Fyrstu heimilin fá ljósleiðarann í mars Haraldur Guðmundsson skrifar 4. janúar 2014 07:00 Starfsmenn Þjótandi sjá um lagningu ljósleiðarans. Mynd/Hvalfjarðarsveit. „Við gerum ráð fyrir að fyrstu heimilin geti mögulega farið að nota ljósleiðarann í byrjun mars,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins sjá nú fyrir endann á þrjú hundruð milljóna króna verkefni sem hófst síðasta vor þegar sveitarstjórnin ákvað að leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórnin hafði áður auglýst eftir áhugasömum aðilum sem gætu komið að uppbyggingu kerfisins en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hafna öllum tilboðum. „Við settum verkið í útboð og fyrirtækið Þjótandi átti lægsta boð. Við gerum ráð fyrir að vinnu þeirra ljúki um miðjan júní,“ segir Laufey. Hún segir sveitarfélagið eiga kerfið en að aðrir komi til með að bjóða íbúum upp á netþjónustu. „Við höfum bent fjarskiptafyrirtækjunum á að framkvæmdum ljúki á árinu. Svo er það þeirra að tengja íbúana en hér búa um 620 manns og þetta eru tæplega tvö hundruð heimili. Það eru ómetanleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanettengingu og þau lífsgæði voru einfaldlega ekki nógu góð hér,“ segir Laufey. Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og skilaði samkvæmt ársreikningi rekstrarafgangi upp á 103 milljónir króna árið 2012. Tekjur sveitarfélagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu. „Rekstrartekjur sveitarfélagsins árið 2012 voru 622 milljónir króna. Um 65 prósent af okkar fasteignatekjum koma frá þessum fyrirtækjum á Grundartanga og öðrum stórfyrirtækjum í sveitarfélaginu eins og olíubirgðastöðinni og Hval hf.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið um breytingar á aðalskipulagi svæðisins. Ef sveitarfélagið ákveður að breyta skipulaginu gæti fyrirtækjum á svæðinu fjölgað og tekjur Hvalfjarðarsveitar aukist. „Það er ekki komin nein niðurstaða í það mál en það er eitt af því sem verið er að skoða. Svona skipulagsbreytingar taka alltaf einhvern tíma,“ segir Laufey. Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
„Við gerum ráð fyrir að fyrstu heimilin geti mögulega farið að nota ljósleiðarann í byrjun mars,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar. Íbúar sveitarfélagsins sjá nú fyrir endann á þrjú hundruð milljóna króna verkefni sem hófst síðasta vor þegar sveitarstjórnin ákvað að leggja ljósleiðara í öll íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórnin hafði áður auglýst eftir áhugasömum aðilum sem gætu komið að uppbyggingu kerfisins en komst á endanum að þeirri niðurstöðu að hafna öllum tilboðum. „Við settum verkið í útboð og fyrirtækið Þjótandi átti lægsta boð. Við gerum ráð fyrir að vinnu þeirra ljúki um miðjan júní,“ segir Laufey. Hún segir sveitarfélagið eiga kerfið en að aðrir komi til með að bjóða íbúum upp á netþjónustu. „Við höfum bent fjarskiptafyrirtækjunum á að framkvæmdum ljúki á árinu. Svo er það þeirra að tengja íbúana en hér búa um 620 manns og þetta eru tæplega tvö hundruð heimili. Það eru ómetanleg lífsgæði fólgin í því að hafa aðgengi að háhraðanettengingu og þau lífsgæði voru einfaldlega ekki nógu góð hér,“ segir Laufey. Sveitarfélagið varð til árið 2006 með sameiningu fjögurra hreppa. Það skuldar lítið og skilaði samkvæmt ársreikningi rekstrarafgangi upp á 103 milljónir króna árið 2012. Tekjur sveitarfélagsins koma að stórum hluta í gegnum fasteignagjöld fyrirtækja á Grundartangasvæðinu. „Rekstrartekjur sveitarfélagsins árið 2012 voru 622 milljónir króna. Um 65 prósent af okkar fasteignatekjum koma frá þessum fyrirtækjum á Grundartanga og öðrum stórfyrirtækjum í sveitarfélaginu eins og olíubirgðastöðinni og Hval hf.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið um breytingar á aðalskipulagi svæðisins. Ef sveitarfélagið ákveður að breyta skipulaginu gæti fyrirtækjum á svæðinu fjölgað og tekjur Hvalfjarðarsveitar aukist. „Það er ekki komin nein niðurstaða í það mál en það er eitt af því sem verið er að skoða. Svona skipulagsbreytingar taka alltaf einhvern tíma,“ segir Laufey.
Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira