Frumskógarleikur foreldra Álfrún Pálsdóttir skrifar 28. janúar 2014 06:00 Því miður, við getum ekki lofað neinu,“ heyrist hinum megin á línunni og kvíðahnúturinn í maganum stækkar. Hugurinn fer á fullt við að búa til excel-skjal yfir komandi mánuði og púsluspilið fram undan. Allir stórfjölskyldumeðlimir fá hlutverk og ströng tímatafla fest upp á ísskáp. Ástæðan fyrir þessum hernaðaraðgerðum næstu mánuði er einföld. Sex mánaða lögbundnu fæðingarorlofi mínu er að ljúka. Faðirinn tekur vissulega við en svo dettur einkasonurinn inn í ákveðið tómarúm þar sem hvorki ríkið né bæjarfélagið virðast taka ábyrgð á dagvistunarúrræðum. Foreldrar eru sendir út í óvissuna þar sem sá hæfasti lifir af. Í örvæntingu sinni, til þess eins og geta snúið aftur til vinnu og séð fyrir fjölskyldunni, ljúga sumir sig í nám eða borga á við heila húsaleigu á mánuði fyrir barnið í pössun. Ég hafði fengið fregnir af þessum frumskógarleik foreldra eftir fæðingarorlof og ætlaði aldeilis að hafa vaðið fyrir neðan mig. Í brjóstagjafaþokunni kortér eftir fæðingu sótti ég því um dagvistunarpláss fyrir hvítvoðunginn, dreng Viktorsson. En allt kom fyrir ekki. Hefði ég viljað forðast dagvistunarvesen hefði ég átt að plana getnaðinn í þaula. Mér skilst að september-október sé hentugur fyrir fæðingu barns vilji maður eiga einhvern möguleika á dagvistun strax að loknu orlofi. Af hverju er ekki hægt að koma á fót almennilegu fjölskyldukerfi með það að markmiði að koma til móts við barnafjölskyldur? Þar sem fæðingarorlof og leikskólapláss haldast í hendur. Hver er ástæðan fyrir þessu tómarúmi? Peningaleysi líklega, en það ætti að vera allra hagur að foreldrar snúi aftur á vinnumarkaðinn eða í nám og að barnið fái góða umönnun á meðan? Andvökunætur foreldra í orlofi eru nógu margar fyrir, þótt ekki bætist við þær áhyggjur vegna leikskólamála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfrún Pálsdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun
Því miður, við getum ekki lofað neinu,“ heyrist hinum megin á línunni og kvíðahnúturinn í maganum stækkar. Hugurinn fer á fullt við að búa til excel-skjal yfir komandi mánuði og púsluspilið fram undan. Allir stórfjölskyldumeðlimir fá hlutverk og ströng tímatafla fest upp á ísskáp. Ástæðan fyrir þessum hernaðaraðgerðum næstu mánuði er einföld. Sex mánaða lögbundnu fæðingarorlofi mínu er að ljúka. Faðirinn tekur vissulega við en svo dettur einkasonurinn inn í ákveðið tómarúm þar sem hvorki ríkið né bæjarfélagið virðast taka ábyrgð á dagvistunarúrræðum. Foreldrar eru sendir út í óvissuna þar sem sá hæfasti lifir af. Í örvæntingu sinni, til þess eins og geta snúið aftur til vinnu og séð fyrir fjölskyldunni, ljúga sumir sig í nám eða borga á við heila húsaleigu á mánuði fyrir barnið í pössun. Ég hafði fengið fregnir af þessum frumskógarleik foreldra eftir fæðingarorlof og ætlaði aldeilis að hafa vaðið fyrir neðan mig. Í brjóstagjafaþokunni kortér eftir fæðingu sótti ég því um dagvistunarpláss fyrir hvítvoðunginn, dreng Viktorsson. En allt kom fyrir ekki. Hefði ég viljað forðast dagvistunarvesen hefði ég átt að plana getnaðinn í þaula. Mér skilst að september-október sé hentugur fyrir fæðingu barns vilji maður eiga einhvern möguleika á dagvistun strax að loknu orlofi. Af hverju er ekki hægt að koma á fót almennilegu fjölskyldukerfi með það að markmiði að koma til móts við barnafjölskyldur? Þar sem fæðingarorlof og leikskólapláss haldast í hendur. Hver er ástæðan fyrir þessu tómarúmi? Peningaleysi líklega, en það ætti að vera allra hagur að foreldrar snúi aftur á vinnumarkaðinn eða í nám og að barnið fái góða umönnun á meðan? Andvökunætur foreldra í orlofi eru nógu margar fyrir, þótt ekki bætist við þær áhyggjur vegna leikskólamála.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun