Hagnaður 365 fór úr 305 milljónum króna í 757 milljónir Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. mars 2014 07:00 Öll starfsemi 365 er nú í Skaftahlíð í Reykjavík. Fréttablaðið/Andri 365 miðlar ehf. högnuðust um 757 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Hagnaður fyrirtækisins eykst um 148 prósent á milli ára, en árið áður nam hagnaðurinn 305 milljónum króna. Heildarvelta fyrirtækisins í fyrra var 9.473 milljónir króna og og EBITDA-hagnaður 1.454 milljónir. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 541 milljón króna á árinu. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að sala Póstmiðstöðvarinnar, sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu, á árinu og aðrir óreglulegir liðir hafi haft jákvæð áhrif á niðurstöðu ársins, sem nemi um þriðjungi rekstrarhagnaðar.Ari Edwald, forstjóri 365 miðla ehf.Skuldir fyrirtækisins lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á árinu og segir Ari ekki mörg fyrirtæki sem státað geti af betra skuldahlutfalli. Langtímaskuldir félagsins stóðu um áramót í 2,7 milljörðum króna. „Þarna bæta náttúrulega óreglulegir liðir afkomu síðasta árs, en engu að síður er verið að horfa til reglulegrar afkomu þegar talað er um að skuldir verði innan við tvöfaldur rekstrarhagnaður [EBITDA] fyrirtækisins í lok þessa árs,“ segir Ari. „Það er ljóst að félagið er að komast í ágætt form ef horft er til þessara kennitalna.“ Ari bendir á að síðasta ár sé fjórða árið í röð þar sem félagið skili hagnaði, sem sé ánægjulegt í ljósi efnahagsumhverfisins. Þá bendir hann á að í tengslum við flutning allrar starfsemi 365 miðla í Skaftahlíð 24 í Reykjavík hafi mikið verið fjárfest í innviðum félagsins. Meðal annars hafi sjónvarpsútsending verið háskerpuvædd og keyptur nýr útsendingarbíll til að auka innlenda framleiðslu. Framleiðsla á innlendu efni tvöfaldast á árinu. „Svo hafa 365 miðlar keypt smærri fyrirtæki sem falla vel að áherslum og þróun félagsins, svo sem Midi.is, Tónlist.is og Emax, sem veitir þráðlausa fjarskiptaþjónustu,“ segir Ari. Í tilkynningu um afkomu 365 miðla kemur jafnframt fram að fyrirtækið hafi á síðasta ári byggt upp nýtt Fjarskipta- og tæknisvið, sem stýri áherslum félagsins í fjarskiptaþjónustu. „Félagið tryggði sér 4G fjarskiptaleyfi til 10 til 25 ára í upphafi árs 2013 og hóf sölu á breiðbandsþjónustu og heimasíma síðasta haust,“ segir þar. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá 365 í heild sinni.Hagnaður eykst hjá 365 miðlum.Hagnaður 365 miðla 757 mkr, eykst um 148%.Rekstrarhagnaður 1.454 mkr, eykst um 34%.Veltufé frá rekstri 1.063 milljónir króna.Eigið fé 3.316 millj. í árslok 2013.Póstmiðstöðin seld og öll starfsemi nú í Skaftahlíð 24.Sterk staða á hefðbundnum markaði og spennandi nýjungar.Uppbygging sjónvarps framtíðarinnar og fjarskiptaþjónustu samkvæmt áætlun.Tvær nýjar sjónvarpsstöðvar í loftið, Stöð 3 og Golf stöðin.Samkvæmt ársreikningi 365 miðla ehf. fyrir árið 2013 nam heildarvelta 9.473 m.kr. og EBITDA hagnaður nam 1.454 m.kr. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 541 m.kr. á árinu og hagnaður ársins eftir skatta var 757 m.kr. Árið áður nam EBITDA hagnaður 1.088 m.kr. og hagnaður ársins eftir skatta nam 305 m.kr. Sala Póstmiðstöðvarinnar og aðrir óreglulegir liðir hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu ársins, sem nemur um þriðjungi rekstrarhagnaðar.Fjárhagsstaða félagsins hélt áfram að styrkjast á árinu 2013 og skuldir lækka jafnt og þétt. Langtímaskuldir hafa lækkað um tæpar 600 mkr. á árinu og eru nú um 2.700 m.kr. Gert er ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir muni í árslok 2014 vera lægri en rekstrarhagnaður (EBITDA) tveggja ára.„Árið 2013 er fjórða árið í röð sem félagið skilar hagnaði, sem er ánægjulegt í ljósi efnahagsumhverfisins. Þetta var ár umbreytinga í okkar rekstri. Við seldum frá okkur Póstmiðstöðina sem dreifir m.a. Fréttablaðinu, en hefur vaxið og styrkst sem almennt dreifingarfyrirtæki á undanförnum árum. Í tengslum við flutning allrar starfsemi í Skaftahlíð 24 hefur mikið verið fjárfest í innviðum félagsins. Eins og sjónvarpsútsendingu, sem hefur verið háskerpuvædd. Þá hefur verið keyptur nýr útsendingarbíll til að auka innlenda framleiðslu, en framleiðsla á innlendu efni hefur tvöfaldast á árinu 2013. 365 miðlar hafa keypt smærri fyrirtæki sem falla vel að áherslum og þróun félagsins, sbr. Midi.is, Tónlist.is og Emax, sem veitir þráðlausa fjarskiptaþjónustu.365 Miðlar hafa einnig á síðasta ári byggt upp öfluga nýja einingu innan fyrirtækisins, Fjarskipta- og tæknisvið, sem stýrir áherslum félagsins í fjarskiptaþjónustu. Félagið tryggði sér 4G fjarskiptaleyfi til 10-25 ára í upphafi árs 2013 og hóf sölu á breiðbandsþjónustu og heimasíma síðasta haust. Nýrri þjónustu félagsins, sem tengir saman hagstæðar pakkasamsetningar á fjölda sjónvarpsstöðva, hágæða internet og heimasíma, hefur verið vel tekið á markaðnum. Fer áskriftarsala nú vaxandi á ný, eftir samdrátt ár frá ári, allt frá 2008. Þá hafa viðskiptavinir kunnað að meta Vildarklúbbinn, sem færir áskrifendum afslætti í reiðufé án fyrirhafnar hjá fjölda samstarfsaðila, í daglegu neyslumynstri áskrifenda. Sífellt stækkandi hluti sölunnar fer fram á nýrri sölusíðu, 365.is.Við höfum fjárfest mikið í þeim undirstöðum sem við ætlum að byggja framtíð okkar á og erum í stakk búin að skoða frekari tækifæri. 365 er nú tilbúið að bjóða sína vörur á öllu mögulegu viðmóti sem er til staðar, þegar neytandanum hentar. Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðastliðna mánuði og horfum bjartsýn til framtíðar, segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
365 miðlar ehf. högnuðust um 757 milljónir króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi. Hagnaður fyrirtækisins eykst um 148 prósent á milli ára, en árið áður nam hagnaðurinn 305 milljónum króna. Heildarvelta fyrirtækisins í fyrra var 9.473 milljónir króna og og EBITDA-hagnaður 1.454 milljónir. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 541 milljón króna á árinu. Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að sala Póstmiðstöðvarinnar, sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu, á árinu og aðrir óreglulegir liðir hafi haft jákvæð áhrif á niðurstöðu ársins, sem nemi um þriðjungi rekstrarhagnaðar.Ari Edwald, forstjóri 365 miðla ehf.Skuldir fyrirtækisins lækkuðu um tæpar 600 milljónir króna á árinu og segir Ari ekki mörg fyrirtæki sem státað geti af betra skuldahlutfalli. Langtímaskuldir félagsins stóðu um áramót í 2,7 milljörðum króna. „Þarna bæta náttúrulega óreglulegir liðir afkomu síðasta árs, en engu að síður er verið að horfa til reglulegrar afkomu þegar talað er um að skuldir verði innan við tvöfaldur rekstrarhagnaður [EBITDA] fyrirtækisins í lok þessa árs,“ segir Ari. „Það er ljóst að félagið er að komast í ágætt form ef horft er til þessara kennitalna.“ Ari bendir á að síðasta ár sé fjórða árið í röð þar sem félagið skili hagnaði, sem sé ánægjulegt í ljósi efnahagsumhverfisins. Þá bendir hann á að í tengslum við flutning allrar starfsemi 365 miðla í Skaftahlíð 24 í Reykjavík hafi mikið verið fjárfest í innviðum félagsins. Meðal annars hafi sjónvarpsútsending verið háskerpuvædd og keyptur nýr útsendingarbíll til að auka innlenda framleiðslu. Framleiðsla á innlendu efni tvöfaldast á árinu. „Svo hafa 365 miðlar keypt smærri fyrirtæki sem falla vel að áherslum og þróun félagsins, svo sem Midi.is, Tónlist.is og Emax, sem veitir þráðlausa fjarskiptaþjónustu,“ segir Ari. Í tilkynningu um afkomu 365 miðla kemur jafnframt fram að fyrirtækið hafi á síðasta ári byggt upp nýtt Fjarskipta- og tæknisvið, sem stýri áherslum félagsins í fjarskiptaþjónustu. „Félagið tryggði sér 4G fjarskiptaleyfi til 10 til 25 ára í upphafi árs 2013 og hóf sölu á breiðbandsþjónustu og heimasíma síðasta haust,“ segir þar. Hér að neðan má sjá tilkynningu frá 365 í heild sinni.Hagnaður eykst hjá 365 miðlum.Hagnaður 365 miðla 757 mkr, eykst um 148%.Rekstrarhagnaður 1.454 mkr, eykst um 34%.Veltufé frá rekstri 1.063 milljónir króna.Eigið fé 3.316 millj. í árslok 2013.Póstmiðstöðin seld og öll starfsemi nú í Skaftahlíð 24.Sterk staða á hefðbundnum markaði og spennandi nýjungar.Uppbygging sjónvarps framtíðarinnar og fjarskiptaþjónustu samkvæmt áætlun.Tvær nýjar sjónvarpsstöðvar í loftið, Stöð 3 og Golf stöðin.Samkvæmt ársreikningi 365 miðla ehf. fyrir árið 2013 nam heildarvelta 9.473 m.kr. og EBITDA hagnaður nam 1.454 m.kr. Afskriftir og fjármagnsliðir námu 541 m.kr. á árinu og hagnaður ársins eftir skatta var 757 m.kr. Árið áður nam EBITDA hagnaður 1.088 m.kr. og hagnaður ársins eftir skatta nam 305 m.kr. Sala Póstmiðstöðvarinnar og aðrir óreglulegir liðir hafa jákvæð áhrif á niðurstöðu ársins, sem nemur um þriðjungi rekstrarhagnaðar.Fjárhagsstaða félagsins hélt áfram að styrkjast á árinu 2013 og skuldir lækka jafnt og þétt. Langtímaskuldir hafa lækkað um tæpar 600 mkr. á árinu og eru nú um 2.700 m.kr. Gert er ráð fyrir að vaxtaberandi skuldir muni í árslok 2014 vera lægri en rekstrarhagnaður (EBITDA) tveggja ára.„Árið 2013 er fjórða árið í röð sem félagið skilar hagnaði, sem er ánægjulegt í ljósi efnahagsumhverfisins. Þetta var ár umbreytinga í okkar rekstri. Við seldum frá okkur Póstmiðstöðina sem dreifir m.a. Fréttablaðinu, en hefur vaxið og styrkst sem almennt dreifingarfyrirtæki á undanförnum árum. Í tengslum við flutning allrar starfsemi í Skaftahlíð 24 hefur mikið verið fjárfest í innviðum félagsins. Eins og sjónvarpsútsendingu, sem hefur verið háskerpuvædd. Þá hefur verið keyptur nýr útsendingarbíll til að auka innlenda framleiðslu, en framleiðsla á innlendu efni hefur tvöfaldast á árinu 2013. 365 miðlar hafa keypt smærri fyrirtæki sem falla vel að áherslum og þróun félagsins, sbr. Midi.is, Tónlist.is og Emax, sem veitir þráðlausa fjarskiptaþjónustu.365 Miðlar hafa einnig á síðasta ári byggt upp öfluga nýja einingu innan fyrirtækisins, Fjarskipta- og tæknisvið, sem stýrir áherslum félagsins í fjarskiptaþjónustu. Félagið tryggði sér 4G fjarskiptaleyfi til 10-25 ára í upphafi árs 2013 og hóf sölu á breiðbandsþjónustu og heimasíma síðasta haust. Nýrri þjónustu félagsins, sem tengir saman hagstæðar pakkasamsetningar á fjölda sjónvarpsstöðva, hágæða internet og heimasíma, hefur verið vel tekið á markaðnum. Fer áskriftarsala nú vaxandi á ný, eftir samdrátt ár frá ári, allt frá 2008. Þá hafa viðskiptavinir kunnað að meta Vildarklúbbinn, sem færir áskrifendum afslætti í reiðufé án fyrirhafnar hjá fjölda samstarfsaðila, í daglegu neyslumynstri áskrifenda. Sífellt stækkandi hluti sölunnar fer fram á nýrri sölusíðu, 365.is.Við höfum fjárfest mikið í þeim undirstöðum sem við ætlum að byggja framtíð okkar á og erum í stakk búin að skoða frekari tækifæri. 365 er nú tilbúið að bjóða sína vörur á öllu mögulegu viðmóti sem er til staðar, þegar neytandanum hentar. Við höfum fundið fyrir miklum meðbyr síðastliðna mánuði og horfum bjartsýn til framtíðar, segir Ari Edwald, forstjóri 365 miðla.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira