Eimskip undirbúa kæru á hendur Samkeppniseftirlitinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2014 18:22 Eimskip furða sig á fréttaflutningi RÚV þar sem miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum. Vísir/GVA Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum. Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Eimskip hafa „falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins.“ Þetta kemur fram í tilkynningu sem fyrirtækið hefur sent frá sér vegna fréttaflutnings af meintu samráði þess og Samskipa. Í tilkynningunni er vísað í yfirlýsingu á vef Samkeppniseftirlitsins frá því í gær þar sem segir að eftirlitið geti ekki staðfest umfjöllun í Kastljósi frá því á þriðjudagskvöld um meint brot skipafélaganna á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið tekur sérstaklega fram að rannsókn málsins sé á því stigi að ekki sé hægt að slá neinu föstu um niðurstöður hennar. Vegna þessa furða Eimskip sig á fréttaflutningi Ríkisútvarpsins og benda á að miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð samkvæmt lögum um félög á hlutabréfamarkaði. Fyrirtækið hefur því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöllinni ábendingu um möguleg lögbrot í þessu samhengi. Þá hefur verið óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið og Sérstakan saksóknara að Eimskip fái öll þau gögn sem geta tengst umfjöllun Kastljóss. Tilkynninguna má sjá í heild hér að neðan. Í ljósi yfirlýsingar sem birtist á vef Samkeppniseftirlitsins þann 15. október sl. má greinilega skilja að allur fréttaflutningur af meintu samráði Eimskipafélagsins og Samskipa sé ótímabær. Í tilkynningunni segir orðrétt að Samkeppniseftirlitið er: “... ekki reiðubúið að staðfesta þá umfjöllun sem fram kom í Kastljósi í gærkvöldi. Þá skal sérstaklega tekið fram að rannsókn málsins er ekki komin á það stig að unnt sé að slá neinu föstu um niðurstöður hennar.“ Eimskipafélagið furðar sig á þeim fréttaflutningi sem viðhafður hefur verið af hálfu Ríkisútvarpsins í þessu samhengi. Um félög á hlutabréfamarkaði gilda lög sem skilgreina hvernig fara skuli með innherjaupplýsingar. Miðlun innherjaupplýsinga er bönnuð. Þeim sem hafa slíkar upplýsingar undir höndum ber að fara að einu og öllu eftir þeim lögum. Eimskipafélaginu ber lagaleg skylda að tilkynna þar til bærum yfirvöldum ef grunur leikur á að innherjaupplýsingum hafi verið miðlað á ólögmætan hátt. Hefur félagið því sent Fjármálaeftirlitinu og Kauphöll Íslands ábendingu um möguleg lögbrot. Einnig hefur félagið sent bréf til Samkeppniseftirlitsins og Sérstaks saksóknara og krafist þess að fá afhent öll gögn er geta tengst umræddum umfjöllunum Kastljóss þann 14. og 15. október sl. til þess að félagið geti svarað þeim ásökunum sem fram hafa komið og sinnt lagalegum skyldum sínum gagnvart hlutabréfamarkaðnum og hluthöfum félagsins. Félagið hefur falið lögmönnum sínum að undirbúa kæru til lögreglu þar sem verður óskað eftir rannsókn á meintum leka á gögnum málsins til Ríkisútvarpsins. Alvarleiki málsins endurspeglast í því að hlutabréf Eimskipafélagsins hafa verið athugunarmerkt hjá Kauphöll Íslands. Það getur valdið félaginu, hluthöfum og markaðnum í heild umtalsverðum skaða. Munurinn á kæru og ákæru er lítill í orði en mikill á borði. Einstaklingar eru saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð fyrir dómi. Málið er enn á rannsóknarstigi og óvíst hvort ákæra verði gefin út. Það er sorglegt til þess að vita að trúnaður virðist ekki geta ríkt innan eftirlitsstofnana og að trúnaðargögnum sem unnið er með skuli vera lekið í fjölmiðla til opinberrar birtingar. Það er ójafn leikur enda hafa þeir sem um er fjallað ekki séð gögnin og geta þar af leiðandi ekki varist. Að lokum vill félagið ítreka að það hafnar með öllu ásökunum um brot á samkeppnislögum.
Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Eimskip Samkeppnismál Skipaflutningar Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira