Átta verkefni í Helguvík á borðinu Haraldur Guðmundsson skrifar 4. apríl 2014 07:00 Kostnaðarsöm uppbygging Reykjaneshafnar í Helguvík skýrir að mestu 7,3 milljarða króna skuldir fyrirtækisins. Vísir/GVA Þrjú fyrirtæki hafa nú bæst í hóp þeirra sem hafa formlega óskað eftir lóð á iðnaðar- og hafnarsvæðinu í Helguvík. Reykjanesbær hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins undirritað þrjár nýjar viljayfirlýsingar vegna lóða á svæðinu. Í tveimur tilvikum er um að ræða fyrirtæki sem stefna að framleiðslu á vörum fyrir bílaiðnað og í því þriðja fyrirtæki sem vill vinna kísil. Með yfirlýsingunum þremur eru nú átta verkefni þar sem stefnt er að framkvæmdum í Helguvík á borðinu. Þau eru mislangt á veg komin en hafa samtals kostað tugi milljarða króna. Ekkert þeirra er í hendi enda á í flestum tilvikum eftir að ganga frá málum sem tengjast fjármögnun og orkukaupum.Fjármögnun kísilvers langt kominÁform eru um að byggja tvær kísilmálmverksmiðjur á svæðinu. United Silicon hf. hyggst reisa verksmiðju og hefja starfsemi í apríl 2016. Félagið var stofnað af tveimur erlendum fjárfestum úr evrópska kísilmálmiðnaðinum. Það keypti allt hlutafé í fyrirtækinu Stakksbraut 9 ehf. sem stefndi að kísilframleiðslu á svæðinu og United fékk þá lóð í Helguvík og umhverfismat sem var samþykkt í maí 2013. Framkvæmdir gætu hafist í lok sumars og verksmiðjan á endanum skapað 70 störf. Forsvarsmenn félagsins undirrituðu raforkusölusamning við Landsvirkjun um miðjan síðasta mánuð og samning við Landsnet um flutning á 35 megavöttum af afli til Helguvíkur. Samningurinn við Landsvirkjun inniheldur fyrirvara sem félagið þarf að uppfylla fyrir lok maí, meðal annars varðandi fjármögnun.Auðun Helgason, stjórnarmaður United Silicon, segir fjármögnun verkefnisins langt komna. „Það er verið að ganga frá lausum endum, fjármögnunarsamningum, sem eru forsenda þess að það verði hægt að fara í þetta verkefni. Við eigum í samskiptum við Seðlabankann vegna fjármögnunarinnar og undanþágu þar. Það má segja að það sé unnið að áætlun og að við stefnum að kynningu á verkefninu í lok maí,“ segir Auðun.Framleiði kísil hlið við hlið Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms í Helguvík. Fyrirhuguð verksmiðja félagsins gæti skapað 160 störf á sextán hektara lóð sem yrði einungis í nokkurra metra fjarlægð frá verksmiðju United. Hún þyrfti 87 megavött af raforku og gæti framleitt 54 þúsund tonn á ári. Í janúar skrifuðu forsvarsmenn félagsins undir samning við Mannvit hf. um hönnun byggingarinnar. Thorsil hafði þá lokið hlutafjáraukningu vegna þess áfanga verkefnisins en félagið er alfarið í eigu innlendra aðila. „Við höfum verið í þeirri vinnu og við gerum ráð fyrir að henni ljúki í september. Við erum með samkomulag við Landsvirkjun um skilmála og erum að vinna að orkusamningi. Svo erum við einnig í viðræðum við Landsnet um flutning á orkunni,“ segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil. Nú er að hans sögn unnið að fjármögnun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í haust og að framleiðsla hefjist í árslok 2016.Vatnsútflutningur og glýkólReykjaneshöfn, fyrirtækið sem rekur hafnir Reykjanesbæjar, úthlutaði Brúarfossi hf. lóð í Helguvík í nóvember 2012 undir vatnsverksmiðju. Brúarfoss hyggst fara í vatnsútflutning til þróunarlanda og hefur gert sölusamning við góðgerðarfélag í Kanada sem vill dreifa vatninu til flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna. „Við erum búin að vinna að þessu verkefni í tvö og hálft ár og sjáum fyrir endann á því að það komist í gang,“ segir Birgir Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri Brúarfoss. Birgir reiknar með að fjármögnun verkefnisins ljúki innan sex til átta vikna og að framkvæmdir hefjist í haust. Atlantic Green Chemicals (AGC) hefur stefnt að byggingu lífalkóhól- og glýkólverksmiðju í Helguvík frá árinu 2008. Félagið áformar að nýta varmaorku frá kísilmálmverksmiðjum á svæðinu til framleiðslu á efnunum. Þau eru meðal annars notuð í ýmis plastefni, snyrtivörur og afísingarvökva fyrir flugvélar. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Við erum komin með umhverfismat en eins og þekkt er er Ísland ekki heitasti reiturinn varðandi erlendar fjárfestingar um þessar mundir af ýmsum ástæðum og þetta er ekki eini staðurinn sem kemur til greina í heiminum,“ segir Gunnlaugur Friðbjarnarson, efnaverkfræðingur AGC. Félagið er að hans sögn í eigu innlendra og erlendra einkaaðila og fyrirtækja. Verksmiðjan gæti notað fimm megavött af rafmagni, fimmtíu megavött af varmaorku, en AGC hefur ekki enn fengið lóð undir starfsemina.Fimmtán milljarðar í álverið Undanfarið hefur lítið þokast í framkvæmdum Norðuráls vegna 180 þúsund tonna álvers í Helguvík. Norðurál hefur stefnt að byggingu álversins frá árinu 2004. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2008 og þá var farið í framkvæmdir á svæðinu en þar hefur ekkert gerst frá síðustu áramótum.Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að Norðurál hafi eytt yfir fimmtán milljörðum króna í uppbyggingu álversins. „Sem við höfum fullan vilja, getu og áhuga á að ljúka. Öll tilskilin leyfi eru til staðar. Unnið er að útfærslu á raforkuöflun samkvæmt gildandi samningum við raforkufyrirtæki,“ segir í svarinu. Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Þrjú fyrirtæki hafa nú bæst í hóp þeirra sem hafa formlega óskað eftir lóð á iðnaðar- og hafnarsvæðinu í Helguvík. Reykjanesbær hefur samkvæmt heimildum Fréttablaðsins undirritað þrjár nýjar viljayfirlýsingar vegna lóða á svæðinu. Í tveimur tilvikum er um að ræða fyrirtæki sem stefna að framleiðslu á vörum fyrir bílaiðnað og í því þriðja fyrirtæki sem vill vinna kísil. Með yfirlýsingunum þremur eru nú átta verkefni þar sem stefnt er að framkvæmdum í Helguvík á borðinu. Þau eru mislangt á veg komin en hafa samtals kostað tugi milljarða króna. Ekkert þeirra er í hendi enda á í flestum tilvikum eftir að ganga frá málum sem tengjast fjármögnun og orkukaupum.Fjármögnun kísilvers langt kominÁform eru um að byggja tvær kísilmálmverksmiðjur á svæðinu. United Silicon hf. hyggst reisa verksmiðju og hefja starfsemi í apríl 2016. Félagið var stofnað af tveimur erlendum fjárfestum úr evrópska kísilmálmiðnaðinum. Það keypti allt hlutafé í fyrirtækinu Stakksbraut 9 ehf. sem stefndi að kísilframleiðslu á svæðinu og United fékk þá lóð í Helguvík og umhverfismat sem var samþykkt í maí 2013. Framkvæmdir gætu hafist í lok sumars og verksmiðjan á endanum skapað 70 störf. Forsvarsmenn félagsins undirrituðu raforkusölusamning við Landsvirkjun um miðjan síðasta mánuð og samning við Landsnet um flutning á 35 megavöttum af afli til Helguvíkur. Samningurinn við Landsvirkjun inniheldur fyrirvara sem félagið þarf að uppfylla fyrir lok maí, meðal annars varðandi fjármögnun.Auðun Helgason, stjórnarmaður United Silicon, segir fjármögnun verkefnisins langt komna. „Það er verið að ganga frá lausum endum, fjármögnunarsamningum, sem eru forsenda þess að það verði hægt að fara í þetta verkefni. Við eigum í samskiptum við Seðlabankann vegna fjármögnunarinnar og undanþágu þar. Það má segja að það sé unnið að áætlun og að við stefnum að kynningu á verkefninu í lok maí,“ segir Auðun.Framleiði kísil hlið við hlið Thorsil ehf. stefnir einnig að framleiðslu kísilmálms í Helguvík. Fyrirhuguð verksmiðja félagsins gæti skapað 160 störf á sextán hektara lóð sem yrði einungis í nokkurra metra fjarlægð frá verksmiðju United. Hún þyrfti 87 megavött af raforku og gæti framleitt 54 þúsund tonn á ári. Í janúar skrifuðu forsvarsmenn félagsins undir samning við Mannvit hf. um hönnun byggingarinnar. Thorsil hafði þá lokið hlutafjáraukningu vegna þess áfanga verkefnisins en félagið er alfarið í eigu innlendra aðila. „Við höfum verið í þeirri vinnu og við gerum ráð fyrir að henni ljúki í september. Við erum með samkomulag við Landsvirkjun um skilmála og erum að vinna að orkusamningi. Svo erum við einnig í viðræðum við Landsnet um flutning á orkunni,“ segir Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri Thorsil. Nú er að hans sögn unnið að fjármögnun verkefnisins. Gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í haust og að framleiðsla hefjist í árslok 2016.Vatnsútflutningur og glýkólReykjaneshöfn, fyrirtækið sem rekur hafnir Reykjanesbæjar, úthlutaði Brúarfossi hf. lóð í Helguvík í nóvember 2012 undir vatnsverksmiðju. Brúarfoss hyggst fara í vatnsútflutning til þróunarlanda og hefur gert sölusamning við góðgerðarfélag í Kanada sem vill dreifa vatninu til flóttamannabúða Sameinuðu þjóðanna. „Við erum búin að vinna að þessu verkefni í tvö og hálft ár og sjáum fyrir endann á því að það komist í gang,“ segir Birgir Viðar Halldórsson, framkvæmdastjóri Brúarfoss. Birgir reiknar með að fjármögnun verkefnisins ljúki innan sex til átta vikna og að framkvæmdir hefjist í haust. Atlantic Green Chemicals (AGC) hefur stefnt að byggingu lífalkóhól- og glýkólverksmiðju í Helguvík frá árinu 2008. Félagið áformar að nýta varmaorku frá kísilmálmverksmiðjum á svæðinu til framleiðslu á efnunum. Þau eru meðal annars notuð í ýmis plastefni, snyrtivörur og afísingarvökva fyrir flugvélar. „Við verðum bara að bíða og sjá hvað gerist. Við erum komin með umhverfismat en eins og þekkt er er Ísland ekki heitasti reiturinn varðandi erlendar fjárfestingar um þessar mundir af ýmsum ástæðum og þetta er ekki eini staðurinn sem kemur til greina í heiminum,“ segir Gunnlaugur Friðbjarnarson, efnaverkfræðingur AGC. Félagið er að hans sögn í eigu innlendra og erlendra einkaaðila og fyrirtækja. Verksmiðjan gæti notað fimm megavött af rafmagni, fimmtíu megavött af varmaorku, en AGC hefur ekki enn fengið lóð undir starfsemina.Fimmtán milljarðar í álverið Undanfarið hefur lítið þokast í framkvæmdum Norðuráls vegna 180 þúsund tonna álvers í Helguvík. Norðurál hefur stefnt að byggingu álversins frá árinu 2004. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2008 og þá var farið í framkvæmdir á svæðinu en þar hefur ekkert gerst frá síðustu áramótum.Sólveig Kr. Bergmann, upplýsingafulltrúi Norðuráls, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að Norðurál hafi eytt yfir fimmtán milljörðum króna í uppbyggingu álversins. „Sem við höfum fullan vilja, getu og áhuga á að ljúka. Öll tilskilin leyfi eru til staðar. Unnið er að útfærslu á raforkuöflun samkvæmt gildandi samningum við raforkufyrirtæki,“ segir í svarinu.
Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira