Vilja mæla hagsæld með velferð, vellíðan, velmegun og hamingju Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2014 12:27 Vísir/Daníel Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og vísindamaður við Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, er meðhöfundur að athugasemd (e. Comment) sem birt er í vísindatímaritinu Nature í dag, 16. janúar. Þar er hvatt til þess að aðrir mælikvarðar en verg landsframleiðsla verði nýttir til að meta hagsæld þjóða. Frá þessu greinir á heimasíðu Háskóla Íslands. Kristín Vala og aðrir í stýrihópi Samtaka um sjálfbærni og velmegun (Alliance for Sustainability and Prosperity – ASAP) unnu með ríkisstjórn Bútan í Asíu við að þróa nýja framtíðarsýn fyrir heiminn sem byggist ekki á vergri landsframleiðslu heldur vellíðan og hamingju þjóðfélagsþegna. Verg landsfamleiðsa (VLF - gross domestic product – GDP) byggist á því að mæla flæði fjár innan þjóðfélaga og fær skakka mynd þegar til dæmis slys eða náttúruhamfarir verða, en þá hækkar hún. „Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferli að vera með í þessari stefnumótun og ég mun aldrei gleyma heimsókn minni til Bútan sl. vetur,“ segir Kristín Vala um þátttöku sína í þessu verkefni í viðtali við háskólann. Verg landsframleiðla hefur verið nýtt í árabil til að mæla árangur þjóða. Höfundar athugasemdarinnar í Nature benda á að sú stefna hafi leitt til mikillar eyðileggingar í náttúrunni, eyðingu auðlinda og aukinnar misskiptingar auðs innan þjóða og á milli þjóða. Í athugasemdinni í Nature mælir ASAP-hópurinn með því að nýttir séu aðrir stuðlar sem beinast að velferð, vellíðan, velmegun og hamingju þjóðfélagsþegna.Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor.Bútan hefur haft forystu á heimsvísu um að reikna reglulega út hamingjustuðla fyrir sína þjóðfélagsþegna (GHP – Gross National Happiness – verg hamingja). Þá vinna Sameinuðu þjóðirnar að nýrri þróunarstefnu undir merkjum sjálfbærrar þróunar (Sustainable Developement Goals) eftir að tímabili þúsundaldarmarkmiðanna (Millennium Development Goals) lýkur 2015. Bútanstjórn hefur komið að því ferli ásamt fjölda vísindamanna alls staðar að úr heiminum, þar á meðal stýrihópi ASAP. Þar sem stefna Bútanstjórnar hefur breyst nokkuð eftir kosningar sl. sumar hefur ASAP-hópurinn haldið áfram sinni rannsóknavinnu og meðal afraksturs samstarfisins eru vísindagreinar og áðurnefnd athugasemd í Nature auk þess sem unnið er að bók tengdri sjálfbærni. Þar að auki hefur ASAP-hópurinn leitast við að leiða saman hugmyndir hundraða ef ekki þúsunda hópa sem vilja hafa áhrif á hina nýju stefnu Sameinu þjóðanna. Allar niðurstöður félaga í ASAP eru einnig sendar til Sameinuðu þjóðanna sem framlag til stefnunnar 2015-2030 um sjálfbæra þróun. Fyrir stýrihópi ASAP fer Robert Costanza, prófessor í visthagfræði við Þjóðarháskólann í Camberra í Ástralíu (Australian National University), en auk hans og Kristínar Völu eru í hópnum vísindamenn og sjálfbærnisérfræðingar frá Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Suður-Afríku. Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og vísindamaður við Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun, er meðhöfundur að athugasemd (e. Comment) sem birt er í vísindatímaritinu Nature í dag, 16. janúar. Þar er hvatt til þess að aðrir mælikvarðar en verg landsframleiðsla verði nýttir til að meta hagsæld þjóða. Frá þessu greinir á heimasíðu Háskóla Íslands. Kristín Vala og aðrir í stýrihópi Samtaka um sjálfbærni og velmegun (Alliance for Sustainability and Prosperity – ASAP) unnu með ríkisstjórn Bútan í Asíu við að þróa nýja framtíðarsýn fyrir heiminn sem byggist ekki á vergri landsframleiðslu heldur vellíðan og hamingju þjóðfélagsþegna. Verg landsfamleiðsa (VLF - gross domestic product – GDP) byggist á því að mæla flæði fjár innan þjóðfélaga og fær skakka mynd þegar til dæmis slys eða náttúruhamfarir verða, en þá hækkar hún. „Það hefur verið ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferli að vera með í þessari stefnumótun og ég mun aldrei gleyma heimsókn minni til Bútan sl. vetur,“ segir Kristín Vala um þátttöku sína í þessu verkefni í viðtali við háskólann. Verg landsframleiðla hefur verið nýtt í árabil til að mæla árangur þjóða. Höfundar athugasemdarinnar í Nature benda á að sú stefna hafi leitt til mikillar eyðileggingar í náttúrunni, eyðingu auðlinda og aukinnar misskiptingar auðs innan þjóða og á milli þjóða. Í athugasemdinni í Nature mælir ASAP-hópurinn með því að nýttir séu aðrir stuðlar sem beinast að velferð, vellíðan, velmegun og hamingju þjóðfélagsþegna.Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor.Bútan hefur haft forystu á heimsvísu um að reikna reglulega út hamingjustuðla fyrir sína þjóðfélagsþegna (GHP – Gross National Happiness – verg hamingja). Þá vinna Sameinuðu þjóðirnar að nýrri þróunarstefnu undir merkjum sjálfbærrar þróunar (Sustainable Developement Goals) eftir að tímabili þúsundaldarmarkmiðanna (Millennium Development Goals) lýkur 2015. Bútanstjórn hefur komið að því ferli ásamt fjölda vísindamanna alls staðar að úr heiminum, þar á meðal stýrihópi ASAP. Þar sem stefna Bútanstjórnar hefur breyst nokkuð eftir kosningar sl. sumar hefur ASAP-hópurinn haldið áfram sinni rannsóknavinnu og meðal afraksturs samstarfisins eru vísindagreinar og áðurnefnd athugasemd í Nature auk þess sem unnið er að bók tengdri sjálfbærni. Þar að auki hefur ASAP-hópurinn leitast við að leiða saman hugmyndir hundraða ef ekki þúsunda hópa sem vilja hafa áhrif á hina nýju stefnu Sameinu þjóðanna. Allar niðurstöður félaga í ASAP eru einnig sendar til Sameinuðu þjóðanna sem framlag til stefnunnar 2015-2030 um sjálfbæra þróun. Fyrir stýrihópi ASAP fer Robert Costanza, prófessor í visthagfræði við Þjóðarháskólann í Camberra í Ástralíu (Australian National University), en auk hans og Kristínar Völu eru í hópnum vísindamenn og sjálfbærnisérfræðingar frá Ítalíu, Bretlandi, Bandaríkjunum og Suður-Afríku.
Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira