Blessuð ónáttúran Hildur Sverrisdóttir skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Í fyrsta lögfræðitímanum sem ég sat vorum við látin hlusta á Dýrin í Hálsaskógi og ræddum hvort reglur skógarins um að ekkert dýr mætti borða annað dýr væru ósanngjarnar gagnvart Mikka ref. Mikki refur hefur aldrei og mun aldrei lifa á tófú. Dýrin nefnilega borða önnur dýr, eins og dönsku börnin voru minnt svo óþyrmilega á um daginn þegar gíraffinn Maríus varð hádegismatur ljónanna í dýragarði Kaupmannahafnar. Það er kannski skiljanlegt að börnum sem alast upp við Disney-myndir um vináttu milli mismunandi dýrategunda bregði við að hálslangi félagi þeirra sé étinn af vinum Simba. Öllu óskiljanlegra er að viðbrögð hinna fullorðnu voru ekki svo ýkja öðruvísi og margir voru á þeirri skoðun að réttast hefði verið að hlífa börnunum við þessari beinu náttúrulýsingu. Ég kann reyndar starfsmönnum dýragarðsins bestu þakkir fyrir að Maríusi var hlíft við að lokamínútan færi í tapaða baráttu í ljónagryfjunni. Þó að það séu vissulega örlög ýmissa félaga hans í Afríku þá er réttlætanlegt að hafa hlíft dýragarðsdýrinu við þeirri upplifun. Við eigum nefnilega alltaf að vera góð við dýr. En það er ögn kjánalegt að vera viðkvæm fyrir því að dýr séu yfirhöfuð drepin og étin. Við höfum alltaf aflífað blessuð dýrin í eigin þágu, hvort sem var í klæði eða fæði og skrýtið hvað við virðumst færast fjær staðreyndinni um að beikonið vex ekki í búðinni. Þegar mynd birtist í blaði af veiðimanni standandi yfir blóðugu hreindýri í lynginu verður allt vitlaust en símarnir á Gestgjafanum eru þöglir þótt birt sé mynd af sömu skepnu sem blóðugri steik á huggulegu kvöldverðarborði. #foodporn. Starfsmenn Húsdýragarðsins hefðu kannski bara átt að vera búnir að elda og dúka borð áður en upplýst var að á hausthátíðum væru dýrin í garðinum elduð og borðuð. Sem olli merkilega miklum usla. Eins og að dýrin í Húsdýragarðinum hlytu önnur örlög en húsdýrin í sveitinni. Er það orðið svona ógurlegt leyndarmál að við borðum dýr sem borða önnur dýr? Ber Thorbjörn Egner ábyrgð á þessu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun
Í fyrsta lögfræðitímanum sem ég sat vorum við látin hlusta á Dýrin í Hálsaskógi og ræddum hvort reglur skógarins um að ekkert dýr mætti borða annað dýr væru ósanngjarnar gagnvart Mikka ref. Mikki refur hefur aldrei og mun aldrei lifa á tófú. Dýrin nefnilega borða önnur dýr, eins og dönsku börnin voru minnt svo óþyrmilega á um daginn þegar gíraffinn Maríus varð hádegismatur ljónanna í dýragarði Kaupmannahafnar. Það er kannski skiljanlegt að börnum sem alast upp við Disney-myndir um vináttu milli mismunandi dýrategunda bregði við að hálslangi félagi þeirra sé étinn af vinum Simba. Öllu óskiljanlegra er að viðbrögð hinna fullorðnu voru ekki svo ýkja öðruvísi og margir voru á þeirri skoðun að réttast hefði verið að hlífa börnunum við þessari beinu náttúrulýsingu. Ég kann reyndar starfsmönnum dýragarðsins bestu þakkir fyrir að Maríusi var hlíft við að lokamínútan færi í tapaða baráttu í ljónagryfjunni. Þó að það séu vissulega örlög ýmissa félaga hans í Afríku þá er réttlætanlegt að hafa hlíft dýragarðsdýrinu við þeirri upplifun. Við eigum nefnilega alltaf að vera góð við dýr. En það er ögn kjánalegt að vera viðkvæm fyrir því að dýr séu yfirhöfuð drepin og étin. Við höfum alltaf aflífað blessuð dýrin í eigin þágu, hvort sem var í klæði eða fæði og skrýtið hvað við virðumst færast fjær staðreyndinni um að beikonið vex ekki í búðinni. Þegar mynd birtist í blaði af veiðimanni standandi yfir blóðugu hreindýri í lynginu verður allt vitlaust en símarnir á Gestgjafanum eru þöglir þótt birt sé mynd af sömu skepnu sem blóðugri steik á huggulegu kvöldverðarborði. #foodporn. Starfsmenn Húsdýragarðsins hefðu kannski bara átt að vera búnir að elda og dúka borð áður en upplýst var að á hausthátíðum væru dýrin í garðinum elduð og borðuð. Sem olli merkilega miklum usla. Eins og að dýrin í Húsdýragarðinum hlytu önnur örlög en húsdýrin í sveitinni. Er það orðið svona ógurlegt leyndarmál að við borðum dýr sem borða önnur dýr? Ber Thorbjörn Egner ábyrgð á þessu?
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun