Bjarni Ben: ESB sýndi stífleika og sló fyrri tillögur um eftirlit út af borðinu Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. maí 2014 12:15 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Fjármálaráðherra segir að tillaga um nýtt fjármálaeftirlit á vettvangi EFTA-ríkjanna gæti leyst þann stjórnskipulega vanda sem fylgir bankaeftirliti Evrópusambandsins. Hann segir að Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika á fyrri stigum málsins. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um tillögu um nýtt EFTA-fjármálaeftirlit. Tilgangur þess væri að sinna yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti sérstaks eðlis og kæmi í stað hins yfirþjóðlega fjármálaeftirlits á vettvangi European Banking Authority, EBA, eins og við greindum frá í gær. „Það hafa allnokkrar hugmyndir verið lagðar á borð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en þær hafa ekki orðið grunnur að lausn. Enn ein tillagan liggur hjá þeim núna og það er ríkur vilji hjá EFTA/EES-ríkjunum að finna ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Mér hefur þótt sem Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika í þessu máli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið er risavaxið því það snýst um grundvallarspurningar um EES-samninginn og framtíð bankaeftirlits í Evrópusambandinu. Fjármálastarfsemi fellur undir innri markað ESB og því hefðu EFTA-ríkin þurft að innleiða tilskipun um hið sameiginlega fjármálaeftirlit ESB. Fréttablaðið greindi frá því í burðarfrétt á forsíðu í maí 2012 að tilskipun um þetta yfirþjóðlega valdframsal, sem fælist í tilskipun um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB, stæðist ekki íslensku stjórnarkrána. Nú er komin lausn á þessu á vettvangi EFTA-ríkjanna sem liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Hér er verið að reyna að smíða lausn sem myndi með einhverjum hætti tengjast þeim vettvangi sem við höfum komið upp í samstarfi við aðra á EES-svæðinu. Meginatriðið í þessu er að við ætlum ekki að framselja vald til stofnunar sem Ísland á ekki aðild að (European Banking Authority innsk.blm),“ segir Bjarni. Sérstök nefnd í fjármálaráðuneytinu undir forystu Tómasar Brynjólfssonar fer nú með málið en Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins er í nefndinni. Fyrir liggja minnisblöð um að tillagan um þessa nýju stofnun, þ.e. sérstakt EES/EFTA-fjármálaeftirlit feli ekki í sér valdframsal af sambærilegu tagi og þeim völdum sem fjármálaeftirlit Evrópusambandsins hefði væri tilskipunin um það innleidd í íslenska löggjöf óbreytt. Tengdar fréttir Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að tillaga um nýtt fjármálaeftirlit á vettvangi EFTA-ríkjanna gæti leyst þann stjórnskipulega vanda sem fylgir bankaeftirliti Evrópusambandsins. Hann segir að Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika á fyrri stigum málsins. EFTA-ríkin Ísland, Noregur og Liechtenstein eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um tillögu um nýtt EFTA-fjármálaeftirlit. Tilgangur þess væri að sinna yfirþjóðlegu fjármálaeftirliti sérstaks eðlis og kæmi í stað hins yfirþjóðlega fjármálaeftirlits á vettvangi European Banking Authority, EBA, eins og við greindum frá í gær. „Það hafa allnokkrar hugmyndir verið lagðar á borð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins en þær hafa ekki orðið grunnur að lausn. Enn ein tillagan liggur hjá þeim núna og það er ríkur vilji hjá EFTA/EES-ríkjunum að finna ásættanlega lausn fyrir alla aðila. Mér hefur þótt sem Evrópusambandið hafi sýnt of mikinn stífleika í þessu máli,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Málið er risavaxið því það snýst um grundvallarspurningar um EES-samninginn og framtíð bankaeftirlits í Evrópusambandinu. Fjármálastarfsemi fellur undir innri markað ESB og því hefðu EFTA-ríkin þurft að innleiða tilskipun um hið sameiginlega fjármálaeftirlit ESB. Fréttablaðið greindi frá því í burðarfrétt á forsíðu í maí 2012 að tilskipun um þetta yfirþjóðlega valdframsal, sem fælist í tilskipun um yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit ESB, stæðist ekki íslensku stjórnarkrána. Nú er komin lausn á þessu á vettvangi EFTA-ríkjanna sem liggur á borði framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. „Hér er verið að reyna að smíða lausn sem myndi með einhverjum hætti tengjast þeim vettvangi sem við höfum komið upp í samstarfi við aðra á EES-svæðinu. Meginatriðið í þessu er að við ætlum ekki að framselja vald til stofnunar sem Ísland á ekki aðild að (European Banking Authority innsk.blm),“ segir Bjarni. Sérstök nefnd í fjármálaráðuneytinu undir forystu Tómasar Brynjólfssonar fer nú með málið en Skúli Magnússon, héraðsdómari og fyrrverandi ritari EFTA-dómstólsins er í nefndinni. Fyrir liggja minnisblöð um að tillagan um þessa nýju stofnun, þ.e. sérstakt EES/EFTA-fjármálaeftirlit feli ekki í sér valdframsal af sambærilegu tagi og þeim völdum sem fjármálaeftirlit Evrópusambandsins hefði væri tilskipunin um það innleidd í íslenska löggjöf óbreytt.
Tengdar fréttir Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Ísland ásamt öðrum EFTA-ríkjum í viðræðum um nýtt bankaeftirlit Tillaga er á borðinu um nýja stofnun á vettvangi EFTA-ríkjanna sem myndi sinna sameiginlegu fjármálaeftirliti á Íslandi, Noregi og Liechtenstein og koma í stað sameiginlegs Bankaeftirlits Evrópusambandsins. Er þetta meðal annars gert til að standast skilyrði íslensku stjórnarskrárinnar. Viðræður um málið standa yfir á milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsins. 28. maí 2014 22:48
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur