Viðskipti innlent

Virkja má jarðhitann í 60 ár

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Samið hefur verið við landeigendur á Þeistareykjum um orkunýtingar- og landréttindi.
Samið hefur verið við landeigendur á Þeistareykjum um orkunýtingar- og landréttindi. Fréttablaðið/Völundur
Orkustofnun veitti fyrir helgi Landsvirkjun virkjunarleyfi fyrir 100 megavatta Þeistareykjavirkjun í Þingeyjarsveit.

„Samtímis var gefið út nýtingarleyfi á grunnvatni til notkunar við hina fyrirhuguðu virkjun og nýtingarleyfi á jarðhita vegna virkjunarinnar,“ segir á vef Orkustofnunar.

„Leyfið er veitt með skilyrðum um leyfilegan niðurdrátt og með hvaða hætti skuli bregðast við ef viðbrögð við vinnslu eru ekki í samræmi við spár.“

Leyfið er gefið út til 60 ára, nema að forsendur breytist og sýnt sé fram á að óbreytt nýting hafi skaðleg áhrif á jarðhitageyminn eða grunnvatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×