Sannir verðir laganna Pawel Bartoszek skrifar 24. janúar 2014 06:00 Kínverski andófsmaðurinn Xu Zhiyong, sem er hluti af óformlegum hópi sem kallast „Nýja borgarahreyfingin“, á nú yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að “egna til mannsafnaðar í því skyni að raska reglu á opinberum stað“. Xu Zhiyong er fyrrum lagakennari og hefur til dæmis tekið að sér mál dauðdæmdra fanga. Ákæran virðist koma til vegna tilrauna til að berjast gegn spillingu, en kínverski valdaflokkurinn vill víst vera einn um þá baráttu.Mínimalísk lagahyggja Allt byggist þetta vissulega á fréttum vestrænna fjölmiðla, sér í lagi Guardian og BBC, en miðað við þá mynd sem þar er dregin upp þá hef ég almennt jákvæða tilfinningu í garð þeirrar línu sem sakborningurinn og fólkið í kringum hann virðast hafa tekið. Þau ætla sér að standa vörð um réttarríkið á grundvelli ríkjandi laga og stjórnarskrárákvæða. Það markmið kann sumum að virðast mínimalískt. Það er það vissulega. Í því felast ekki kröfur um ný réttindi eða breytingar á gildandi lögum, einungis ákall um að stjórnvöld uppfylli lágmark þeirra laga sem þau sjálf hafa sett sér. Flestar stjórnarskrár þessa heims segjast tryggja mönnum málfrelsi. Flestar segjast tryggja fundafrelsi. Nú er einhver ósáttur við spillingu stjórnvalda. Hann heldur fund. Það hlýtur að mega. Hann gagnrýnir skort á gegnsæi. Það hlýtur að mega, það er tjáningarfrelsi í landinu. En í ljós kemur að menn eru handteknir og sóttir til saka annað hvort fyrir eitthvert rugl (t.d. þjófnað) eða um eitthvað sem beinlínis getur ekki staðist í ríki sem þykist hafa fundafrelsi og tjáningarfrelsi (t.d. „niðurrifsstarfsemi gegn stjórnvöldum“). Nú má kannski segja að barátta sakbornings í slíkum málum sé fyrirfram töpuð. Jú, sýknudómur er sjaldnast líklegur. En einu má ekki gleyma: Heilmikill áfangasigur felst í því að afhjúpa falska framhlið hins meinta réttarríkis. Ef mótmæli eru leyfð lögum samkvæmt en menn eru sviptir frelsi fyrir það eitt að mótmæla, hverjir eru þá lögbrjótarnir?Andófsmenn Í ritgerð sinni „Vald hinna valdalausu“ frá 1978 velti Vaclav Havel því fyrir sér hvað það sé að vera andófsmaður. Auðvitað er það andóf að bjóða ríkjandi öflum byrginn. En það er ansi magnað að andóf getur falist í jafnsakleysislegum athöfnum, og þeim að halda fund, senda bréf eða kaupa sér bók. Já, þetta er andóf. En þetta er varla „uppreisn“. Menn eru ekki að rísa upp gegn lögum og gildum samfélagsins. Í raun eru menn einungis að reyna festa þau í sessi. Og þetta geta menn gert án þess að vísa í náttúrurétt, trúarrit eða erlenda mannréttindasamninga. Nánast alltaf dugar stjórnarskrá landsins sem þeir búa í. Sama hvert landið er.Fölsk innihaldslýsing „Öllum borgurum skal tryggt málfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi, félagafrelsi sem og frelsi til að mótmæla. Ríkið skal tryggja aðstæður til frjálsrar starfsemi lýðræðislegra stjórnmálaflokka og félagasamtaka.“ Nær allar stjórnarskrár heimsins geyma greinar svipaðar þessari, sem kemur úr þeirri norðurkóresku. Segjum nú að dag einn myndi þetta tiltekna ríki, Norður-Kórea, hætta að brjóta þessa einu grein stjórnarskrár sinnar. Eða jafnvel bara hluta hennar. Til dæmis myndi hún tryggja fundafrelsi, og ekki handtaka menn fyrir það eitt að safnast saman í óþökk stjórnvalda. Það myndi auðvitað þýða algjör straumhvörf í samfélaginu og gera líf margra Norður-Kóreubúa mun bærilegra. En því miður virðist langt í það.Er ástæða til bjartsýni? Staðan í Kína er sem betur fer ekki alveg jafnslæm og í Norður-Kóreu. En fjölmennasta ríki heims er, enn sem komið er, dálítið langt frá því að uppfylla þær kröfur um réttindi borgaranna sem það sjálft hefur sett sér. Þess væri óskandi að dómum fyrir „niðurrifstarfsemi“ eða „ólögleg mótmæli“ í Kína fari fækkandi. Það myndi auðvelda fleirum að „andmæla“ með því að gera hluti sem þau hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að gera. Vonandi hjálpar stuðningur utan frá til. En honum óháð er það á endanum einhverra einstaklinga að leggja líf sitt, eða hluta þess, að veði til að aðrir geti vonandi notið eðlilegra réttinda í framtíðinni. Það fólk verðskuldar titilinn „laganna verðir“ líklegast betur en flestir aðrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Kínverski andófsmaðurinn Xu Zhiyong, sem er hluti af óformlegum hópi sem kallast „Nýja borgarahreyfingin“, á nú yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að “egna til mannsafnaðar í því skyni að raska reglu á opinberum stað“. Xu Zhiyong er fyrrum lagakennari og hefur til dæmis tekið að sér mál dauðdæmdra fanga. Ákæran virðist koma til vegna tilrauna til að berjast gegn spillingu, en kínverski valdaflokkurinn vill víst vera einn um þá baráttu.Mínimalísk lagahyggja Allt byggist þetta vissulega á fréttum vestrænna fjölmiðla, sér í lagi Guardian og BBC, en miðað við þá mynd sem þar er dregin upp þá hef ég almennt jákvæða tilfinningu í garð þeirrar línu sem sakborningurinn og fólkið í kringum hann virðast hafa tekið. Þau ætla sér að standa vörð um réttarríkið á grundvelli ríkjandi laga og stjórnarskrárákvæða. Það markmið kann sumum að virðast mínimalískt. Það er það vissulega. Í því felast ekki kröfur um ný réttindi eða breytingar á gildandi lögum, einungis ákall um að stjórnvöld uppfylli lágmark þeirra laga sem þau sjálf hafa sett sér. Flestar stjórnarskrár þessa heims segjast tryggja mönnum málfrelsi. Flestar segjast tryggja fundafrelsi. Nú er einhver ósáttur við spillingu stjórnvalda. Hann heldur fund. Það hlýtur að mega. Hann gagnrýnir skort á gegnsæi. Það hlýtur að mega, það er tjáningarfrelsi í landinu. En í ljós kemur að menn eru handteknir og sóttir til saka annað hvort fyrir eitthvert rugl (t.d. þjófnað) eða um eitthvað sem beinlínis getur ekki staðist í ríki sem þykist hafa fundafrelsi og tjáningarfrelsi (t.d. „niðurrifsstarfsemi gegn stjórnvöldum“). Nú má kannski segja að barátta sakbornings í slíkum málum sé fyrirfram töpuð. Jú, sýknudómur er sjaldnast líklegur. En einu má ekki gleyma: Heilmikill áfangasigur felst í því að afhjúpa falska framhlið hins meinta réttarríkis. Ef mótmæli eru leyfð lögum samkvæmt en menn eru sviptir frelsi fyrir það eitt að mótmæla, hverjir eru þá lögbrjótarnir?Andófsmenn Í ritgerð sinni „Vald hinna valdalausu“ frá 1978 velti Vaclav Havel því fyrir sér hvað það sé að vera andófsmaður. Auðvitað er það andóf að bjóða ríkjandi öflum byrginn. En það er ansi magnað að andóf getur falist í jafnsakleysislegum athöfnum, og þeim að halda fund, senda bréf eða kaupa sér bók. Já, þetta er andóf. En þetta er varla „uppreisn“. Menn eru ekki að rísa upp gegn lögum og gildum samfélagsins. Í raun eru menn einungis að reyna festa þau í sessi. Og þetta geta menn gert án þess að vísa í náttúrurétt, trúarrit eða erlenda mannréttindasamninga. Nánast alltaf dugar stjórnarskrá landsins sem þeir búa í. Sama hvert landið er.Fölsk innihaldslýsing „Öllum borgurum skal tryggt málfrelsi, prentfrelsi, fundafrelsi, félagafrelsi sem og frelsi til að mótmæla. Ríkið skal tryggja aðstæður til frjálsrar starfsemi lýðræðislegra stjórnmálaflokka og félagasamtaka.“ Nær allar stjórnarskrár heimsins geyma greinar svipaðar þessari, sem kemur úr þeirri norðurkóresku. Segjum nú að dag einn myndi þetta tiltekna ríki, Norður-Kórea, hætta að brjóta þessa einu grein stjórnarskrár sinnar. Eða jafnvel bara hluta hennar. Til dæmis myndi hún tryggja fundafrelsi, og ekki handtaka menn fyrir það eitt að safnast saman í óþökk stjórnvalda. Það myndi auðvitað þýða algjör straumhvörf í samfélaginu og gera líf margra Norður-Kóreubúa mun bærilegra. En því miður virðist langt í það.Er ástæða til bjartsýni? Staðan í Kína er sem betur fer ekki alveg jafnslæm og í Norður-Kóreu. En fjölmennasta ríki heims er, enn sem komið er, dálítið langt frá því að uppfylla þær kröfur um réttindi borgaranna sem það sjálft hefur sett sér. Þess væri óskandi að dómum fyrir „niðurrifstarfsemi“ eða „ólögleg mótmæli“ í Kína fari fækkandi. Það myndi auðvelda fleirum að „andmæla“ með því að gera hluti sem þau hafa stjórnarskrárvarinn rétt til að gera. Vonandi hjálpar stuðningur utan frá til. En honum óháð er það á endanum einhverra einstaklinga að leggja líf sitt, eða hluta þess, að veði til að aðrir geti vonandi notið eðlilegra réttinda í framtíðinni. Það fólk verðskuldar titilinn „laganna verðir“ líklegast betur en flestir aðrir.
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun