Kínverskur auðjöfur vill kaupa House of Fraser Óli Kristján Ármannsson skrifar 2. apríl 2014 07:00 Vörur voru seldar í HoF fyrir 1,2 milljarða punda í fyrra, eða 225 milljarða króna. Mynd/VisMedia Sanpower Group, ein stærsta fyrirtækjasamstæða sem er í einkaeigu í Kína, á í viðræðum sem eru langt komnar um kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fraser, á 450 milljónir punda, eða sem svarar ríflega 84,4 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu var greint í fjölmiðlum í Bretlandi í vikunni. Highland Group, félag í eigu þrotabúa gamla Landsbankans (LBI hf.) og Glitnis banka, eru sögð eiga 49 prósent í House of Fraser. Verði af sölunni renna því tæplega 41,4 milljarðar króna til Highland Group. Félagið var í eigu BG Holding, dótturfélags Baugs, en íslensku bankarnir föllnu gengu þar að veðum snemma árs 2009. Fram kom í tilkynningu gamla Landsbankans í febrúarbyrjun 2009 að tekinn hafi verið yfir 34,9 prósenta eignarhlutur í HoF. Samkvæmt heimildum blaðsins er sá eignarhlutur óbreyttur og hlutur Glitnis því 14,1 prósent. Hlutur þrotabúa bankanna, gangi salan á House of Fraser eftir, yrði því sem svarar 29,5 og 11,9 milljörðum króna. Sanpower Group er í eigu kínverska auðjöfursins Yuan Yafei og er með starfsemi á sviði fjármála, eignaumsýslu, fjölmiðla, samgangna og upplýsingatækni. Um 30 þúsund manns í 100 fyrirtækjum vinna hjá samstæðunni sem veltir, að sögn The Scotsman, sem svarar 938 milljörðum króna á ári. Í umfjöllun Guardian er frá því greint að Don McCarty, stjórnarformaður HoF, sem fer með fimmtungshlut í félaginu, hafi þegar samþykkt boð Sanpower og leggi að öðrum hluthöfum að gera það líka. Vísað er til umfjöllunar Sunday Times í þeim efnum, en blaðið greindi fyrst frá því að viðræður stæðu yfir um kaup Sanpower Group á HoF. The Scotsman segir að skoski fjárfestirinn Sir Tom Hunter eigi yfir tíu prósenta hlut í HoF og gæti við söluna fengið í sinn hlut nærri 50 milljónir punda, eða um og yfir sem svarar níu milljörðum króna. Komi til þess verður blásin af fyrirhuguð skráning HoF í Lundúnakauphöllina síðar á þessu ári. Frá því hefur verið greint að stefnt hafi verið að því að 450 milljónir punda fengjust í almennu hlutafjárútboði HoF fyrir skráningu. Heimildir Guardian herma að bankamenn frá Rothschild, HSBC og Numis, haldi áfram að undirbúa útboðið og markaðsskráningu félagsins, samhliða því sem viðræðum verður haldið áfram um söluna til Sanpower Group. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sanpower Group, ein stærsta fyrirtækjasamstæða sem er í einkaeigu í Kína, á í viðræðum sem eru langt komnar um kaup á bresku verslanakeðjunni House of Fraser, á 450 milljónir punda, eða sem svarar ríflega 84,4 milljörðum íslenskra króna. Frá þessu var greint í fjölmiðlum í Bretlandi í vikunni. Highland Group, félag í eigu þrotabúa gamla Landsbankans (LBI hf.) og Glitnis banka, eru sögð eiga 49 prósent í House of Fraser. Verði af sölunni renna því tæplega 41,4 milljarðar króna til Highland Group. Félagið var í eigu BG Holding, dótturfélags Baugs, en íslensku bankarnir föllnu gengu þar að veðum snemma árs 2009. Fram kom í tilkynningu gamla Landsbankans í febrúarbyrjun 2009 að tekinn hafi verið yfir 34,9 prósenta eignarhlutur í HoF. Samkvæmt heimildum blaðsins er sá eignarhlutur óbreyttur og hlutur Glitnis því 14,1 prósent. Hlutur þrotabúa bankanna, gangi salan á House of Fraser eftir, yrði því sem svarar 29,5 og 11,9 milljörðum króna. Sanpower Group er í eigu kínverska auðjöfursins Yuan Yafei og er með starfsemi á sviði fjármála, eignaumsýslu, fjölmiðla, samgangna og upplýsingatækni. Um 30 þúsund manns í 100 fyrirtækjum vinna hjá samstæðunni sem veltir, að sögn The Scotsman, sem svarar 938 milljörðum króna á ári. Í umfjöllun Guardian er frá því greint að Don McCarty, stjórnarformaður HoF, sem fer með fimmtungshlut í félaginu, hafi þegar samþykkt boð Sanpower og leggi að öðrum hluthöfum að gera það líka. Vísað er til umfjöllunar Sunday Times í þeim efnum, en blaðið greindi fyrst frá því að viðræður stæðu yfir um kaup Sanpower Group á HoF. The Scotsman segir að skoski fjárfestirinn Sir Tom Hunter eigi yfir tíu prósenta hlut í HoF og gæti við söluna fengið í sinn hlut nærri 50 milljónir punda, eða um og yfir sem svarar níu milljörðum króna. Komi til þess verður blásin af fyrirhuguð skráning HoF í Lundúnakauphöllina síðar á þessu ári. Frá því hefur verið greint að stefnt hafi verið að því að 450 milljónir punda fengjust í almennu hlutafjárútboði HoF fyrir skráningu. Heimildir Guardian herma að bankamenn frá Rothschild, HSBC og Numis, haldi áfram að undirbúa útboðið og markaðsskráningu félagsins, samhliða því sem viðræðum verður haldið áfram um söluna til Sanpower Group.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira