Viðskipti innlent

Flutti út fyrir 95 milljarða

Samúel Karl Ólason skrifar
Útflutningur fyrirtækisins samsvarar um 260 milljónum á dag.
Útflutningur fyrirtækisins samsvarar um 260 milljónum á dag. Vísir/Valli
Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna í fyrra. Það samsvarar um 260 milljónum króna á dag.

Í svokölluðu staðreyndaskjali eða yfirliti yfir starfsemi álversins í fyrra segir að um 35 prósent af útflutningstekjum Fjarðaáls hafi orðið eftir á Íslandi.

Þá voru starfsmenn fyrirtækisins 470 talsins á árinu og þar af konur 22 prósent. Fjarðaál greiddi 5,1 milljarð króna í laun og launatengd gjöld á árinu. Meðalárslaun voru um 8,3 milljónir króna og starfsfólk Fjarðaáls greiddi um 1,4 milljarða króna í tekjuskatt og útsvar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×