App Dynamic flytur upp á nítjándu hæð Turnsins Haraldur Guðmundsson skrifar 9. apríl 2014 07:00 Pratik Kumar stofnaði App Dynamic árið 2011. Vísir/Valli Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hefur samið við Eik fasteignafélag um leigu á hluta nítjándu hæðar Turnsins í Kópavogi þar sem veitingastaðurinn Turninn nítjánda var áður. „Fyrirtækið er að stækka og húsnæðið mun gera okkur kleift að bæta við starfsfólki,“ segir Pratik Kumar, framkvæmdastjóri og stofnandi App Dynamic. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og hefur síðan þá þróað ýmis snjallforrit fyrir vefverslun Apple, App Store. Vinsælasta vara fyrirtækisins heitir AirServer en um ein og hálf milljón manna notar forritið á hverjum degi. Það gerir notendum kleift að streyma tónlist, myndbönd eða öðru efni úr Apple og PC-tölvum í þráðlaus tæki sem nota iOS-stýrikerfi Apple, eins og Ipad og Iphone. Einnig er hægt að snúa dæminu við og skoða gögn úr spjaldtölvum og símum Apple í hefðbundnum tölvum. AirServer hefur fengið jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum á borð við Wall Street Journal, Macworld og Wired. Netmiðillinn TUAW, sem fjallar um vörur og forrit fyrir tæki Apple, valdi nýjustu útgáfu hugbúnaðarins, AirServer 5.0, sem eitt af tíu bestu snjallforritum síðasta árs. Bandarísku háskólarnir MIT, Harvard og Stanford eru að sögn Pratiks á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. „Við erum enn að þróa vörur fyrir Apple en AirServer er nú okkar langvinsælasta vara en það er forrit sem þarf að greiða sérstaklega fyrir og er ekki selt í vefverslun Apple. Vinsældirnar eru slíkar að við þurfum nú að stækka og nú höfum við pláss til að bæta við fólki.“ Tólf manns starfa nú á skrifstofu fyrirtækisins í Hlíðarsmára í Kópavogi en stefnt er að flutningum í Turninn fyrir maílok. „Við höfum auglýst eftir fólki í dagblöðum en við erum mjög kröfuhörð enda er þetta mjög flókin tækni. Við þurfum mjög hæfa forritara en því miður höfum við verið í vandræðum með að finna þá hér á landi,“ segir Pratik. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið App Dynamic hefur samið við Eik fasteignafélag um leigu á hluta nítjándu hæðar Turnsins í Kópavogi þar sem veitingastaðurinn Turninn nítjánda var áður. „Fyrirtækið er að stækka og húsnæðið mun gera okkur kleift að bæta við starfsfólki,“ segir Pratik Kumar, framkvæmdastjóri og stofnandi App Dynamic. Fyrirtækið var stofnað árið 2011 og hefur síðan þá þróað ýmis snjallforrit fyrir vefverslun Apple, App Store. Vinsælasta vara fyrirtækisins heitir AirServer en um ein og hálf milljón manna notar forritið á hverjum degi. Það gerir notendum kleift að streyma tónlist, myndbönd eða öðru efni úr Apple og PC-tölvum í þráðlaus tæki sem nota iOS-stýrikerfi Apple, eins og Ipad og Iphone. Einnig er hægt að snúa dæminu við og skoða gögn úr spjaldtölvum og símum Apple í hefðbundnum tölvum. AirServer hefur fengið jákvæða umfjöllun í erlendum miðlum á borð við Wall Street Journal, Macworld og Wired. Netmiðillinn TUAW, sem fjallar um vörur og forrit fyrir tæki Apple, valdi nýjustu útgáfu hugbúnaðarins, AirServer 5.0, sem eitt af tíu bestu snjallforritum síðasta árs. Bandarísku háskólarnir MIT, Harvard og Stanford eru að sögn Pratiks á meðal viðskiptavina fyrirtækisins. „Við erum enn að þróa vörur fyrir Apple en AirServer er nú okkar langvinsælasta vara en það er forrit sem þarf að greiða sérstaklega fyrir og er ekki selt í vefverslun Apple. Vinsældirnar eru slíkar að við þurfum nú að stækka og nú höfum við pláss til að bæta við fólki.“ Tólf manns starfa nú á skrifstofu fyrirtækisins í Hlíðarsmára í Kópavogi en stefnt er að flutningum í Turninn fyrir maílok. „Við höfum auglýst eftir fólki í dagblöðum en við erum mjög kröfuhörð enda er þetta mjög flókin tækni. Við þurfum mjög hæfa forritara en því miður höfum við verið í vandræðum með að finna þá hér á landi,“ segir Pratik.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira