis að Valsmenn ætluðu sér að fá hann heim til Íslands, rétt eins og félagið gerði með Ólaf Stefánsson. „Það heillaði mig að taka þátt í þessu verkefni með þeim Óla og Ragga [Ragnari Óskarssyni, aðstoðarþjálfara]. En ég er feginn að ég gerði það ekki. Mér finnst ég eiga nóg eftir í atvinnumennskunni og ég hefði séð eftir því að fá ekki að prófa eitthvað nýtt eins og að fara í frönsku deildina.“Með annað augað á Ríó Snorri Steinn gerði tveggja ára samning við Sélestat, þó svo að forráðamenn franska liðsins hafi viljað gera þriggja ára samning. Hann vildi þó ekki svo langa skuldbindingu. „Þetta er nýtt fyrir alla í fjölskyldunni – ekki bara mig. Aðstæður geta verið svo fljótar að breytast – hvort sem það snertir heilsufarið eða eitthvað annað. Mér fannst því fínt að byrja á tveimur árum,“ segir Snorri sem hefur einnig augastað á næstu Ólympíuleikum í Ríó árið 2016. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að maður sjálfur eða liðið komist þangað en þetta er gulrót fyrir mann. Ég tek svo stöðuna eftir það og sé til hvað tekur við hjá mér.“ Forráðamenn Sélestat vildu stokka upp í liðinu, eins og Snorri Steinn lýsir því, og hafa því samið við nokkra nýja leikmenn. „Það er kominn sænskur markvörður og leikmaður frá Króatíu. En Sélestat er ekki ríkasta liðið í deildinni. Ég vona því að þeir haldi sig innan síns ramma svo ég fái launin mín,“ segir hann í léttum dúr.Verður vonandi vítamínssprauta Sífellt fleiri handboltamenn í fremstu röð á heimsvísu, íslenskir meðtaldir, hafa samið við frönsk lið síðustu ár. Franska landsliðið hefur verið eitt það allra besta síðustu ár og nú virðast frönsk deildarlið ætla að styrkja sig mikið á næstu árum. „Frakkarnir njóta góðs af því að spænska deildin er ekki eins og hún var. Svo hefur velgengni landsliðsins hjálpað til og allt vindur þetta upp á sig,“ segir Snorri Steinn sem hlakkar mjög til þess að söðla um. „Það var draumurinn að klára ferilinn á Spáni en það var ekki í boði. En mér líst engu að síður mjög vel á – þetta verður eins og þegar ég fór til Grosswallstadt [árið 2003]. Þá var maður mállaus og allt nýtt í kringum mann. Ég vona að þetta verði góð vítamínssprauta fyrir mig.“
Handbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira