Viðskipti innlent

Virkja má jarðhitann í 60 ár

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Samið hefur verið við landeigendur á Þeistareykjum um orkunýtingar- og landréttindi.
Samið hefur verið við landeigendur á Þeistareykjum um orkunýtingar- og landréttindi. Fréttablaðið/Völundur

Orkustofnun veitti fyrir helgi Landsvirkjun virkjunarleyfi fyrir 100 megavatta Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsveit.

„Samtímis var gefið út nýtingarleyfi á grunnvatni til notkunar við hina fyrirhuguðu virkjun og nýtingarleyfi á jarðhita vegna virkjunarinnar,“ segir á vef Orkustofnunar.

„Leyfið er veitt með skilyrðum um leyfilegan niðurdrátt og með hvaða hætti skuli bregðast við ef viðbrögð við vinnslu eru ekki í samræmi við spár.“

Leyfið er gefið út til 60 ára, nema að forsendur breytist og sýnt sé fram á að óbreytt nýting hafi skaðleg áhrif á jarðhitageyminn eða grunnvatn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
0,66
5
159.100
EIK
0,35
2
96.220
REGINN
0,11
2
2.210
ORIGO
0
2
3.875
VIS
0
1
19.230

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-2,73
27
147.766
MAREL
-1,48
22
215.978
SYN
-1,06
2
45.660
FESTI
-0,78
2
8.104
HAGA
-0,7
7
112.311
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.